Sundurlyndi innan ríkisstjórnar komi ekki á óvart Birgir Olgeirsson skrifar 14. september 2020 20:00 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sést hér í forgrunni. Fyrir aftan hana standa Svandís Svavarsdóttir og Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir. Vísir/Vilhelm Stjórnmálafræðingur segir það ekki veikja ríkisstjórnarsamstarfið þó ráðherrar séu ekki sammála um hvernig meðhöndla eigi hælisleitendur. Nú sé komið að kosningavetri og þá fari að sjást skarpari skil á milli flokka. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra er úr röðum Sjálfstæðisflokksins og sagði að málsmeðferðartími egypsku fjölskyldunnar, sem vísa á úr landi á miðvikudag, sé innan marka svo unnt sé að neita henni um vernd. Hámarkstími málsmeðferðar eru 16 mánuðir. Fjölskyldan hefur dvalið hér í 25 mánuði og vill Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra, sem er formaður Vinstri grænna, fremur skoða heildardvalartíma umsækjenda en ekki málsmeðferðartíma. Eiríkur Bergmann, stjórnmálafræðingur, segir stefnu þessara flokka á öndverðu meiði í hælis- og innflytjendamálum en stjórnarsamstarfið þó ekki í bráðri hættu. Augljóst sé þó að ráðherrarnir horfi til baklands flokkanna þegar kemur að þessum málum. Bakland Vinstri grænna kalli ákaft eftir aukinni vernd hælisleitenda á meðan bakland Sjálfstæðisflokksins sé íhaldssamara. „Þannig að þessi misklíð innan ríkisstjórnarinnar núna, þó hún birtist með mildum hætti, kemur alls ekki á óvart,“ segir Eiríkur Bergmann. Hann telur ekki óeðlilegt að ráðherrar skiptist á skoðunum. „Sér í lagi sökum þess hvernig ríkisstjórnin er samsett. Þetta fólk er ekkert sérstaklega samstíga í þeim málaflokki sem um er að ræða. Svo megum við ekki gleyma því að við erum að sigla inn í kosningavetur og við getum bara átt von á því að það skerpist skilin milli stjórnarflokkanna, bara eins og á milli stjórnmálaflokka í landinu almennt.“ Hér fyrir neðan má sjá viðtal við Eirík Bergmann í heild sinni. Klippa: Eiríkur Bergmann ræðir stjórnarsamstarfið Hælisleitendur Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Brottvísun egypskrar fjölskyldu Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Vinstri græn Mest lesið Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Innlent Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Erlent Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Erlent Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Innlent Átján ára með 13 kíló af kókaíni Innlent Arkítekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Erlent Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Innlent Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Innlent Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Innlent Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Erlent Fleiri fréttir Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Átján ára með 13 kíló af kókaíni Þrettán kíló af kókaíni í handfarangri og barokk-hátíð í Hörpu „Ekki alveg jafn mikil refsiharka eins og var“ Byggja nýjan leikskóla í Kópavogi Skipar starfshóp um dvalarleyfi Ballið búið í Bláfjöllum í vetur Leitar að rangfeðruðum: „Upplifað alla ævi að þeir tilheyri ekki fjölskyldunni“ Fótboltinn víkur fyrir padel Best að bíða með að birta tásumyndirnar þar til heim er komið Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Skrifstofa forseta Íslands minnt á að hlíta upplýsingalögum Ráðleggur fólki að koma fyrr á völlinn „Mér finnst þetta ekki rosalega pent“ Fólk sýni varkárni á Brúnni milli heimsálfa og á Valahnúk Tveir enn á gjörgæslu og samfélagið harmi slegið Nauðgaði kærustu sinni og krafði hana um afsökunarbeiðni Sagði höfuðpaurinn hafa hótað sér lífláti Samfélagið í Skagafirði harmi slegið Veittu Agli Þór heitnum gullmerki á Holtinu „Ég er bara örvæntingarfull“ Dvöldu í húsum í eldri byggð Súðavíkur þvert á bann Allhvöss norðanátt og víða erfið færð norðantil Leikskólastjórinn hættur eftir „persónulegt einelti“ Börn oft að leik þar sem slysið varð Gersemar og aðskotahlutir fundist í veggjum Kaffivagnsins Bíll fastur í vonskuveðri á Steingrímsfjarðarheiði Sjá meira
Stjórnmálafræðingur segir það ekki veikja ríkisstjórnarsamstarfið þó ráðherrar séu ekki sammála um hvernig meðhöndla eigi hælisleitendur. Nú sé komið að kosningavetri og þá fari að sjást skarpari skil á milli flokka. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra er úr röðum Sjálfstæðisflokksins og sagði að málsmeðferðartími egypsku fjölskyldunnar, sem vísa á úr landi á miðvikudag, sé innan marka svo unnt sé að neita henni um vernd. Hámarkstími málsmeðferðar eru 16 mánuðir. Fjölskyldan hefur dvalið hér í 25 mánuði og vill Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra, sem er formaður Vinstri grænna, fremur skoða heildardvalartíma umsækjenda en ekki málsmeðferðartíma. Eiríkur Bergmann, stjórnmálafræðingur, segir stefnu þessara flokka á öndverðu meiði í hælis- og innflytjendamálum en stjórnarsamstarfið þó ekki í bráðri hættu. Augljóst sé þó að ráðherrarnir horfi til baklands flokkanna þegar kemur að þessum málum. Bakland Vinstri grænna kalli ákaft eftir aukinni vernd hælisleitenda á meðan bakland Sjálfstæðisflokksins sé íhaldssamara. „Þannig að þessi misklíð innan ríkisstjórnarinnar núna, þó hún birtist með mildum hætti, kemur alls ekki á óvart,“ segir Eiríkur Bergmann. Hann telur ekki óeðlilegt að ráðherrar skiptist á skoðunum. „Sér í lagi sökum þess hvernig ríkisstjórnin er samsett. Þetta fólk er ekkert sérstaklega samstíga í þeim málaflokki sem um er að ræða. Svo megum við ekki gleyma því að við erum að sigla inn í kosningavetur og við getum bara átt von á því að það skerpist skilin milli stjórnarflokkanna, bara eins og á milli stjórnmálaflokka í landinu almennt.“ Hér fyrir neðan má sjá viðtal við Eirík Bergmann í heild sinni. Klippa: Eiríkur Bergmann ræðir stjórnarsamstarfið
Hælisleitendur Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Brottvísun egypskrar fjölskyldu Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Vinstri græn Mest lesið Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Innlent Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Erlent Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Erlent Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Innlent Átján ára með 13 kíló af kókaíni Innlent Arkítekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Erlent Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Innlent Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Innlent Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Innlent Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Erlent Fleiri fréttir Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Átján ára með 13 kíló af kókaíni Þrettán kíló af kókaíni í handfarangri og barokk-hátíð í Hörpu „Ekki alveg jafn mikil refsiharka eins og var“ Byggja nýjan leikskóla í Kópavogi Skipar starfshóp um dvalarleyfi Ballið búið í Bláfjöllum í vetur Leitar að rangfeðruðum: „Upplifað alla ævi að þeir tilheyri ekki fjölskyldunni“ Fótboltinn víkur fyrir padel Best að bíða með að birta tásumyndirnar þar til heim er komið Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Skrifstofa forseta Íslands minnt á að hlíta upplýsingalögum Ráðleggur fólki að koma fyrr á völlinn „Mér finnst þetta ekki rosalega pent“ Fólk sýni varkárni á Brúnni milli heimsálfa og á Valahnúk Tveir enn á gjörgæslu og samfélagið harmi slegið Nauðgaði kærustu sinni og krafði hana um afsökunarbeiðni Sagði höfuðpaurinn hafa hótað sér lífláti Samfélagið í Skagafirði harmi slegið Veittu Agli Þór heitnum gullmerki á Holtinu „Ég er bara örvæntingarfull“ Dvöldu í húsum í eldri byggð Súðavíkur þvert á bann Allhvöss norðanátt og víða erfið færð norðantil Leikskólastjórinn hættur eftir „persónulegt einelti“ Börn oft að leik þar sem slysið varð Gersemar og aðskotahlutir fundist í veggjum Kaffivagnsins Bíll fastur í vonskuveðri á Steingrímsfjarðarheiði Sjá meira