Hafa enn hlunnindi af rekavið þótt varla komi spýta að landi Kristján Már Unnarsson skrifar 17. september 2020 22:30 Feðgarnir í Sveinungsvík, Árni Gunnarsson bóndi og Heimir Sigurpáll Árnason, 13 ára. Stöð 2/Arnar Halldórsson. Þótt áratugir séu liðnir frá því rekaviður hætti að berast í stórum stíl að ströndum Íslands finnast enn bændur sem nýta þessi hlunnindi. Í fréttum Stöðvar 2 var rætt við bónda við nyrstu strandir sem var að saga rekaviðardrumba niður í innanhússklæðningu. Í fjörum norðaustanlands eins og á Melrakkasléttu má enn sjá væna drumba, sem flestir hafa legið þar í áratugi. Sveinungsvík sunnan Raufarhafnar er meðal sjöhundruð bújarða í kringum landið sem höfðu hlunnindi af reka. Árni Gunnarsson er þar með stærðar sög við fjárhúsin, sem ekki veitir af til að saga svona stórvið. Þrettán ára sonur hans, Heimir Sigurpáll, hjálpar pabba sínum að stafla borðunum upp. Árni við stórviðarsögina í Sveinungsvík.Stöð 2/Arnar Halldórsson. „Þetta er rauðviður, alveg grjóthart, og endist mannsaldur,“ segir Árni um leið og hann bankar í viðinn. Borðin fara í aldargamalt hús sem verið er að gera upp á Sléttu. „Þetta fer í stofuvegginn á Oddsstöðum, innanhússklæðning,“ segir Árni og jánkar því að þetta sé klárlega úrvalsviður með náttúrulega fúavörn eftir að hafa velkst um í söltum sjónum. Kunnugir segja að fara þurfi hálfa öld aftur í tímann til að finna dæmi um góð rekaár og að tekið hafi að mestu fyrir rekann fyrir aldarfjórðungi. Skýringin er sögð sú að Rússar hafi farið að passa betur upp á timbrið sitt en sýnt hefur verið fram á að rekinn er að mestu úr skógum Síberíu. „Það er varla hægt að segja að komi spýta,“ segir Árni og segist lifa á fornum reka. Árni sýnir rauðviðardrumb sem hann var að saga niður.Stöð 2/Arnar Halldórsson. Áður voru spýtur gjarnan sagaðar niður í girðingarstaura en bóndinn segist ekki lengur tíma því. „Ég fæ bara meira borgað fyrir spýtuna í borðum heldur en í girðingarstaur.“ -Áttu mikið af svona við? „Nei, allt of lítið.“ -Þannig að það þarf að fara að trufla Rússana og láta þá missa meira út í sjó? „Já, já.“ Sonurinn segist ætla að taka við bújörðinni af pabba. En sér hann fyrir sér að saga einnig niður rekavið? „Já. Ef hann verður til ennþá,“ svarar Heimir. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Hér má sjá frétt frá árinu 2012 um sögun rekaviðar í Árneshreppi á Ströndum: Hér má sjá frétt frá árinu 2007 um nýtingu rekaviðar við Bakkaflóa: Landbúnaður Svalbarðshreppur Norðurþing Mest lesið Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Fleiri fréttir „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Sjá meira
Þótt áratugir séu liðnir frá því rekaviður hætti að berast í stórum stíl að ströndum Íslands finnast enn bændur sem nýta þessi hlunnindi. Í fréttum Stöðvar 2 var rætt við bónda við nyrstu strandir sem var að saga rekaviðardrumba niður í innanhússklæðningu. Í fjörum norðaustanlands eins og á Melrakkasléttu má enn sjá væna drumba, sem flestir hafa legið þar í áratugi. Sveinungsvík sunnan Raufarhafnar er meðal sjöhundruð bújarða í kringum landið sem höfðu hlunnindi af reka. Árni Gunnarsson er þar með stærðar sög við fjárhúsin, sem ekki veitir af til að saga svona stórvið. Þrettán ára sonur hans, Heimir Sigurpáll, hjálpar pabba sínum að stafla borðunum upp. Árni við stórviðarsögina í Sveinungsvík.Stöð 2/Arnar Halldórsson. „Þetta er rauðviður, alveg grjóthart, og endist mannsaldur,“ segir Árni um leið og hann bankar í viðinn. Borðin fara í aldargamalt hús sem verið er að gera upp á Sléttu. „Þetta fer í stofuvegginn á Oddsstöðum, innanhússklæðning,“ segir Árni og jánkar því að þetta sé klárlega úrvalsviður með náttúrulega fúavörn eftir að hafa velkst um í söltum sjónum. Kunnugir segja að fara þurfi hálfa öld aftur í tímann til að finna dæmi um góð rekaár og að tekið hafi að mestu fyrir rekann fyrir aldarfjórðungi. Skýringin er sögð sú að Rússar hafi farið að passa betur upp á timbrið sitt en sýnt hefur verið fram á að rekinn er að mestu úr skógum Síberíu. „Það er varla hægt að segja að komi spýta,“ segir Árni og segist lifa á fornum reka. Árni sýnir rauðviðardrumb sem hann var að saga niður.Stöð 2/Arnar Halldórsson. Áður voru spýtur gjarnan sagaðar niður í girðingarstaura en bóndinn segist ekki lengur tíma því. „Ég fæ bara meira borgað fyrir spýtuna í borðum heldur en í girðingarstaur.“ -Áttu mikið af svona við? „Nei, allt of lítið.“ -Þannig að það þarf að fara að trufla Rússana og láta þá missa meira út í sjó? „Já, já.“ Sonurinn segist ætla að taka við bújörðinni af pabba. En sér hann fyrir sér að saga einnig niður rekavið? „Já. Ef hann verður til ennþá,“ svarar Heimir. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Hér má sjá frétt frá árinu 2012 um sögun rekaviðar í Árneshreppi á Ströndum: Hér má sjá frétt frá árinu 2007 um nýtingu rekaviðar við Bakkaflóa:
Landbúnaður Svalbarðshreppur Norðurþing Mest lesið Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Fleiri fréttir „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Sjá meira