Silkimjúk sending frá Martin þegar Valencia komst í úrslitaleikinn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. september 2020 11:00 Martin Hermannsson er farinn að láta til sín taka hjá spænska liðinu Valencia Basket. Hann á síðan afmæli í dag. Getty/JM Casares Martin Hermannsson missti ekki af úrslitaleik með Alba Berlin á síðustu leiktíð og hann er kominn í sinn fyrsta úrslitaleik með Valencia á Spáni. Valencia vann átta stiga sigur á þýska liðinu Bayern München, 84-76, í æfingamóti á vegum EuroLeague deildarinnar. Mótið heitir „We’re Back“ EuroLeague eða „Við erum mætt aftur“ æfingamótið. Martin Hermannsson er þegar kominn í stórt hlutverk hjá sínu nýja félagi en hann var í byrjunarliðinu og endaði leikinn með 12 stig og 4 stoðsendingar. Ein af stoðsendingunum hans vakti sérstaka athygli en sú var silkimjúk og var tekin fyrir á Twitter-síðu EuroLeague eins og sjá má hér fyrir neðan. That is silky smooth from @hermannsson15!#7DAYSMagicMoment pic.twitter.com/jyDBhC9XXR— Turkish Airlines EuroLeague (@EuroLeague) September 15, 2020 Martin spilaði alls í 19 mínútur í leiknum og hitti úr 3 af 5 skotum utan af velli og úr öllum vítunum. Hann var einnig með 2 stolna bolta og 2 fráköst og alls fimmtán framlagsstig. Martin heldur síðan upp á 26 ára afmælið sitt í dag. Valencia tók frumkvæðið snemma leiks, var 24-18 yfir eftir fyrsta leikhluta og 44-36 yfir í hálfleik. Bayern minnkaði muninn í þrjú stig í þriðja leikhlutanum, 63-60, en Valencia liðið náði strax aftur tíu stiga forskot, 73-63. Mike Tobey skoraði 17 stig fyrir Valencia og Bojan Dubljevic var með 15 stig. Umræddur Bojan Dubljevic tróð boltanum einmitt í körfuna eftir fyrrnefnda silkimjúka sendingu frá Martin. Martin Hermannsson og félagar í Valencia mæta ASVEL Basket frá Frakklandi í úrslitaleik mótsins en það lið kemur frá Lyon og Villeurbanne. Olympiacos og Bayern spila aftur á móti um þriðja sætið. Hér fyrir neðan má sjá svipmyndir úr leiknum og um leið fleiri tilþrif frá Martin þar á meðal körfu sem hann skoraði af harðfylgni og fékk víti að auki. Highlights...@valenciabasket books its place in the Championship Game at home!#EuroLeagueisBack pic.twitter.com/vEY4YTlSQx— Turkish Airlines EuroLeague (@EuroLeague) September 15, 2020 Spænski körfuboltinn Mest lesið „Álftanes er með dýrt lið” Körfubolti Hagaði sér eins og MMA-bardagahetja í fótboltaleik Enski boltinn McLaren ætlar að nota heilbrigða skynsemi í ákvörðunum sínum Formúla 1 Hislop með krabbamein Enski boltinn Yngri bróðir Mbappé reddaði málunum fyrir Hákon og félaga í kvöld Fótbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Svona eru riðlarnir á HM í fótbolta 2026 Fótbolti Uppgjörið:Keflavík - KR 104-85| Auðvelt hjá Keflavík - Vandræði KR halda áfram Körfubolti Trump fékk Friðarverðlaunin og setti verðlaunapeninginn strax um hálsinn Fótbolti Dönsk táningastelpa að slá í gegn á EM í sundi Sport Fleiri fréttir „Álftanes er með dýrt lið” Blikar unnu í Grafarvogi og fimm lið eru jöfn á toppnum Uppgjörið:Keflavík - KR 104-85| Auðvelt hjá Keflavík - Vandræði KR halda áfram Uppgjör: Tindastóll-ÍA 102-87 | Stólarnir unnu bangsaleikinn Uppgjörið: Valur - Njarðvík 94-86 | Valur átti síðasta áhlaupið og tryggði sér sigurinn Uppgjör: ÍR-Álftanes 97-86 | Skoruðu tíu fleiri þrista Sjáðu böngsunum rigna í Síkinu í kvöld Frumsýna skemmtilegan gæðaleikmann í Breiðholti Spenna í Dalnum fyrir nýjum Kana 19 ára og 1.300 leikja hrina Lebrons á enda „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Hilmar með fínan leik í bikarsigri Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 95-74| Aldrei í hættu hjá Njarðvíkingum Botnlið Hamars/Þórs nálægt sigri í Grindavík Böngsum mun rigna á Króknum á föstudaginn Losa sig við goðsögn: „Var að frétta að ég verð sendur heim“ Keishana: Allir sigrar eru yfirlýsing KR með yfirburði í nýliðaslag og Haukar rétt sluppu á Króknum Uppgjör: Valur - Keflavík 92-95 | Keflavík vann toppslaginn á Hlíðarenda Valur fær manninn sem tryggði Tindastóli titilinn á Hlíðarenda Litli bróðir Stephen Curry til Golden State „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Ítalir hleyptu D-riðlinum upp í loft Uppgjörið: Ísland - Bretland 84-90 | Þungt tap í Höllinni „Verðum að mæta tilbúnir“ Smellti kossi á mömmu sína sem birtist óvænt fyrir leik Doncic skoraði 35 stig gegn Dallas „Eini hópurinn sem hjálpaði mér að vera ég sjálfur“ Uppgjörið: Grindavík-Keflavík 95-103 | Keflavíkurkonur sýndu styrk sinn í Grindavík Stólarnir með annan sigurinn í röð Sjá meira
