Hver á að greiða fyrir orkuskiptin? Anna Kolbrún Árnadóttir skrifar 14. september 2020 11:00 Ungt par keypti sér íbúð í fjöleignahúsi fyrir 1 ári síðan. Þegar unga parið ákvað að takast á við þessa miklu fjárfestingu var vitað að ráðast þyrfti í viðgerð á fjöleignarhúsinu og því myndi fylgja aukinn kostnaður. Þau ákváðu samt sem áður að festa sér íbúðina og fóru jafnframt í þónokkrar framkvæmdir á íbúðinni umfram þær viðgerðir sem þau vissu að þyrfti að gera á húsinu sjálfu. Einsýnt var að hagkvæmast var að bíða ekki með það að takast á við viðgerðina á húsinu þar sem endurgreiðsla virðisaukaskatts var af vinnu iðnaðarmanna við verkið, átakið „Allir vinna“ skipti sköpum og það munar um minna í svona stórframkvæmd. Í júní samþykkti meirihluti Alþingis frumvarp til laga um breytingu á lögum um fjöleignarhús, nr. 26/1994, með síðari breytingum (hleðslubúnaður fyrir rafbíla). Aðdragandi þessarar lagasetningar var sá að félags- og barnamálaráðherra lagði málið fram í desember 2019, það fór svo til Velferðarnefndar til umfjöllunar. Nefndin fjallaði um málið og fékk til sín gesti. Það var svo afgreitt úr nefnd og inn í þingsal til annarrar umræðu. Á þeim tímapunkti var ljóst að þessi lagasetning myndi verða íþyngjandi fyrir stóran hóp fólks, bæði unga og aldna. Í umræðum um málið voru nokkur atriði sem stóðu upp úr og sérstaklega verður að taka til kostnaðar sem lendir á öllum íbúum búsettum í fjöleignahúsinu, hvort sem þeim líka betur eða verr. Þetta frumvarp er þannig úr garði gert að það getur haft í för með sér verulega óvænt útgjöld fyrir húseigendur. Það er allt of langt gengið í að binda hendur eigenda til að taka þátt í kostnaði við uppsetningu hleðslubúnaðar fyrir rafbíla og getur orðið til þess að ósætti skapast á milli íbúðareigenda. Það er óskýrt hvað felst í því orðalagi að hægt sé að fresta framkvæmdum ef sameiginlegur kostnaður telst „óvenju hár“ og sömuleiðis er sagt að húsfélagi sé heimilt að krefjast „hóflegrar mánaðarlegrar þóknunar“, hversu lág eða há er sú þóknun? Vissulega er markmið frumvarpsins að liðka fyrir rafbílavæðingu í samræmi við stefnu stjórnvalda um orkuskipti í vegasamgöngum. Ef stefnt er að aukinni rafbílavæðingu er vissulega mikilvægt að fjölga hleðslumöguleikum og auka aðgengi að hleðslubúnaði. Þessi leið sem lögfest var að meirihluta Alþingis er ekki besta leiðin til þess að ná því markmiði og furðulegt að Sjálfstæðisflokkurinn hafi hleypt þessu máli í gegn. Ríkið hefði svo auðveldlega geta staðið fyrir styrkjum til uppsetningar hleðslubúnaðar til þeirra íbúa landsins sem búa í fjöleignahúsum og hyggjast aka um á rafbílum, hægt hefði verið að fara í samvinnu við orkufyrirtæki og fleiri aðila á hverjum stað frekar en að leggja kostnað af uppsetningu hleðslubúnaðar á aðra íbúa fjöleignahúsa, nóg er nú samt. Til að draga þetta saman og að upphafi greinarinnar, unga parið sem festi kaup á íbúð í fjöleignahúsinu sér nú fram á að þurfa að reiða fram umtalsverða fjármuni vegna þess að setja á upp hleðslubúnað við fjöleignahúsið, hvort sem þeim líka betur eða verr og verst er að það eru fleiri í sömu sporum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Anna Kolbrún Árnadóttir Orkumál Mest lesið Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Halldór 25.10.2025 Halldór Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er sköpun í skólastarfi? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor skrifar Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Konur Íslands og alþjóðakerfið í takt Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu skrifar Sjá meira
