Dómur yfir manni sem braut gegn eiginkonu og syni þyngdur Kjartan Kjartansson skrifar 17. september 2020 16:55 Hæstiréttur Íslands taldi ástæðu til að þyngja refsingu mannsins. Vísir/Vilhelm Hæstiréttur þyngdi í dag fangelsisdóm yfir karlmanni á fertugsaldri sem var sakfelldur fyrir að nauðga eiginkonu sinni og brjóta gegn syni sínum. Maðurinn var dæmdur í sex ára fangelsi en hann braut einnig gegn nálgunarbanni gagnvart konunni með því að koma fyrir staðsetningartæki í bifreið hennar. Upphaflega var maðurinn dæmdur í fjögurra ára fangelsi í Héraðsdómi Reykjaness árið 2018 en Landsréttur mildaði refsingu hans í þrjú ár í september í fyrra. Maðurinn var sakfelldur fyrir að nauðga eiginkonu sinni í tvígang í febrúar árið 2016. Í annað skiptið svipti hann konuna frelsi eftir að hann misnotaði hana kynferðislega. Hann var einnig sakfelldur fyrir blygðunarsemisbrot og brot gegn barnaverndarlögum með því að hafa ítrekað horft á klámmyndir og fróað sér fyrir framan þá níu ára gamlan son sinn. Þá var hann dæmdur sekur um að hafa brotið 950 sinnum gegn nálgunarbanni með því að hafa komið fyrir GPS-eftirfararbúnaði í bíl konunnar. Fyrir Hæstarétti krafðist maðurinn þess að Landsréttardómurinn yrði ómerktur á þeim forsendum að þar hafi framburði sonar hans verið vikið til hliðar og hann ekki lagður til grundvallar við sönnunarmat. Framburður sonarins ættu jafnframt að leiða til sýknu af þeim ákærulið sem varðaði hann. Hæstiréttur taldi framburð sonarins þó fjarri því manninum í hag og það hafi síður en svo komið að sök fyrir manninn að Landsréttur hafi ekki tekið tillit til hans við sönnunarmat. Því hafnaði rétturinn ómerkingarkröfunni. Við ákvörðun refsingar mannsins í Hæstarétti var litið til þess að ásetningur hans við brotin hafi verið „styrkur og einbeittur“. Annað nauðgunarbrotið hafi verið framið á sérstaklega meiðandi hátt. Honum var einnig metið til refsiþyngingar að brotin beindust gegn eiginkonu hans og syni. Hæstiréttur taldi lagaheimild þó skorta til að líta til skilorðsbundinna dóma sem maðurinn hafði hlotið í Póllandi. Ákvað Hæstiréttur refsingu mannsins hæfilega sex ár í fangelsi en frá henni dregst gæsluvarðhald sem maðurinn sætti frá 23. febrúar til 4. mars 2016. Maðurinn þarf að greiða þrjá milljónir króna auk málskostnaðar. Dómsmál Kynferðisofbeldi Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira
Hæstiréttur þyngdi í dag fangelsisdóm yfir karlmanni á fertugsaldri sem var sakfelldur fyrir að nauðga eiginkonu sinni og brjóta gegn syni sínum. Maðurinn var dæmdur í sex ára fangelsi en hann braut einnig gegn nálgunarbanni gagnvart konunni með því að koma fyrir staðsetningartæki í bifreið hennar. Upphaflega var maðurinn dæmdur í fjögurra ára fangelsi í Héraðsdómi Reykjaness árið 2018 en Landsréttur mildaði refsingu hans í þrjú ár í september í fyrra. Maðurinn var sakfelldur fyrir að nauðga eiginkonu sinni í tvígang í febrúar árið 2016. Í annað skiptið svipti hann konuna frelsi eftir að hann misnotaði hana kynferðislega. Hann var einnig sakfelldur fyrir blygðunarsemisbrot og brot gegn barnaverndarlögum með því að hafa ítrekað horft á klámmyndir og fróað sér fyrir framan þá níu ára gamlan son sinn. Þá var hann dæmdur sekur um að hafa brotið 950 sinnum gegn nálgunarbanni með því að hafa komið fyrir GPS-eftirfararbúnaði í bíl konunnar. Fyrir Hæstarétti krafðist maðurinn þess að Landsréttardómurinn yrði ómerktur á þeim forsendum að þar hafi framburði sonar hans verið vikið til hliðar og hann ekki lagður til grundvallar við sönnunarmat. Framburður sonarins ættu jafnframt að leiða til sýknu af þeim ákærulið sem varðaði hann. Hæstiréttur taldi framburð sonarins þó fjarri því manninum í hag og það hafi síður en svo komið að sök fyrir manninn að Landsréttur hafi ekki tekið tillit til hans við sönnunarmat. Því hafnaði rétturinn ómerkingarkröfunni. Við ákvörðun refsingar mannsins í Hæstarétti var litið til þess að ásetningur hans við brotin hafi verið „styrkur og einbeittur“. Annað nauðgunarbrotið hafi verið framið á sérstaklega meiðandi hátt. Honum var einnig metið til refsiþyngingar að brotin beindust gegn eiginkonu hans og syni. Hæstiréttur taldi lagaheimild þó skorta til að líta til skilorðsbundinna dóma sem maðurinn hafði hlotið í Póllandi. Ákvað Hæstiréttur refsingu mannsins hæfilega sex ár í fangelsi en frá henni dregst gæsluvarðhald sem maðurinn sætti frá 23. febrúar til 4. mars 2016. Maðurinn þarf að greiða þrjá milljónir króna auk málskostnaðar.
Dómsmál Kynferðisofbeldi Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira