Hafa enn hlunnindi af rekavið þótt varla komi spýta að landi Kristján Már Unnarsson skrifar 17. september 2020 22:30 Feðgarnir í Sveinungsvík, Árni Gunnarsson bóndi og Heimir Sigurpáll Árnason, 13 ára. Stöð 2/Arnar Halldórsson. Þótt áratugir séu liðnir frá því rekaviður hætti að berast í stórum stíl að ströndum Íslands finnast enn bændur sem nýta þessi hlunnindi. Í fréttum Stöðvar 2 var rætt við bónda við nyrstu strandir sem var að saga rekaviðardrumba niður í innanhússklæðningu. Í fjörum norðaustanlands eins og á Melrakkasléttu má enn sjá væna drumba, sem flestir hafa legið þar í áratugi. Sveinungsvík sunnan Raufarhafnar er meðal sjöhundruð bújarða í kringum landið sem höfðu hlunnindi af reka. Árni Gunnarsson er þar með stærðar sög við fjárhúsin, sem ekki veitir af til að saga svona stórvið. Þrettán ára sonur hans, Heimir Sigurpáll, hjálpar pabba sínum að stafla borðunum upp. Árni við stórviðarsögina í Sveinungsvík.Stöð 2/Arnar Halldórsson. „Þetta er rauðviður, alveg grjóthart, og endist mannsaldur,“ segir Árni um leið og hann bankar í viðinn. Borðin fara í aldargamalt hús sem verið er að gera upp á Sléttu. „Þetta fer í stofuvegginn á Oddsstöðum, innanhússklæðning,“ segir Árni og jánkar því að þetta sé klárlega úrvalsviður með náttúrulega fúavörn eftir að hafa velkst um í söltum sjónum. Kunnugir segja að fara þurfi hálfa öld aftur í tímann til að finna dæmi um góð rekaár og að tekið hafi að mestu fyrir rekann fyrir aldarfjórðungi. Skýringin er sögð sú að Rússar hafi farið að passa betur upp á timbrið sitt en sýnt hefur verið fram á að rekinn er að mestu úr skógum Síberíu. „Það er varla hægt að segja að komi spýta,“ segir Árni og segist lifa á fornum reka. Árni sýnir rauðviðardrumb sem hann var að saga niður.Stöð 2/Arnar Halldórsson. Áður voru spýtur gjarnan sagaðar niður í girðingarstaura en bóndinn segist ekki lengur tíma því. „Ég fæ bara meira borgað fyrir spýtuna í borðum heldur en í girðingarstaur.“ -Áttu mikið af svona við? „Nei, allt of lítið.“ -Þannig að það þarf að fara að trufla Rússana og láta þá missa meira út í sjó? „Já, já.“ Sonurinn segist ætla að taka við bújörðinni af pabba. En sér hann fyrir sér að saga einnig niður rekavið? „Já. Ef hann verður til ennþá,“ svarar Heimir. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Hér má sjá frétt frá árinu 2012 um sögun rekaviðar í Árneshreppi á Ströndum: Hér má sjá frétt frá árinu 2007 um nýtingu rekaviðar við Bakkaflóa: Landbúnaður Svalbarðshreppur Norðurþing Mest lesið Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Innlent Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Erlent Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Innlent Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Innlent Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma Innlent Yfirvöld Mexíkó kæra Google Erlent Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Innlent Fleiri fréttir Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Sjá meira
Þótt áratugir séu liðnir frá því rekaviður hætti að berast í stórum stíl að ströndum Íslands finnast enn bændur sem nýta þessi hlunnindi. Í fréttum Stöðvar 2 var rætt við bónda við nyrstu strandir sem var að saga rekaviðardrumba niður í innanhússklæðningu. Í fjörum norðaustanlands eins og á Melrakkasléttu má enn sjá væna drumba, sem flestir hafa legið þar í áratugi. Sveinungsvík sunnan Raufarhafnar er meðal sjöhundruð bújarða í kringum landið sem höfðu hlunnindi af reka. Árni Gunnarsson er þar með stærðar sög við fjárhúsin, sem ekki veitir af til að saga svona stórvið. Þrettán ára sonur hans, Heimir Sigurpáll, hjálpar pabba sínum að stafla borðunum upp. Árni við stórviðarsögina í Sveinungsvík.Stöð 2/Arnar Halldórsson. „Þetta er rauðviður, alveg grjóthart, og endist mannsaldur,“ segir Árni um leið og hann bankar í viðinn. Borðin fara í aldargamalt hús sem verið er að gera upp á Sléttu. „Þetta fer í stofuvegginn á Oddsstöðum, innanhússklæðning,“ segir Árni og jánkar því að þetta sé klárlega úrvalsviður með náttúrulega fúavörn eftir að hafa velkst um í söltum sjónum. Kunnugir segja að fara þurfi hálfa öld aftur í tímann til að finna dæmi um góð rekaár og að tekið hafi að mestu fyrir rekann fyrir aldarfjórðungi. Skýringin er sögð sú að Rússar hafi farið að passa betur upp á timbrið sitt en sýnt hefur verið fram á að rekinn er að mestu úr skógum Síberíu. „Það er varla hægt að segja að komi spýta,“ segir Árni og segist lifa á fornum reka. Árni sýnir rauðviðardrumb sem hann var að saga niður.Stöð 2/Arnar Halldórsson. Áður voru spýtur gjarnan sagaðar niður í girðingarstaura en bóndinn segist ekki lengur tíma því. „Ég fæ bara meira borgað fyrir spýtuna í borðum heldur en í girðingarstaur.“ -Áttu mikið af svona við? „Nei, allt of lítið.“ -Þannig að það þarf að fara að trufla Rússana og láta þá missa meira út í sjó? „Já, já.“ Sonurinn segist ætla að taka við bújörðinni af pabba. En sér hann fyrir sér að saga einnig niður rekavið? „Já. Ef hann verður til ennþá,“ svarar Heimir. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Hér má sjá frétt frá árinu 2012 um sögun rekaviðar í Árneshreppi á Ströndum: Hér má sjá frétt frá árinu 2007 um nýtingu rekaviðar við Bakkaflóa:
Landbúnaður Svalbarðshreppur Norðurþing Mest lesið Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Innlent Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Erlent Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Innlent Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Innlent Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma Innlent Yfirvöld Mexíkó kæra Google Erlent Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Innlent Fleiri fréttir Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Sjá meira
Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent
Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent