Fjöldi smitaðra kominn yfir 30 milljónir Samúel Karl Ólason skrifar 18. september 2020 06:45 Heilbrigðisstarfsmenn við skimun á Indlandi. AP/Mahesh Kumar A Fjöldi þeirra sem staðfest er að hafi smitast af Covid-19 er kominn yfir 30 milljónir. Það er samkvæmt talningu Johns Hopkins háskólans sem byggir á opinberum tölum. Minnst 946 þúsund hafa dáið en víða er útlit fyrir að faraldurinn sé enn í sókn, þó hægt hafi á henni, og óttast forsvarsmenn margra ríkja á norðurhveli nýja bylgju með haustinu. Þjóðirnar sem hafa orðið hvað verst fyrir barðinu á nýju kórónuveirunni, sem veldur Covid-19, eru Bandaríkin, Indland og Brasilía. Í Bandaríkjunum hafa 6,7 milljónir smitast og 198 þúsund dáið. Á Indlandi hafa 5,2 milljónir smitast og 84 þúsund dáið. Í Brasilíu hafa svo 4,5 milljónir smitast og 135 þúsund dáið. Aukin skimun víðsvegar um heim er sögð meðal þeirra ástæðna að fyrr í vikunni greindist mestur fjöldi nýsmitaðra frá því faraldurinn hófst. Það er þó ekki eina ástæðan og ljóst þykir að faraldrinum er í vexti víða, mest í Asíu. Á Indlandi fjölgar smituðum hratt eða um um það bil 90 þúsund manns á dag, eins og segir í frétt BBC. Þar segir einnig að vitað sé til þess að rúmlega milljón manna hafi smitast í Afríku. Þar sé skimun þó mjög takmörkuð og raunveruleg útbreiðsla veirunnar óljós. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir WHO varar við að sóttkví sé stytt Evrópuþjóðir verða að halda fast við sóttkvíarreglur vegna kórónuveirufaraldursins í ljósi fjölgunar smitaðra um alla álfuna undanfarið, að mati yfirmanns Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (WHO) í Evrópu. Fjölgunin ætti að vera álfunni vakning. 17. september 2020 15:29 Gagnrýndi yfirmann sóttvarnastofnunar fyrir ummæli um grímur og bóluefni Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur gagnrýnt yfirmann Sóttvarnastofnunar Bandaríkjanna (CDC) eftir að sá sagði að bóluefni við Covid-19 yrði ekki komið í almenna notkun fyrr en um mitt næsta ár og að grímur gætu verið skilvirkari en bóluefni. 17. september 2020 06:52 Leiðtogar heimsins sagðir hafa brugðist vegna Covid-19 Þjóðarleiðtogar heimsins brugðust varðandi undirbúning fyrir mögulegan heimsfaraldur. Ekki var hlustað á viðvaranir og fjárfestingar og pólitískur áhugi á undirbúningi var ekki nægjanlegur. 14. september 2020 07:11 Þungamiðja faraldursins að færast til Indlands Smituðum fer hratt fjölgandi á Indlandi. Þar greindust 97.399 nýsmitaðir á milli daga og hefur fjöldinn aldrei verið meiri. 9. september 2020 23:36 Mest lesið Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Erlent „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Innlent Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Innlent Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Erlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Spá þoku fyrir norðan og austan Veður Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Innlent Fleiri fréttir Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Sjá meira
Fjöldi þeirra sem staðfest er að hafi smitast af Covid-19 er kominn yfir 30 milljónir. Það er samkvæmt talningu Johns Hopkins háskólans sem byggir á opinberum tölum. Minnst 946 þúsund hafa dáið en víða er útlit fyrir að faraldurinn sé enn í sókn, þó hægt hafi á henni, og óttast forsvarsmenn margra ríkja á norðurhveli nýja bylgju með haustinu. Þjóðirnar sem hafa orðið hvað verst fyrir barðinu á nýju kórónuveirunni, sem veldur Covid-19, eru Bandaríkin, Indland og Brasilía. Í Bandaríkjunum hafa 6,7 milljónir smitast og 198 þúsund dáið. Á Indlandi hafa 5,2 milljónir smitast og 84 þúsund dáið. Í Brasilíu hafa svo 4,5 milljónir smitast og 135 þúsund dáið. Aukin skimun víðsvegar um heim er sögð meðal þeirra ástæðna að fyrr í vikunni greindist mestur fjöldi nýsmitaðra frá því faraldurinn hófst. Það er þó ekki eina ástæðan og ljóst þykir að faraldrinum er í vexti víða, mest í Asíu. Á Indlandi fjölgar smituðum hratt eða um um það bil 90 þúsund manns á dag, eins og segir í frétt BBC. Þar segir einnig að vitað sé til þess að rúmlega milljón manna hafi smitast í Afríku. Þar sé skimun þó mjög takmörkuð og raunveruleg útbreiðsla veirunnar óljós.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir WHO varar við að sóttkví sé stytt Evrópuþjóðir verða að halda fast við sóttkvíarreglur vegna kórónuveirufaraldursins í ljósi fjölgunar smitaðra um alla álfuna undanfarið, að mati yfirmanns Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (WHO) í Evrópu. Fjölgunin ætti að vera álfunni vakning. 17. september 2020 15:29 Gagnrýndi yfirmann sóttvarnastofnunar fyrir ummæli um grímur og bóluefni Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur gagnrýnt yfirmann Sóttvarnastofnunar Bandaríkjanna (CDC) eftir að sá sagði að bóluefni við Covid-19 yrði ekki komið í almenna notkun fyrr en um mitt næsta ár og að grímur gætu verið skilvirkari en bóluefni. 17. september 2020 06:52 Leiðtogar heimsins sagðir hafa brugðist vegna Covid-19 Þjóðarleiðtogar heimsins brugðust varðandi undirbúning fyrir mögulegan heimsfaraldur. Ekki var hlustað á viðvaranir og fjárfestingar og pólitískur áhugi á undirbúningi var ekki nægjanlegur. 14. september 2020 07:11 Þungamiðja faraldursins að færast til Indlands Smituðum fer hratt fjölgandi á Indlandi. Þar greindust 97.399 nýsmitaðir á milli daga og hefur fjöldinn aldrei verið meiri. 9. september 2020 23:36 Mest lesið Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Erlent „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Innlent Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Innlent Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Erlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Spá þoku fyrir norðan og austan Veður Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Innlent Fleiri fréttir Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Sjá meira
WHO varar við að sóttkví sé stytt Evrópuþjóðir verða að halda fast við sóttkvíarreglur vegna kórónuveirufaraldursins í ljósi fjölgunar smitaðra um alla álfuna undanfarið, að mati yfirmanns Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (WHO) í Evrópu. Fjölgunin ætti að vera álfunni vakning. 17. september 2020 15:29
Gagnrýndi yfirmann sóttvarnastofnunar fyrir ummæli um grímur og bóluefni Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur gagnrýnt yfirmann Sóttvarnastofnunar Bandaríkjanna (CDC) eftir að sá sagði að bóluefni við Covid-19 yrði ekki komið í almenna notkun fyrr en um mitt næsta ár og að grímur gætu verið skilvirkari en bóluefni. 17. september 2020 06:52
Leiðtogar heimsins sagðir hafa brugðist vegna Covid-19 Þjóðarleiðtogar heimsins brugðust varðandi undirbúning fyrir mögulegan heimsfaraldur. Ekki var hlustað á viðvaranir og fjárfestingar og pólitískur áhugi á undirbúningi var ekki nægjanlegur. 14. september 2020 07:11
Þungamiðja faraldursins að færast til Indlands Smituðum fer hratt fjölgandi á Indlandi. Þar greindust 97.399 nýsmitaðir á milli daga og hefur fjöldinn aldrei verið meiri. 9. september 2020 23:36