Nálægðartakmörk hafi minna að segja ef loftgæðin eru lítil Birgir Olgeirsson skrifar 16. september 2020 08:57 Ný rannsókn gefur til kynna að lítil loftgæði í lokuðum rýmum geti aukið líkurnar á hópsýkingum. Myndin tengist fréttinni ekki beint. Mikael Kristenson Nálægðartakmörk ein og sér virðast duga skammt þegar kemur að því að verjast kórónuveirunni innandyra ef loftgæði eru slæm. Þetta er niðurstaða rannsóknar íslensks prófessors á þremur hópsýkingum í Asíu. Samkvæmt rannsókninni getur léleg loftræsting aukið þéttleika lítilla dropa sem bera veiruna. Björn Birnir er prófessor við Kaliforníuháskólann í Bandaríkjunum. Hann bar saman þrjú tilfelli þar sem hópsýking varð, veitingastað í Kína þar sem níu sýktust, rútu í Kína í þar sem 24 sýktust og símaver í Suður-Kóreu þar sem 94 sýktust. Geti aukið þéttleika lítilla dropa Björn hefur gefið út tvær greinar um þetta mál ásamt kollegum sínum. Í fyrri greininni var þróuð aðferð sem er byggð á iðufræði til að skoða þessar hópsýkingar og af hverju þær urðu. Síðan var þessi aðferð notuð til að skoða áðurnefnd tilfelli og bera þau saman. „Það sem þetta leiddi í ljós er að sýkingar geta átt sér stað á tvennskonar hátt. Í fyrsta lagi með því að fólk er of nálægt hvert öðru. Þá eru það stórir dropar sem bera vírusinn. En hún getur líka átt sér stað þó að fólk sé í meira en tveggja metra fjarlægð. Ef fólk er í lokuðu rými getur loftræstikerfið, hitakerfið eða kælikerfið, aukið fjöldann á litlu dropunum sem bera vírusinn í andrúmsloftinu á þessu lokaða svæði,“ segir Björn Birnir. Björn Birnir, prófessor við Kaliforníuháskólann í Bandaríkjunum. Fólk varist lokuð rými Kórónuveiran er sögð dreifast með snertismiti og svokölluðu dropasmiti. Loftsmit hefur verið minna í umræðunni. Droparnir geta borist frá manneskju þegar hún hnerrar eða hóstar. Niðurstaða rannsóknar Björns er sú að engin eða léleg loftræsting geti aukið þéttleika smárra dropa sem bera veiruna. „Rannsóknin sýnir okkur að við þurfum að varast lokuð rými og skoða loftræstingu, að hún sé nógu góð þar sem fólk er að safnast saman. Þetta á sérstaklega við lokuð rými eins og gerðist á þessu veitingahúsi í Kína. Ef fólk er í litlu rými í rúman klukkutíma getur það endað með að það smiti heilan hóp. Þéttleikinn á litlu dropunum í loftinu verður alltaf meiri eftir því sem á líður,“ segir Björn. Einnig áhætta í stórum rýmum Og þetta á jafnvel við þó rýmið sé stórt ef loftræstingin er ekki nógu góð. „Eins og gerðist í Suður-Kóreu,“ segir Björn og á þar við tilfellið þar sem 94 sýktust af veirunni í símaveri. „Þá getur þú endað á heilum vinnudegi, eftir átta tíma, með því að vera með mjög mikla smithættu í öllu rýminu. Það gerðist þar á nokkrum dögum því aðstæðurnar voru svipaðar nokkra daga í röð. Þar varstu með þrjá eða fleiri smitandi, og þeir enduðu með að smita 90 manns.“ Hann segir mikilvægt að lofta vel út úr lokuðum rýmum. „Áður en fólk kemur saman þarf að skoða loftræstinguna og jafnvel þó að ekki alltof margir séu saman inni við er mjög mikilvægt að vera með grímur.“ Þekkingin eykst Á Íslandi hefur ekki verið lögð mikil áhersla á loftgæði innandyra í baráttunni við kórónuveiruna. Björn segir að eftir því sem þekkingin hefur aukist á faraldrinum sé verið að leggja ríkari áherslu á það. „Ef þú ert með skólastarf til dæmis, og þú ert með bekki, og ert nógu óheppinn að fá tvo eða þrjá smitaða inn í bekkinn. Þeir hafa kannski farið á sama stað og smitast af sömu manneskju. Þá geta þeir smitað allan bekkinn. Þannig að þetta er svolítið sem verður að skoða og það er farið að skoða þetta meira og meira víða um lönd, sérstaklega hér í Bandaríkjunum,“ segir Björn og bendir á að hópsýkingar í fangelsum í Bandaríkjunum megi nú líklega rekja til loftsmits. Hægt að skipuleggja rými svo þau séu örugg Hann segir þó óhætt að halda úti skólastarfi. „Ef að það er fjarlægð á milli á nemenda, ef loftræstingin er nógu góð og ég tala ekki um ef fólk er með grímur er væntanlega hægt að skipuleggja rými þannig að það sé öruggt. Það er það sem við erum að gera í háskólanum í Kaliforníu núna, við erum að skipuleggja skólastarfið á þann hátt,“ segir Björn. Auk þess að lofta vel út úr rýmum sé hægt að setja síur í loftræstingar sem sigta út litlu dropana. „Og það er hægt að auka loftstreymið inn í kerfið, kannski þrefalda venjulegt loftstreymi, þá eru byggingarnar orðnar öruggar. Hér má sjá rannsóknina. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilsa Samkomubann á Íslandi Mest lesið Samfélagið í Árbæ harmi slegið vegna andláts Maciej Innlent Tuga kílómetra slóð á hafsbotni hjá skemmda sæstrengnum Erlent Farþegar heyrðu mikinn hvell við flugtak og vélinni nauðlent Erlent María Kristjánsdóttir er látin Innlent Snjóþekja og skafrenningur gætu sett strik í reikninginn Innlent Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2024 Innlent „Mjög margir sem gleyma því og eru þá eins og beljur á svelli“ Innlent Öflugasta eftirlit í áratugi veltur á fjármögnun stjórnvalda Innlent Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Innlent Vilja ekki fresta fundi í ljósi nýs raunveruleika í pólitík Innlent Fleiri fréttir Flestir ánægðir með Kristrúnu en mest óánægja með Bjarna Táningspiltur mögulega með reykeitrun eftir flugeldafikt Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Ákall eftir réttmætari dreifingu á arði Samfélag í sárum, ný könnun og kíkt á bak við tjöldin Vilja ekki fresta fundi í ljósi nýs raunveruleika í pólitík 3,7 milljónir fiska drápust eða var fargað Gæsluvarðhald í stóru fíkniefnamáli framlengt Laun hjúkrunarfræðinga nú sambærileg við BHM Öflugasta eftirlit í áratugi veltur á fjármögnun stjórnvalda Jón Steindór aðstoðar Daða Má Ríkisráð fundar ekki á morgun eins og hefð er fyrir Hægur vindur og slæm loftgæði „Mjög margir sem gleyma því og eru þá eins og beljur á svelli“ Snjórinn léttur og laus í sér og fer auðveldlega af stað Stefnir ótrauð á landsfund að austan og segir veðrið ekki vandamál Samfélagið í Árbæ harmi slegið vegna andláts Maciej Sögulegt ár á fasteignamarkaði að baki Kórónugos stefnir á jörðina og von á litríkum norðurljósum Bestu augnablikin úr Kryddsíldinni Yfir tvö hundruð skjálftar hjá Eldey „Handfærin geta aldrei ógnað neinum fiskistofni“ María Kristjánsdóttir er látin Kviknaði í frystihúsinu út frá flugeldum Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2024 Snjóþekja og skafrenningur gætu sett strik í reikninginn Hafa þegar brugðist við mörgum ábendingum umboðsmanns um Stuðla Eldur og skemmdir vegna flugelda Eldsvoði í gömlu frystihúsi í Vogum Skjálftavirkni í Mýrafjöllum stóraukist á árinu Sjá meira
Nálægðartakmörk ein og sér virðast duga skammt þegar kemur að því að verjast kórónuveirunni innandyra ef loftgæði eru slæm. Þetta er niðurstaða rannsóknar íslensks prófessors á þremur hópsýkingum í Asíu. Samkvæmt rannsókninni getur léleg loftræsting aukið þéttleika lítilla dropa sem bera veiruna. Björn Birnir er prófessor við Kaliforníuháskólann í Bandaríkjunum. Hann bar saman þrjú tilfelli þar sem hópsýking varð, veitingastað í Kína þar sem níu sýktust, rútu í Kína í þar sem 24 sýktust og símaver í Suður-Kóreu þar sem 94 sýktust. Geti aukið þéttleika lítilla dropa Björn hefur gefið út tvær greinar um þetta mál ásamt kollegum sínum. Í fyrri greininni var þróuð aðferð sem er byggð á iðufræði til að skoða þessar hópsýkingar og af hverju þær urðu. Síðan var þessi aðferð notuð til að skoða áðurnefnd tilfelli og bera þau saman. „Það sem þetta leiddi í ljós er að sýkingar geta átt sér stað á tvennskonar hátt. Í fyrsta lagi með því að fólk er of nálægt hvert öðru. Þá eru það stórir dropar sem bera vírusinn. En hún getur líka átt sér stað þó að fólk sé í meira en tveggja metra fjarlægð. Ef fólk er í lokuðu rými getur loftræstikerfið, hitakerfið eða kælikerfið, aukið fjöldann á litlu dropunum sem bera vírusinn í andrúmsloftinu á þessu lokaða svæði,“ segir Björn Birnir. Björn Birnir, prófessor við Kaliforníuháskólann í Bandaríkjunum. Fólk varist lokuð rými Kórónuveiran er sögð dreifast með snertismiti og svokölluðu dropasmiti. Loftsmit hefur verið minna í umræðunni. Droparnir geta borist frá manneskju þegar hún hnerrar eða hóstar. Niðurstaða rannsóknar Björns er sú að engin eða léleg loftræsting geti aukið þéttleika smárra dropa sem bera veiruna. „Rannsóknin sýnir okkur að við þurfum að varast lokuð rými og skoða loftræstingu, að hún sé nógu góð þar sem fólk er að safnast saman. Þetta á sérstaklega við lokuð rými eins og gerðist á þessu veitingahúsi í Kína. Ef fólk er í litlu rými í rúman klukkutíma getur það endað með að það smiti heilan hóp. Þéttleikinn á litlu dropunum í loftinu verður alltaf meiri eftir því sem á líður,“ segir Björn. Einnig áhætta í stórum rýmum Og þetta á jafnvel við þó rýmið sé stórt ef loftræstingin er ekki nógu góð. „Eins og gerðist í Suður-Kóreu,“ segir Björn og á þar við tilfellið þar sem 94 sýktust af veirunni í símaveri. „Þá getur þú endað á heilum vinnudegi, eftir átta tíma, með því að vera með mjög mikla smithættu í öllu rýminu. Það gerðist þar á nokkrum dögum því aðstæðurnar voru svipaðar nokkra daga í röð. Þar varstu með þrjá eða fleiri smitandi, og þeir enduðu með að smita 90 manns.“ Hann segir mikilvægt að lofta vel út úr lokuðum rýmum. „Áður en fólk kemur saman þarf að skoða loftræstinguna og jafnvel þó að ekki alltof margir séu saman inni við er mjög mikilvægt að vera með grímur.