Vill klára viðræður áður en samningar renna út Sunna Sæmundsdóttir skrifar 16. september 2020 20:30 Aðalsteinn Leifsson, ríkissáttasemjari. Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson Vonir standa til þess að fækka megi fundum í kjaraviðræðum, stytta þær og gera skilvirkari með skýrslum kjaratölfræðinefndar. Í þeim má finna heildstæða samantekt á gildandi kjarasamningum, síðustu launabreytingum og hvaða áhrif þær hafa haft á mismunandi hópa. Atriði sem jafnan hafa verið deilumál áður en eiginlegar viðræður hefjast. Kjaratölfræðinefnd skilaði sinni fyrstu skýrslu í dag. Nefndin var skipuð í fyrra og í henni eiga sæti fulltrúar stjórnvalda og vinnumarkaðar. Drífa Snædal, foresti ASÍ, segir skýrsluna virðast vel unna og nógu trausta til að leggja til grundvallar í kjaraviðræðum. Hún vonast til þess að stytta megi kjaraviðræður með þessu nýja verkfæri. „Það er afskaplega tímafrekt í kjaraviðræðum að afla gagna um árangur síðustu samninga og hvaða hópar hafa notið þeirra kjarabóta sem um var samið. Þannig að þetta styttir okkur leið," segir Drífa. Drífa telur þessa fyrstu skýrslu einmitt sýna að markmið síðustu kjarasamninga hafi náðst. „Þeir hópar sem áttu að fá mest út úr þeim kjarasamingum eru sannarlega að gera það. Það er að segja að lægstu laun á markaðnum voru hækkuð," segir Drífa. Samkvæmt skýrslunni hafa félagsmenn ASÍ sem starfa hjá Reykjavíkurborg notið mestar kaupmáttaraukningar frá síðustu samningum, eða um sextán prósent. Um áttatíu prósent félagsmanna ASÍ sem starfa hjá borginni og sveitarfélögum eru með laun á bilinu 350 til 400 þúsund krónur. Drífa Snædal, forseti ASÍ.Foto: Baldur Hrafnkell/Baldur Hrafnkell Jónsson Ríkissáttasemjari segir kjaraviðræður taka að jafnaði skemmri tíma á Norðurlöndum, þar sem gögn sem þessi eru til staðar. Með þessu megi vonandi fækka fundum og stytta viðræður. „Tímabilið sem fer í viðræður er mjög langt á Íslandi. Í kringum þessa síðustu samningalotu hjá ríkissáttasemjara voru vel yfir fjögur hundruð fundir. Fyrir utan rúmlega eitt hundrað fundi sem við héldum án þess að málum hafi verið sérstaklega vísað til okkar. Þetta er gríðarleg vinna sem fer í fundina og vinnuna á milli þeirra og allir munu njóta góðs af því ef við getum gert þessa þetta markvissara," segir Aðalsteinn Leifsson, ríkissáttasemjari. Hann vill stefna að því að viðræður séu almennt kláraðar áður en samningar renna út. „Það er æskilegt að samningur taki við af samningi. Á Íslandi gerist það hartnær aldrei en það er normið í löndunum í kringum okkur," segir Aðalsteinn. Kjaramál Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin Innlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Fleiri fréttir Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Kom ekki nálægt innanhússtillögu sáttasemjara Fundað á ný í kennaradeilu Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Sjá meira
Vonir standa til þess að fækka megi fundum í kjaraviðræðum, stytta þær og gera skilvirkari með skýrslum kjaratölfræðinefndar. Í þeim má finna heildstæða samantekt á gildandi kjarasamningum, síðustu launabreytingum og hvaða áhrif þær hafa haft á mismunandi hópa. Atriði sem jafnan hafa verið deilumál áður en eiginlegar viðræður hefjast. Kjaratölfræðinefnd skilaði sinni fyrstu skýrslu í dag. Nefndin var skipuð í fyrra og í henni eiga sæti fulltrúar stjórnvalda og vinnumarkaðar. Drífa Snædal, foresti ASÍ, segir skýrsluna virðast vel unna og nógu trausta til að leggja til grundvallar í kjaraviðræðum. Hún vonast til þess að stytta megi kjaraviðræður með þessu nýja verkfæri. „Það er afskaplega tímafrekt í kjaraviðræðum að afla gagna um árangur síðustu samninga og hvaða hópar hafa notið þeirra kjarabóta sem um var samið. Þannig að þetta styttir okkur leið," segir Drífa. Drífa telur þessa fyrstu skýrslu einmitt sýna að markmið síðustu kjarasamninga hafi náðst. „Þeir hópar sem áttu að fá mest út úr þeim kjarasamingum eru sannarlega að gera það. Það er að segja að lægstu laun á markaðnum voru hækkuð," segir Drífa. Samkvæmt skýrslunni hafa félagsmenn ASÍ sem starfa hjá Reykjavíkurborg notið mestar kaupmáttaraukningar frá síðustu samningum, eða um sextán prósent. Um áttatíu prósent félagsmanna ASÍ sem starfa hjá borginni og sveitarfélögum eru með laun á bilinu 350 til 400 þúsund krónur. Drífa Snædal, forseti ASÍ.Foto: Baldur Hrafnkell/Baldur Hrafnkell Jónsson Ríkissáttasemjari segir kjaraviðræður taka að jafnaði skemmri tíma á Norðurlöndum, þar sem gögn sem þessi eru til staðar. Með þessu megi vonandi fækka fundum og stytta viðræður. „Tímabilið sem fer í viðræður er mjög langt á Íslandi. Í kringum þessa síðustu samningalotu hjá ríkissáttasemjara voru vel yfir fjögur hundruð fundir. Fyrir utan rúmlega eitt hundrað fundi sem við héldum án þess að málum hafi verið sérstaklega vísað til okkar. Þetta er gríðarleg vinna sem fer í fundina og vinnuna á milli þeirra og allir munu njóta góðs af því ef við getum gert þessa þetta markvissara," segir Aðalsteinn Leifsson, ríkissáttasemjari. Hann vill stefna að því að viðræður séu almennt kláraðar áður en samningar renna út. „Það er æskilegt að samningur taki við af samningi. Á Íslandi gerist það hartnær aldrei en það er normið í löndunum í kringum okkur," segir Aðalsteinn.
Kjaramál Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin Innlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Fleiri fréttir Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Kom ekki nálægt innanhússtillögu sáttasemjara Fundað á ný í kennaradeilu Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Sjá meira