Ungt par keypti sér íbúð í fjöleignahúsi fyrir 1 ári síðan. Þegar unga parið ákvað að takast á við þessa miklu fjárfestingu var vitað að ráðast þyrfti í viðgerð á fjöleignarhúsinu og því myndi fylgja aukinn kostnaður. Þau ákváðu samt sem áður að festa sér íbúðina og fóru jafnframt í þónokkrar framkvæmdir á íbúðinni umfram þær viðgerðir sem þau vissu að þyrfti að gera á húsinu sjálfu. Einsýnt var að hagkvæmast var að bíða ekki með það að takast á við viðgerðina á húsinu þar sem endurgreiðsla virðisaukaskatts var af vinnu iðnaðarmanna við verkið, átakið „Allir vinna“ skipti sköpum og það munar um minna í svona stórframkvæmd. Í júní samþykkti meirihluti Alþingis frumvarp til laga um breytingu á lögum um fjöleignarhús, nr. 26/1994, með síðari breytingum (hleðslubúnaður fyrir rafbíla). Aðdragandi þessarar lagasetningar var sá að félags- og barnamálaráðherra lagði málið fram í desember 2019, það fór svo til Velferðarnefndar til umfjöllunar. Nefndin fjallaði um málið og fékk til sín gesti. Það var svo afgreitt úr nefnd og inn í þingsal til annarrar umræðu. Á þeim tímapunkti var ljóst að þessi lagasetning myndi verða íþyngjandi fyrir stóran hóp fólks, bæði unga og aldna. Í umræðum um málið voru nokkur atriði sem stóðu upp úr og sérstaklega verður að taka til kostnaðar sem lendir á öllum íbúum búsettum í fjöleignahúsinu, hvort sem þeim líka betur eða verr. Þetta frumvarp er þannig úr garði gert að það getur haft í för með sér verulega óvænt útgjöld fyrir húseigendur. Það er allt of langt gengið í að binda hendur eigenda til að taka þátt í kostnaði við uppsetningu hleðslubúnaðar fyrir rafbíla og getur orðið til þess að ósætti skapast á milli íbúðareigenda. Það er óskýrt hvað felst í því orðalagi að hægt sé að fresta framkvæmdum ef sameiginlegur kostnaður telst „óvenju hár“ og sömuleiðis er sagt að húsfélagi sé heimilt að krefjast „hóflegrar mánaðarlegrar þóknunar“, hversu lág eða há er sú þóknun? Vissulega er markmið frumvarpsins að liðka fyrir rafbílavæðingu í samræmi við stefnu stjórnvalda um orkuskipti í vegasamgöngum. Ef stefnt er að aukinni rafbílavæðingu er vissulega mikilvægt að fjölga hleðslumöguleikum og auka aðgengi að hleðslubúnaði. Þessi leið sem lögfest var að meirihluta Alþingis er ekki besta leiðin til þess að ná því markmiði og furðulegt að Sjálfstæðisflokkurinn hafi hleypt þessu máli í gegn. Ríkið hefði svo auðveldlega geta staðið fyrir styrkjum til uppsetningar hleðslubúnaðar til þeirra íbúa landsins sem búa í fjöleignahúsum og hyggjast aka um á rafbílum, hægt hefði verið að fara í samvinnu við orkufyrirtæki og fleiri aðila á hverjum stað frekar en að leggja kostnað af uppsetningu hleðslubúnaðar á aðra íbúa fjöleignahúsa, nóg er nú samt. Til að draga þetta saman og að upphafi greinarinnar, unga parið sem festi kaup á íbúð í fjöleignahúsinu sér nú fram á að þurfa að reiða fram umtalsverða fjármuni vegna þess að setja á upp hleðslubúnað við fjöleignahúsið, hvort sem þeim líka betur eða verr og verst er að það eru fleiri í sömu sporum.
Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun