Ensku úrvalsdeildarfélögunum hefur ekki tekist að halda kórónuveirunni alveg í burtu frá sínu fólki en smitin eru fá. Það voru aðeins 0,2 prósent sem voru jákvæðir í síðustu viku. Fjórir greindust með kórónuveiruna í nýjustu prófunum í ensku úrvalsdeildinni.
Enska úrvalsdeildin prófaði alls 2131 leikmenn og starfsfólk í þessari hrinu frá mánudeginum 7. september til sunnudagsins 13. september.
Four people have tested positive in the latest round of Premier League Covid-19 tests.
— BBC Sport (@BBCSport) September 14, 2020
More: https://t.co/PLaNeuuzKW pic.twitter.com/KKZIr6rim0
Þeir fjórir sem voru jákvæðir eru komnir í einangrun og verða að vera í henni í tíu daga.
Enska úrvalsdeildin mun ekki gefa það upp hvaða einstaklinga eru um að ræða eða hjá hvaða félögum þeir eru. Það er því ekki vitað um skiptinguna á milli leikmanna og starfsmanna í þessum jákvæðum sýnum.
Nýtt tímabil í ensku úrvalsdeildinni hófst 12. september.
Síðasta tímabil endaði ekki fyrr en í lok júlí eftir að gera þurfti þriggja mánaða hlé á deildinni vegna kórónuveirufaraldursins. Allir leikir síðan í júní hafa spilaði fyrir luktum dyrum.