“ Þekkingin eykst Á Íslandi hefur ekki verið lögð mikil áhersla á loftgæði innandyra í baráttunni við kórónuveiruna. Björn segir að eftir því sem þekkingin hefur aukist á faraldrinum sé verið að leggja ríkari áherslu á það. „Ef þú ert með skólastarf til dæmis, og þú ert með bekki, og ert nógu óheppinn að fá tvo eða þrjá smitaða inn í bekkinn. Þeir hafa kannski farið á sama stað og smitast af sömu manneskju. Þá geta þeir smitað allan bekkinn. Þannig að þetta er svolítið sem verður að skoða og það er farið að skoða þetta meira og meira víða um lönd, sérstaklega hér í Bandaríkjunum,“ segir Björn og bendir á að hópsýkingar í fangelsum í Bandaríkjunum megi nú líklega rekja til loftsmits. Hægt að skipuleggja rými svo þau séu örugg Hann segir þó óhætt að halda úti skólastarfi. „Ef að það er fjarlægð á milli á nemenda, ef loftræstingin er nógu góð og ég tala ekki um ef fólk er með grímur er væntanlega hægt að skipuleggja rými þannig að það sé öruggt. Það er það sem við erum að gera í háskólanum í Kaliforníu núna, við erum að skipuleggja skólastarfið á þann hátt,“ segir Björn. Auk þess að lofta vel út úr rýmum sé hægt að setja síur í loftræstingar sem sigta út litlu dropana. „Og það er hægt að auka loftstreymið inn í kerfið, kannski þrefalda venjulegt loftstreymi, þá eru byggingarnar orðnar öruggar. Hér má sjá rannsóknina.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilsa Samkomubann á Íslandi Mest lesið Samfélagið í Árbæ harmi slegið vegna andláts Maciej Innlent Tuga kílómetra slóð á hafsbotni hjá skemmda sæstrengnum Erlent Farþegar heyrðu mikinn hvell við flugtak og vélinni nauðlent Erlent María Kristjánsdóttir er látin Innlent Snjóþekja og skafrenningur gætu sett strik í reikninginn Innlent Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2024 Innlent „Mjög margir sem gleyma því og eru þá eins og beljur á svelli“ Innlent Öflugasta eftirlit í áratugi veltur á fjármögnun stjórnvalda Innlent Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Innlent Vilja ekki fresta fundi í ljósi nýs raunveruleika í pólitík Innlent Fleiri fréttir Flestir ánægðir með Kristrúnu en mest óánægja með Bjarna Táningspiltur mögulega með reykeitrun eftir flugeldafikt Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Ákall eftir réttmætari dreifingu á arði Samfélag í sárum, ný könnun og kíkt á bak við tjöldin Vilja ekki fresta fundi í ljósi nýs raunveruleika í pólitík 3,7 milljónir fiska drápust eða var fargað Gæsluvarðhald í stóru fíkniefnamáli framlengt Laun hjúkrunarfræðinga nú sambærileg við BHM Öflugasta eftirlit í áratugi veltur á fjármögnun stjórnvalda Jón Steindór aðstoðar Daða Má Ríkisráð fundar ekki á morgun eins og hefð er fyrir Hægur vindur og slæm loftgæði „Mjög margir sem gleyma því og eru þá eins og beljur á svelli“ Snjórinn léttur og laus í sér og fer auðveldlega af stað Stefnir ótrauð á landsfund að austan og segir veðrið ekki vandamál Samfélagið í Árbæ harmi slegið vegna andláts Maciej Sögulegt ár á fasteignamarkaði að baki Kórónugos stefnir á jörðina og von á litríkum norðurljósum Bestu augnablikin úr Kryddsíldinni Yfir tvö hundruð skjálftar hjá Eldey „Handfærin geta aldrei ógnað neinum fiskistofni“ María Kristjánsdóttir er látin Kviknaði í frystihúsinu út frá flugeldum Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2024 Snjóþekja og skafrenningur gætu sett strik í reikninginn Hafa þegar brugðist við mörgum ábendingum umboðsmanns um Stuðla Eldur og skemmdir vegna flugelda Eldsvoði í gömlu frystihúsi í Vogum Skjálftavirkni í Mýrafjöllum stóraukist á árinu Sjá meira