Fyrirliði Flora Tallin setti pressuna yfir á KR Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. september 2020 13:30 Konstantin Vassiljev er bæði fyrirliði Flora Tallin og eistneska landsliðsins. Getty/Hendrik Osula Íslandsmeistarar KR geta komist áfram í þriðju umferð í forkeppni Evrópudeildarinnar í dag þegar liðið mætir eistnesku meisturunum Flora Tallin í Eistlandi. Leikur Flora Tallin og KR skiptir bæði félögin miklu máli peningalega ekki síst þar sem mótherjinn í þriðju umferðinni, annað hvort Linfield frá Norður Írlandi eða Floriana frá Möltu, gefur liðunum tækifæri á að komast enn lengra. Leikurinn skiptir íslenskan fótbolta líka miklu máli því komist KR ekki áfram gæti Ísland misst eitt af fjórum Evrópusætum sínum á næsta ári. Íslensku liðin hafa tapað öllum fjórum leikjum sínum í Evrópukeppnunum í ár. Eistneska landsliðið er 67 sætum á eftir því íslenska á nýjum styrkleikalista FIFA en frammistaða íslensku félaganna síðustu ár hefur ekki verið í samræmi við gengi landsliðsins. Eistarnir líta samt svo á að þeir séu litla liðið í dag. Konstantin Vassiljev, fyrirliði Flora Tallin, setti þannig pressuna yfir á KR á blaðamannafundi fyrir leikinn. View this post on Instagram MÄNGUPÄEV Täna kohtume Euroopa liiga II voorus KR Reykjavikuga! Meeskonna kapten Vassiljev lausus mängueelsel pressikonverentsil: Me ei pea pinget endale panema. Tihti ongi ju nii olnud, et Eesti klubid ei ole Euroopas edukad. Tahame muidugi väga, et läheks homme hästi ja selle mõttega ka mängule läheme. Tõmmake õhtul endale roheline särk selga ning elage meile kaasa ETV2 otseülekande vahendusel! : Brit Maria Tael A post shared by FC Flora Tallinn (@fcflora) on Sep 17, 2020 at 12:30am PDT „Það er engin pressa á okkur. Það hefur oftast verið þannig að eistnesku félögin hafa ekki verið að ná árangri í Evrópukeppnunum. Auðvitað viljum við gera vel í leiknum á morgun (í dag) og förum inn í þennan leik með því hugarfari,“ sagði Konstantin Vassiljev sem er frægasti fótboltamaður Eista. Konstantin Vassiljev er orðinn 36 ára gamall en hann hefur skorað 25 mörk í 121 landsleik fyrir Eista og hefur þrisvar sinnum verið kosinn knattspyrnumaður ársins í Eistlandi. Leikur Flora Tallin og KR fer fram fyrir luktum dyrum í Tallin í Eistlandi en Flora menn skoruðu á stuðningsmenn sína að horfa á leikinn í sjónvarpinu í grænum búningum félagsins. Evrópudeild UEFA Mest lesið Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Körfubolti Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Fótbolti „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Körfubolti Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Körfubolti Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Fótbolti ÍA - Álftanes | Kveðjuleikur á Vesturgötu Körfubolti Dæmd fyrir að stela greiðslukorti liðsfélaga Sport Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Íslenski boltinn Byrjunarlið Íslands: Ein breyting frá lokaleiknum á EM en ekkert óvænt Fótbolti Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Körfubolti Fleiri fréttir Belgarnir hennar Betu fengu skell Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Byrjunarlið Íslands: Ein breyting frá lokaleiknum á EM en ekkert óvænt Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum Sænska ungstirnið klárt í El Clásico vegna meiðsla Raphinha Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Benítez orðinn stjóri Sverris og sprengir launaskalann Ætla stelpurnar okkar með flugi eða á fleka á HM í Brasilíu? Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Sambandsdeildin | Logi í sigurliði og Crystal Palace lá á heimavelli Evrópudeildin | Elías hélt hreinu í Evrópudeildinni Freyr stýrði Brann til sigurs á Rangers og Albert skoraði Leik lokið: Breiðablik-KuPS 0-0 | Höskuldur klúðraði víti og Blikar bíða enn Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Messi framlengir samning sinn um þrjú ár Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Leiktíma Sverris breytt þrisvar í dag vegna veðurs Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Eiður dásamaði Caicedo í beinni á Brúnni „Ákveðið sjokk“ „Heiður að fá að vera í sama flokki og hann“ Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Guðrún líklegust til að koma til bjargar í eyðimörk „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Sjá meira
Íslandsmeistarar KR geta komist áfram í þriðju umferð í forkeppni Evrópudeildarinnar í dag þegar liðið mætir eistnesku meisturunum Flora Tallin í Eistlandi. Leikur Flora Tallin og KR skiptir bæði félögin miklu máli peningalega ekki síst þar sem mótherjinn í þriðju umferðinni, annað hvort Linfield frá Norður Írlandi eða Floriana frá Möltu, gefur liðunum tækifæri á að komast enn lengra. Leikurinn skiptir íslenskan fótbolta líka miklu máli því komist KR ekki áfram gæti Ísland misst eitt af fjórum Evrópusætum sínum á næsta ári. Íslensku liðin hafa tapað öllum fjórum leikjum sínum í Evrópukeppnunum í ár. Eistneska landsliðið er 67 sætum á eftir því íslenska á nýjum styrkleikalista FIFA en frammistaða íslensku félaganna síðustu ár hefur ekki verið í samræmi við gengi landsliðsins. Eistarnir líta samt svo á að þeir séu litla liðið í dag. Konstantin Vassiljev, fyrirliði Flora Tallin, setti þannig pressuna yfir á KR á blaðamannafundi fyrir leikinn. View this post on Instagram MÄNGUPÄEV Täna kohtume Euroopa liiga II voorus KR Reykjavikuga! Meeskonna kapten Vassiljev lausus mängueelsel pressikonverentsil: Me ei pea pinget endale panema. Tihti ongi ju nii olnud, et Eesti klubid ei ole Euroopas edukad. Tahame muidugi väga, et läheks homme hästi ja selle mõttega ka mängule läheme. Tõmmake õhtul endale roheline särk selga ning elage meile kaasa ETV2 otseülekande vahendusel! : Brit Maria Tael A post shared by FC Flora Tallinn (@fcflora) on Sep 17, 2020 at 12:30am PDT „Það er engin pressa á okkur. Það hefur oftast verið þannig að eistnesku félögin hafa ekki verið að ná árangri í Evrópukeppnunum. Auðvitað viljum við gera vel í leiknum á morgun (í dag) og förum inn í þennan leik með því hugarfari,“ sagði Konstantin Vassiljev sem er frægasti fótboltamaður Eista. Konstantin Vassiljev er orðinn 36 ára gamall en hann hefur skorað 25 mörk í 121 landsleik fyrir Eista og hefur þrisvar sinnum verið kosinn knattspyrnumaður ársins í Eistlandi. Leikur Flora Tallin og KR fer fram fyrir luktum dyrum í Tallin í Eistlandi en Flora menn skoruðu á stuðningsmenn sína að horfa á leikinn í sjónvarpinu í grænum búningum félagsins.
Evrópudeild UEFA Mest lesið Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Körfubolti Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Fótbolti „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Körfubolti Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Körfubolti Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Fótbolti ÍA - Álftanes | Kveðjuleikur á Vesturgötu Körfubolti Dæmd fyrir að stela greiðslukorti liðsfélaga Sport Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Íslenski boltinn Byrjunarlið Íslands: Ein breyting frá lokaleiknum á EM en ekkert óvænt Fótbolti Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Körfubolti Fleiri fréttir Belgarnir hennar Betu fengu skell Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Byrjunarlið Íslands: Ein breyting frá lokaleiknum á EM en ekkert óvænt Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum Sænska ungstirnið klárt í El Clásico vegna meiðsla Raphinha Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Benítez orðinn stjóri Sverris og sprengir launaskalann Ætla stelpurnar okkar með flugi eða á fleka á HM í Brasilíu? Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Sambandsdeildin | Logi í sigurliði og Crystal Palace lá á heimavelli Evrópudeildin | Elías hélt hreinu í Evrópudeildinni Freyr stýrði Brann til sigurs á Rangers og Albert skoraði Leik lokið: Breiðablik-KuPS 0-0 | Höskuldur klúðraði víti og Blikar bíða enn Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Messi framlengir samning sinn um þrjú ár Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Leiktíma Sverris breytt þrisvar í dag vegna veðurs Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Eiður dásamaði Caicedo í beinni á Brúnni „Ákveðið sjokk“ „Heiður að fá að vera í sama flokki og hann“ Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Guðrún líklegust til að koma til bjargar í eyðimörk „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Sjá meira