Nýliðar Fjölnis sækja sér Íslandsmeistarabakvörð Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. september 2020 15:00 Ariana Moorer var frábær í mikilvægustu leikjum Keflavíkurliðsins tímabilið 2016-17. vísir/andri marinó Ariana Moorer snýr aftur í íslenskan körfubolta en það muna margir eftir því þegar hún leiddi kornungt lið Keflavíkur til sigurs á Íslandsmóti og í bikarkeppni fyrir rúmum þremur árum. Nýliðar Fjölnis í Domino´s deild kvenna hafa fengið til sín nýjan bandarískan bakvörð fyrir átökin á komandi tímabili. Ariana Moorer hefur samið um að spila með Fjölni í Domino´s deild kvenna en deildin hefst í næstu viku. Fjölnir ætlaði að vera áfram með Ariel Hearn sem hjálpaði liðinu að komast upp um deild í fyrra. Hún meiddist illa á dögunum og getur ekki verið með liðinu í vetur. Ariana Moorer þekkir vel til í Domino´s deild kvenna því hún spilaði með Keflavík í deildinni tímabilið 2016-17. Ariana Moorer fór á kostum í úrslitakeppninni og hjálpaði Keflavík að vinna bæði Íslandsmeistaratitilinn og bikarmeistaratitilinn. Ariana Moorer hækkaði tölur sínar mikið frá deildarkeppninni. Þar var hún með 15,8 stig, 8,9 fráköst og 5,1 stoðsendingar að meðatali yfir í úrslitakeppnina þar sem hún bauð upp á 19,4 stig, 13,9 fráköst og 6,8 stoðsendingar að meðaltali. Framlagið hennar var 20,1 í leik í deildinni en 28,6 í leik í úrslitakeppninni. Ariana Moorer var líka frábær á úrslitastund hjá Keflavíkurliðinu þegar hún spilaði síðast á Íslandi. Ariana Moorer var með 26 stig, 15 fráköst og 7 stoðsendingar í bikarúrslitaleiknum þar sem Keflavík vann 65-62 sigur á Skallagrími. Ariana Moorer var með 29 stig, 19 fráköst og 5 stoðsendingar þegar Keflavíkurkonur tryggðu sér Íslandsmeistaratitilinn með sigri á Snæfelli 26. apríl 2017 sem var jafnframt hennar síðasti leikur hér á landi. Frá því að Ariana Moorer var síðast á Íslandi hefur hún spilaði í Grikklandi og í Ástralíu. Gríska liðið AO Sporting frá Aþenu leyfði henni að fara til tyrkneska félagsins Botasspor í janúar en svo kom kórónuveiran og tímabilið var blásið af. Það er mjög leitt að tilkynna að Ariel Hearn mun ekki geta spilað með okkur í vetur vegna meiðsla sem hún hlaut á...Posted by Fjölnir Karfa on Miðvikudagur, 16. september 2020 Dominos-deild kvenna Fjölnir Mest lesið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Enski boltinn Í beinni: Chelsea - Fulham | Ná heimamenn að pressa á Liverpool? Enski boltinn „Ég elska NFL deildina en jóladagur er okkar“ Körfubolti Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Fótbolti Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Fótbolti Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og fótbolti Sport 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Þúsundasta sendingin gripin og hlaupamet Michael Vick slegið Sport Fleiri fréttir „Ég elska NFL deildina en jóladagur er okkar“ 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Sjá meira
Ariana Moorer snýr aftur í íslenskan körfubolta en það muna margir eftir því þegar hún leiddi kornungt lið Keflavíkur til sigurs á Íslandsmóti og í bikarkeppni fyrir rúmum þremur árum. Nýliðar Fjölnis í Domino´s deild kvenna hafa fengið til sín nýjan bandarískan bakvörð fyrir átökin á komandi tímabili. Ariana Moorer hefur samið um að spila með Fjölni í Domino´s deild kvenna en deildin hefst í næstu viku. Fjölnir ætlaði að vera áfram með Ariel Hearn sem hjálpaði liðinu að komast upp um deild í fyrra. Hún meiddist illa á dögunum og getur ekki verið með liðinu í vetur. Ariana Moorer þekkir vel til í Domino´s deild kvenna því hún spilaði með Keflavík í deildinni tímabilið 2016-17. Ariana Moorer fór á kostum í úrslitakeppninni og hjálpaði Keflavík að vinna bæði Íslandsmeistaratitilinn og bikarmeistaratitilinn. Ariana Moorer hækkaði tölur sínar mikið frá deildarkeppninni. Þar var hún með 15,8 stig, 8,9 fráköst og 5,1 stoðsendingar að meðatali yfir í úrslitakeppnina þar sem hún bauð upp á 19,4 stig, 13,9 fráköst og 6,8 stoðsendingar að meðaltali. Framlagið hennar var 20,1 í leik í deildinni en 28,6 í leik í úrslitakeppninni. Ariana Moorer var líka frábær á úrslitastund hjá Keflavíkurliðinu þegar hún spilaði síðast á Íslandi. Ariana Moorer var með 26 stig, 15 fráköst og 7 stoðsendingar í bikarúrslitaleiknum þar sem Keflavík vann 65-62 sigur á Skallagrími. Ariana Moorer var með 29 stig, 19 fráköst og 5 stoðsendingar þegar Keflavíkurkonur tryggðu sér Íslandsmeistaratitilinn með sigri á Snæfelli 26. apríl 2017 sem var jafnframt hennar síðasti leikur hér á landi. Frá því að Ariana Moorer var síðast á Íslandi hefur hún spilaði í Grikklandi og í Ástralíu. Gríska liðið AO Sporting frá Aþenu leyfði henni að fara til tyrkneska félagsins Botasspor í janúar en svo kom kórónuveiran og tímabilið var blásið af. Það er mjög leitt að tilkynna að Ariel Hearn mun ekki geta spilað með okkur í vetur vegna meiðsla sem hún hlaut á...Posted by Fjölnir Karfa on Miðvikudagur, 16. september 2020
Dominos-deild kvenna Fjölnir Mest lesið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Enski boltinn Í beinni: Chelsea - Fulham | Ná heimamenn að pressa á Liverpool? Enski boltinn „Ég elska NFL deildina en jóladagur er okkar“ Körfubolti Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Fótbolti Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Fótbolti Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og fótbolti Sport 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Þúsundasta sendingin gripin og hlaupamet Michael Vick slegið Sport Fleiri fréttir „Ég elska NFL deildina en jóladagur er okkar“ 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Sjá meira
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum