Segir að árás frá Íran yrði svarað þúsundfalt Samúel Karl Ólason skrifar 15. september 2020 10:49 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna. AP/Ross D. Franklin Yfirvöld í Íran hafa varað Bandaríkin við því að „gera mistök“ eftir að Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hótaði Íran á Twitter. Það gerði forsetinn vegna fregna um að Íranir ætluðu mögulega að reyna að ráða sendiherra Bandaríkjanna í Suður-Afríku af dögum. Trump sagði að hvers kyns árás frá Íran yrði svarað þúsundfalt. ...caused over so many years. Any attack by Iran, in any form, against the United States will be met with an attack on Iran that will be 1,000 times greater in magnitude!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) September 15, 2020 Fjölmiðlar vestanhafs hafa vitnað í skýrslur frá leyniþjónustum Bandaríkjanna um að Íranir hygðu á hefndir vegna dauða herforingjans Qassem Soleimani, sem dó í loftárás Bandaríkjanna í Írak í janúar. Meðal þeirra leiða sem eru sagðar vera til skoðunar í Íran er að bana áðurnefndum sendiherra, Lana Marks. Í frétt Politico segir að embættismenn í Bandaríkjunum hafi vitað lengi af ógn gegn Marks en sú ógn hafi verið að skýrast og raungerast á undanförnum vikum. Sendiráð Íran í Suður-Afríku er sagt koma að málinu. Marks var skipuð í embætti í október. Hún hefur þekkt Trump í rúma tvo áratugi og hefur lengi verið meðlimur í Mar-a-Lago, einkaklúbbi Trump í Flórída. Tilnefning hennar var harðlega gagnrýnd af Demókrötum. Hún fæddist í Suður-Afríku og talar bæði Afrikaans og Xhosa. Ekki liggur fyrir af hverju sjónir Írana beindust gegn Marks en talið er að vinátta hennar við Trump komi þar að máli. Nokkrum dögum eftir að Soleimani var felldur skutu Íranir fjölda eldflauga að herstöð Bandaríkjanna í Írak. Trump ákvað að hefna ekki fyrir það en beitti í stað viðskiptaþvingunum gegn Íran. Forsvarsmenn herafla Bandaríkjanna og aðrir vöruðu þó við því að Íranir myndu leita annarra leiða til að hefna sín. Mehr fréttaveitan, sem er í eigu íranska ríkisins, hefur eftir Saeed Khatibzadeh, talsmanni Utanríkisráðuneytis Íran, að fregnirnar af meintum undirbúningi fyrir morð á sendiherranum áðurnefnda séu lygar. Með þeim séu Bandaríkin að reyna að einangra Íran á alþjóðavettvangi. Þá segir Khatibzadeh að það sé undarlegt að maður eins og Trump, sem hafi aðgang að leyniþjónustum Bandaríkjanna, reiði sig á fréttaflutning fjölmiðla sem hann hafi ítrekað sagt lygara og falska. Íran Bandaríkin Mest lesið Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Innlent Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ Innlent Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Innlent Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Innlent Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Innlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Minningarathöfn Charlie Kirk Kanada, Bretland og Ástralía viðurkenna Palestínu Trump og Vance ávarpa minningarathöfn Charlie Kirk Búast við því að Bretar viðurkenni sjálfstæði Palestínu í dag Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Trump og Selenskí funda á ný Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Eistar óska eftir samráði NATO eftir að Rússar rufu lofthelgi þeirra Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sagður neita að samþykkja hergagnasendingu til Taívan Norska krónprinsessan í veikindaleyfi Reiðir Könum sem skreyta sig með fána Kanada Rússar áfrýja niðurstöðu um hrap malasísku farþegaþotunnar Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Sjá meira
Yfirvöld í Íran hafa varað Bandaríkin við því að „gera mistök“ eftir að Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hótaði Íran á Twitter. Það gerði forsetinn vegna fregna um að Íranir ætluðu mögulega að reyna að ráða sendiherra Bandaríkjanna í Suður-Afríku af dögum. Trump sagði að hvers kyns árás frá Íran yrði svarað þúsundfalt. ...caused over so many years. Any attack by Iran, in any form, against the United States will be met with an attack on Iran that will be 1,000 times greater in magnitude!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) September 15, 2020 Fjölmiðlar vestanhafs hafa vitnað í skýrslur frá leyniþjónustum Bandaríkjanna um að Íranir hygðu á hefndir vegna dauða herforingjans Qassem Soleimani, sem dó í loftárás Bandaríkjanna í Írak í janúar. Meðal þeirra leiða sem eru sagðar vera til skoðunar í Íran er að bana áðurnefndum sendiherra, Lana Marks. Í frétt Politico segir að embættismenn í Bandaríkjunum hafi vitað lengi af ógn gegn Marks en sú ógn hafi verið að skýrast og raungerast á undanförnum vikum. Sendiráð Íran í Suður-Afríku er sagt koma að málinu. Marks var skipuð í embætti í október. Hún hefur þekkt Trump í rúma tvo áratugi og hefur lengi verið meðlimur í Mar-a-Lago, einkaklúbbi Trump í Flórída. Tilnefning hennar var harðlega gagnrýnd af Demókrötum. Hún fæddist í Suður-Afríku og talar bæði Afrikaans og Xhosa. Ekki liggur fyrir af hverju sjónir Írana beindust gegn Marks en talið er að vinátta hennar við Trump komi þar að máli. Nokkrum dögum eftir að Soleimani var felldur skutu Íranir fjölda eldflauga að herstöð Bandaríkjanna í Írak. Trump ákvað að hefna ekki fyrir það en beitti í stað viðskiptaþvingunum gegn Íran. Forsvarsmenn herafla Bandaríkjanna og aðrir vöruðu þó við því að Íranir myndu leita annarra leiða til að hefna sín. Mehr fréttaveitan, sem er í eigu íranska ríkisins, hefur eftir Saeed Khatibzadeh, talsmanni Utanríkisráðuneytis Íran, að fregnirnar af meintum undirbúningi fyrir morð á sendiherranum áðurnefnda séu lygar. Með þeim séu Bandaríkin að reyna að einangra Íran á alþjóðavettvangi. Þá segir Khatibzadeh að það sé undarlegt að maður eins og Trump, sem hafi aðgang að leyniþjónustum Bandaríkjanna, reiði sig á fréttaflutning fjölmiðla sem hann hafi ítrekað sagt lygara og falska.
Íran Bandaríkin Mest lesið Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Innlent Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ Innlent Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Innlent Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Innlent Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Innlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Minningarathöfn Charlie Kirk Kanada, Bretland og Ástralía viðurkenna Palestínu Trump og Vance ávarpa minningarathöfn Charlie Kirk Búast við því að Bretar viðurkenni sjálfstæði Palestínu í dag Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Trump og Selenskí funda á ný Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Eistar óska eftir samráði NATO eftir að Rússar rufu lofthelgi þeirra Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sagður neita að samþykkja hergagnasendingu til Taívan Norska krónprinsessan í veikindaleyfi Reiðir Könum sem skreyta sig með fána Kanada Rússar áfrýja niðurstöðu um hrap malasísku farþegaþotunnar Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Sjá meira