Martin Hermannsson missti ekki af úrslitaleik með Alba Berlin á síðustu leiktíð og hann er kominn í sinn fyrsta úrslitaleik með Valencia á Spáni. Valencia vann átta stiga sigur á þýska liðinu Bayern München, 84-76, í æfingamóti á vegum EuroLeague deildarinnar. Mótið heitir „We’re Back“ EuroLeague eða „Við erum mætt aftur“ æfingamótið. Martin Hermannsson er þegar kominn í stórt hlutverk hjá sínu nýja félagi en hann var í byrjunarliðinu og endaði leikinn með 12 stig og 4 stoðsendingar. Ein af stoðsendingunum hans vakti sérstaka athygli en sú var silkimjúk og var tekin fyrir á Twitter-síðu EuroLeague eins og sjá má hér fyrir neðan. That is silky smooth from @hermannsson15!#7DAYSMagicMoment pic.twitter.com/jyDBhC9XXR— Turkish Airlines EuroLeague (@EuroLeague) September 15, 2020 Martin spilaði alls í 19 mínútur í leiknum og hitti úr 3 af 5 skotum utan af velli og úr öllum vítunum. Hann var einnig með 2 stolna bolta og 2 fráköst og alls fimmtán framlagsstig. Martin heldur síðan upp á 26 ára afmælið sitt í dag. Valencia tók frumkvæðið snemma leiks, var 24-18 yfir eftir fyrsta leikhluta og 44-36 yfir í hálfleik. Bayern minnkaði muninn í þrjú stig í þriðja leikhlutanum, 63-60, en Valencia liðið náði strax aftur tíu stiga forskot, 73-63. Mike Tobey skoraði 17 stig fyrir Valencia og Bojan Dubljevic var með 15 stig. Umræddur Bojan Dubljevic tróð boltanum einmitt í körfuna eftir fyrrnefnda silkimjúka sendingu frá Martin. Martin Hermannsson og félagar í Valencia mæta ASVEL Basket frá Frakklandi í úrslitaleik mótsins en það lið kemur frá Lyon og Villeurbanne. Olympiacos og Bayern spila aftur á móti um þriðja sætið. Hér fyrir neðan má sjá svipmyndir úr leiknum og um leið fleiri tilþrif frá Martin þar á meðal körfu sem hann skoraði af harðfylgni og fékk víti að auki. Highlights...@valenciabasket books its place in the Championship Game at home!#EuroLeagueisBack pic.twitter.com/vEY4YTlSQx— Turkish Airlines EuroLeague (@EuroLeague) September 15, 2020
Spænski körfuboltinn Mest lesið „Álftanes er með dýrt lið” Körfubolti Hagaði sér eins og MMA-bardagahetja í fótboltaleik Enski boltinn McLaren ætlar að nota heilbrigða skynsemi í ákvörðunum sínum Formúla 1 Hislop með krabbamein Enski boltinn Yngri bróðir Mbappé reddaði málunum fyrir Hákon og félaga í kvöld Fótbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Svona eru riðlarnir á HM í fótbolta 2026 Fótbolti Uppgjörið:Keflavík - KR 104-85| Auðvelt hjá Keflavík - Vandræði KR halda áfram Körfubolti Trump fékk Friðarverðlaunin og setti verðlaunapeninginn strax um hálsinn Fótbolti Dönsk táningastelpa að slá í gegn á EM í sundi Sport Fleiri fréttir „Álftanes er með dýrt lið” Blikar unnu í Grafarvogi og fimm lið eru jöfn á toppnum Uppgjörið:Keflavík - KR 104-85| Auðvelt hjá Keflavík - Vandræði KR halda áfram Uppgjör: Tindastóll-ÍA 102-87 | Stólarnir unnu bangsaleikinn Uppgjörið: Valur - Njarðvík 94-86 | Valur átti síðasta áhlaupið og tryggði sér sigurinn Uppgjör: ÍR-Álftanes 97-86 | Skoruðu tíu fleiri þrista Sjáðu böngsunum rigna í Síkinu í kvöld Frumsýna skemmtilegan gæðaleikmann í Breiðholti Spenna í Dalnum fyrir nýjum Kana 19 ára og 1.300 leikja hrina Lebrons á enda „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Hilmar með fínan leik í bikarsigri Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 95-74| Aldrei í hættu hjá Njarðvíkingum Botnlið Hamars/Þórs nálægt sigri í Grindavík Böngsum mun rigna á Króknum á föstudaginn Losa sig við goðsögn: „Var að frétta að ég verð sendur heim“ Keishana: Allir sigrar eru yfirlýsing KR með yfirburði í nýliðaslag og Haukar rétt sluppu á Króknum Uppgjör: Valur - Keflavík 92-95 | Keflavík vann toppslaginn á Hlíðarenda Valur fær manninn sem tryggði Tindastóli titilinn á Hlíðarenda Litli bróðir Stephen Curry til Golden State „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Ítalir hleyptu D-riðlinum upp í loft Uppgjörið: Ísland - Bretland 84-90 | Þungt tap í Höllinni „Verðum að mæta tilbúnir“ Smellti kossi á mömmu sína sem birtist óvænt fyrir leik Doncic skoraði 35 stig gegn Dallas „Eini hópurinn sem hjálpaði mér að vera ég sjálfur“ Uppgjörið: Grindavík-Keflavík 95-103 | Keflavíkurkonur sýndu styrk sinn í Grindavík Stólarnir með annan sigurinn í röð Sjá meira