Kommúnistaflokkurinn þjarmar að einkafyrirtækjum Samúel Karl Ólason skrifar 16. september 2020 11:10 Xi Jinping, forseti Kína. AP/Mark Schiefelbein Forsvarsmenn Kommúnistaflokks Kína hafa að undanförnu verið að þjarma að einkafyrirtækjum landsins og krafist hollustu frá þeim. Flokkurinn hefur reynt að herða tökin á fyrirtækjum með því að eignast hluta í þeim eða koma útsendurum fyrir í æðstu stöðum þeirra. Kommúnistaflokkurinn gaf í gær út viðmiðunarreglur um það hvernig einkafyrirtæki eigi að snúa sér varðandi pólitík. Tilefni útgáfunnar var, samkvæmt frétt Reuters, ytri ógnanir gegn Kína, eins og deilur ríkisins við Bandaríkin, og heimsfaraldur nýju kórónuveirunnar. Þar að auki voru viðmiðunarreglurnar gefnar út vegna áhættu af fjölbreyttari gildum og áhugasviðum frumkvöðla. Viðmiðunarreglurnar voru birtar af Xinhua fréttaveitunni, sem er í eigu ríkisins. Þar segir að forsvarsmenn einkafyrirtækja verði að haga sér í takt við Kommúnistaflokksins, stefnu hans og reglur. Einkafyrirtæki eru einnig hvött til að taka þátt í áherslum ríkisins, eins og viðskiptaverkefninu opinbera, Belti og braut. Ríkið myndi bæta viðskiptaumhverfi einkafyrirtækja. Í frétt Bloomberg segir að Kommúnistaflokkurinn hafi reynt að herða tak sitt á hagkerfi Kína. Um 60 prósent vergrar landsframleiðslu Kína má rekja til einkafyrirtækja og um 80 prósent vinnandi fólks í þéttbýlum vinna hjá einkafyrirtækjum. Þessi fyrirtæki hafa átt undir högg að sækja að undanförnu. Bæði vegna breyttra áherslna ríkisins í Kína og vegna faraldurs nýju kórónuveirunnar og viðskiptadeilna Kína og Bandaríkjanna. Óljósar línur á milli einkafyrirtækja og hins opinbera í Kína er eitt af grundvallaratriðum í deilum Kína og Bandaríkjanna. Ráðamenn í Bandaríkjunum og víðar sjá fyrirtæki eins og Huawei sem tól hins opinbera og þar með Kommúnistaflokks Kína. Kína Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Erlent Fleiri fréttir Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Sjá meira
Forsvarsmenn Kommúnistaflokks Kína hafa að undanförnu verið að þjarma að einkafyrirtækjum landsins og krafist hollustu frá þeim. Flokkurinn hefur reynt að herða tökin á fyrirtækjum með því að eignast hluta í þeim eða koma útsendurum fyrir í æðstu stöðum þeirra. Kommúnistaflokkurinn gaf í gær út viðmiðunarreglur um það hvernig einkafyrirtæki eigi að snúa sér varðandi pólitík. Tilefni útgáfunnar var, samkvæmt frétt Reuters, ytri ógnanir gegn Kína, eins og deilur ríkisins við Bandaríkin, og heimsfaraldur nýju kórónuveirunnar. Þar að auki voru viðmiðunarreglurnar gefnar út vegna áhættu af fjölbreyttari gildum og áhugasviðum frumkvöðla. Viðmiðunarreglurnar voru birtar af Xinhua fréttaveitunni, sem er í eigu ríkisins. Þar segir að forsvarsmenn einkafyrirtækja verði að haga sér í takt við Kommúnistaflokksins, stefnu hans og reglur. Einkafyrirtæki eru einnig hvött til að taka þátt í áherslum ríkisins, eins og viðskiptaverkefninu opinbera, Belti og braut. Ríkið myndi bæta viðskiptaumhverfi einkafyrirtækja. Í frétt Bloomberg segir að Kommúnistaflokkurinn hafi reynt að herða tak sitt á hagkerfi Kína. Um 60 prósent vergrar landsframleiðslu Kína má rekja til einkafyrirtækja og um 80 prósent vinnandi fólks í þéttbýlum vinna hjá einkafyrirtækjum. Þessi fyrirtæki hafa átt undir högg að sækja að undanförnu. Bæði vegna breyttra áherslna ríkisins í Kína og vegna faraldurs nýju kórónuveirunnar og viðskiptadeilna Kína og Bandaríkjanna. Óljósar línur á milli einkafyrirtækja og hins opinbera í Kína er eitt af grundvallaratriðum í deilum Kína og Bandaríkjanna. Ráðamenn í Bandaríkjunum og víðar sjá fyrirtæki eins og Huawei sem tól hins opinbera og þar með Kommúnistaflokks Kína.
Kína Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Erlent Fleiri fréttir Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Sjá meira