Sagði að Covid myndi hverfa vegna „hjarðeðlis“ Samúel Karl Ólason skrifar 16. september 2020 07:14 Donald Trump og George Stephanopoulos á sviði í gær. AP/Evan Vucci Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, svaraði spurningum á sjónvörpuðum borgarafundi í gærkvöldi þar sem hann sagðist meðal annars ekki hafa gert lítið úr heimsfaraldri nýju kórónuveirunnar. Þess í stað hefði hann gert mikið úr faraldrinum. Hann gagnrýndi einnig grímunotkun og hélt því fram að Covid-19 myndi hverfa vegna „hjarðeðlis“. Þar átti hann líklegast við „hjarðónæmi“ (herd immunity) en sagði „hjarðeðli“ (herd mentality) og endurtók það nokkrum sinnum. Trump sagði að með eða án bóluefnis, þá myndi veiran hverfa, vegna hjarðeðlis. George Stephanopoulos, sem stýrði fundinum, sagði að það fæli einnig í sér mörg dauðsföll. „Þú þróar, þó þróar hjarð…, eins og hjarðeðli. Þetta verður hjarðþróað og það mun gerast. Þetta mun allt gerast. En, með bóluefni, held ég að þetta muni hverfa mjög fljótt.“ Hjarðónæmi er það þegar nægilega margir hafa smitast af veiki og mynda þar með ónæmi, til að hamla útbreiðslu viðkomandi veiki. Því fleiri sem eru ónæmir, því erfiðara er fyrir veiki eins og Covid-19 að dreifa úr sér. Trump þvertók einnig fyrir að hafa gert lítið úr faraldrinum, eins og hann sagði blaðamanninum Bob Woodward að hann hefði gert og hann hefur síðan viðurkennt að hafa gert. Þess í stað sagðist Trump hafa gert of mikið úr faraldrinum. Um vika er síðan Trump viðurkenndi að hafa vísvitandi gert lítið úr faraldrinum þegar hann byrjaði að dreifa úr sér um Bandaríkin í vetur. Markmiðið hafi verið að valda ekki skelfingu. Í viðtali við Woodward sagði Trump þó að veiran væri hættuleg og skaðleg. „Maður andar bara að sér loftinu og þannig smitast hún. Þannig að þessi er mjög snúin. Þessi er mjög vandmeðfarin. Hún er líka banvænni en jafnvel flensan. Þetta er banvænt dót,“ sagði Trump við Woodward í símtali 7. febrúar. Um sama leyti sagði Trump hins vegar bandarísku þjóðinni að stjórnvöld hefðu fulla stjórn á faraldrinum, veiran ætti eftir að hverfa eins og dögg fyrir sólu og að hún væri hvort eð er engu hættulegri en árstíðarbundin inflúensa. Á fundinum í gærkvöldi virtist Trump þó ekki vilja kannast við að hafa gert lítið úr faraldrinum, né það að hafa viðurkennt það áður. „Sko, ég gerði ekki lítið úr honum. Í rauninni, á margan hátt, gerði ég mikið úr honum, þegar snýr að aðgerðum,“ sagði Trump. „Aðgerðir mínar voru mjög sterkar. Ég er ekki að reyna að vera óheiðarlegur. Ég vil að fólk verði ekki hrætt.“ Um 196 þúsund manns hafa dáið í Bandaríkjunum vegna Covid-19, fleiri en nokkurs staðar annars staðar. Eins og svo oft áður fór forsetinn mjög svo frjálslega með staðreyndir. Hér má sjá Daniel Dale, fréttamann CNN, hlaupa yfir það sem Trump sagði ósatt á fundinum í gær. Dale hefur fylgt Trump náið eftir allt frá því hann tilkynnti framboð sitt og farið yfir ræður hans og yfirlýsingar. Another tour de force from @ddale8 fact-checking a torrent of lies pic.twitter.com/xDxKI32ef8— Josh Campbell (@joshscampbell) September 16, 2020 Donald Trump Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Notuðu rússneska þotu í framboðsauglýsingu Nefnd sem sér um að safna fjármunum fyrir forsetaframboð Donald Trump forseta Bandaríkjanna hefur fjarlægt auglýsingu þar sem hvatt var til stuðnings við bandaríska hermenn. 15. september 2020 14:41 „Ég held að vísindin viti það ekki, í rauninni“ Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, endurvakti í gær afstöðu sína um að slæm umhirða skóga leiði til gróðurelda og að þörf sé á að raka skóglendi til að sporna gegn þeim. 15. september 2020 07:54 Trump ávarpar grímulausa fundargesti: „Við munum auðveldlega sigrast á Kína-veirunni“ Þvert á ríkisreglur og tilmæli hans eigin stjórnar hélt Donald Trump Bandaríkjaforseti í gær fjöldafund innanhúss, þar sem gestir fundarins stóðu þétt saman án þess að bera grímur fyrir vitum. Trump upplýsti fundargestina í Nevada að þjóðin væri við það að sigrast á faraldrinum. 14. september 2020 23:17 Gróðureldar orðnir að pólitísku bitbeini Íbúar Kaliforníu, Oregon og Washington hafa orðið fyrir barðinu á sögulegu eldhafi en eldarnir hafa brunnið hraðar og meira en nokkru sinni áður. Eldarnir hafa þó orðið að pólitísku bitbeini milli Demókrata og Repúblikana. 14. september 2020 08:36 Mest lesið Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Fleiri fréttir „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, svaraði spurningum á sjónvörpuðum borgarafundi í gærkvöldi þar sem hann sagðist meðal annars ekki hafa gert lítið úr heimsfaraldri nýju kórónuveirunnar. Þess í stað hefði hann gert mikið úr faraldrinum. Hann gagnrýndi einnig grímunotkun og hélt því fram að Covid-19 myndi hverfa vegna „hjarðeðlis“. Þar átti hann líklegast við „hjarðónæmi“ (herd immunity) en sagði „hjarðeðli“ (herd mentality) og endurtók það nokkrum sinnum. Trump sagði að með eða án bóluefnis, þá myndi veiran hverfa, vegna hjarðeðlis. George Stephanopoulos, sem stýrði fundinum, sagði að það fæli einnig í sér mörg dauðsföll. „Þú þróar, þó þróar hjarð…, eins og hjarðeðli. Þetta verður hjarðþróað og það mun gerast. Þetta mun allt gerast. En, með bóluefni, held ég að þetta muni hverfa mjög fljótt.“ Hjarðónæmi er það þegar nægilega margir hafa smitast af veiki og mynda þar með ónæmi, til að hamla útbreiðslu viðkomandi veiki. Því fleiri sem eru ónæmir, því erfiðara er fyrir veiki eins og Covid-19 að dreifa úr sér. Trump þvertók einnig fyrir að hafa gert lítið úr faraldrinum, eins og hann sagði blaðamanninum Bob Woodward að hann hefði gert og hann hefur síðan viðurkennt að hafa gert. Þess í stað sagðist Trump hafa gert of mikið úr faraldrinum. Um vika er síðan Trump viðurkenndi að hafa vísvitandi gert lítið úr faraldrinum þegar hann byrjaði að dreifa úr sér um Bandaríkin í vetur. Markmiðið hafi verið að valda ekki skelfingu. Í viðtali við Woodward sagði Trump þó að veiran væri hættuleg og skaðleg. „Maður andar bara að sér loftinu og þannig smitast hún. Þannig að þessi er mjög snúin. Þessi er mjög vandmeðfarin. Hún er líka banvænni en jafnvel flensan. Þetta er banvænt dót,“ sagði Trump við Woodward í símtali 7. febrúar. Um sama leyti sagði Trump hins vegar bandarísku þjóðinni að stjórnvöld hefðu fulla stjórn á faraldrinum, veiran ætti eftir að hverfa eins og dögg fyrir sólu og að hún væri hvort eð er engu hættulegri en árstíðarbundin inflúensa. Á fundinum í gærkvöldi virtist Trump þó ekki vilja kannast við að hafa gert lítið úr faraldrinum, né það að hafa viðurkennt það áður. „Sko, ég gerði ekki lítið úr honum. Í rauninni, á margan hátt, gerði ég mikið úr honum, þegar snýr að aðgerðum,“ sagði Trump. „Aðgerðir mínar voru mjög sterkar. Ég er ekki að reyna að vera óheiðarlegur. Ég vil að fólk verði ekki hrætt.“ Um 196 þúsund manns hafa dáið í Bandaríkjunum vegna Covid-19, fleiri en nokkurs staðar annars staðar. Eins og svo oft áður fór forsetinn mjög svo frjálslega með staðreyndir. Hér má sjá Daniel Dale, fréttamann CNN, hlaupa yfir það sem Trump sagði ósatt á fundinum í gær. Dale hefur fylgt Trump náið eftir allt frá því hann tilkynnti framboð sitt og farið yfir ræður hans og yfirlýsingar. Another tour de force from @ddale8 fact-checking a torrent of lies pic.twitter.com/xDxKI32ef8— Josh Campbell (@joshscampbell) September 16, 2020
Donald Trump Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Notuðu rússneska þotu í framboðsauglýsingu Nefnd sem sér um að safna fjármunum fyrir forsetaframboð Donald Trump forseta Bandaríkjanna hefur fjarlægt auglýsingu þar sem hvatt var til stuðnings við bandaríska hermenn. 15. september 2020 14:41 „Ég held að vísindin viti það ekki, í rauninni“ Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, endurvakti í gær afstöðu sína um að slæm umhirða skóga leiði til gróðurelda og að þörf sé á að raka skóglendi til að sporna gegn þeim. 15. september 2020 07:54 Trump ávarpar grímulausa fundargesti: „Við munum auðveldlega sigrast á Kína-veirunni“ Þvert á ríkisreglur og tilmæli hans eigin stjórnar hélt Donald Trump Bandaríkjaforseti í gær fjöldafund innanhúss, þar sem gestir fundarins stóðu þétt saman án þess að bera grímur fyrir vitum. Trump upplýsti fundargestina í Nevada að þjóðin væri við það að sigrast á faraldrinum. 14. september 2020 23:17 Gróðureldar orðnir að pólitísku bitbeini Íbúar Kaliforníu, Oregon og Washington hafa orðið fyrir barðinu á sögulegu eldhafi en eldarnir hafa brunnið hraðar og meira en nokkru sinni áður. Eldarnir hafa þó orðið að pólitísku bitbeini milli Demókrata og Repúblikana. 14. september 2020 08:36 Mest lesið Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Fleiri fréttir „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Sjá meira
Notuðu rússneska þotu í framboðsauglýsingu Nefnd sem sér um að safna fjármunum fyrir forsetaframboð Donald Trump forseta Bandaríkjanna hefur fjarlægt auglýsingu þar sem hvatt var til stuðnings við bandaríska hermenn. 15. september 2020 14:41
„Ég held að vísindin viti það ekki, í rauninni“ Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, endurvakti í gær afstöðu sína um að slæm umhirða skóga leiði til gróðurelda og að þörf sé á að raka skóglendi til að sporna gegn þeim. 15. september 2020 07:54
Trump ávarpar grímulausa fundargesti: „Við munum auðveldlega sigrast á Kína-veirunni“ Þvert á ríkisreglur og tilmæli hans eigin stjórnar hélt Donald Trump Bandaríkjaforseti í gær fjöldafund innanhúss, þar sem gestir fundarins stóðu þétt saman án þess að bera grímur fyrir vitum. Trump upplýsti fundargestina í Nevada að þjóðin væri við það að sigrast á faraldrinum. 14. september 2020 23:17
Gróðureldar orðnir að pólitísku bitbeini Íbúar Kaliforníu, Oregon og Washington hafa orðið fyrir barðinu á sögulegu eldhafi en eldarnir hafa brunnið hraðar og meira en nokkru sinni áður. Eldarnir hafa þó orðið að pólitísku bitbeini milli Demókrata og Repúblikana. 14. september 2020 08:36