Innlent

Enginn komið við sögu lögreglu fyrr en þeir voru gripnir með barnaklám

Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar
Lögreglustöðin Hverfisgötu
Lögreglustöðin Hverfisgötu Vísir/Vilhelm

Enginn þeirra fjögurra íslensku karla sem hafa verið til rannsóknar vegna vörslu barnaníðsefnis hafði komið við sögu lögreglu fyrr en málin komu upp.

Málin komu fyrst til kasta Lögreglunnar á Höfuðborgarsvæðinu í desember í fyrra eftir að lögregluyfirvöld í Danmörku létu vita að í rannsókn þeirra hefðu komið upp sjö mál sem tengdust íslenskum körlum.

Tvö málanna eru nú komin til ákæruvaldsins og rannsókn er á lokastigi í tveimur þeirra. Rannsókn á þremur var hætt vegna ónógra gagna. 

Lögreglan hefur lagt hald á hundruð þúsunda mynda og myndbanda af kynferðislegu ofbeldi gegn börnum við rannsókn málanna.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×