Tom Brady tapaði og New England Patriots vann án Tom Brady Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. september 2020 11:30 Þetta var ekki góður sunnudagur fyrir Tom Brady. AP/Brett Duke Mörg augu voru á Tom Brady í fyrstu umferð NFL-deildarinnar í gær, bæði honum sjálfum með hans nýja liði Tampa Bay Buccaneers en líka á hans gamla liði New England Patriots. NFL-deildin er farin aftur á stað en í gær og nótt fór fram fjöldi leikja í fyrstu umferð á nýju tímabili sem fór klakklaust af stað þrátt fyrir heimsfaraldurinn. Tom Brady spilaði sinn fyrsta leik í NFL-deildinni með öðru liði en New England Patriots sem þurfti á sama tíma að spjara sig án hans. Úrslitin í gær voru hinum 43 ára gamla Tom Brady ekki hagstæð. CAAAAAAAAAAAM!@CameronNewton scores his first touchdown with the @Patriots! #GoPats : #MIAvsNE on CBS : NFL app // Yahoo Sports app: https://t.co/DTlgEUZamw pic.twitter.com/Iy67tjNvO6— NFL (@NFL) September 13, 2020 Cam Newton, nýr leikstjórnandi New England Patriots, leiddi sitt lið til 21-11 sigurs á Miami Dolphins en Tom Brady og félagar í Tampa Bay Buccaneers þurftu að sætta sig við 34-23 tap á móti New Orleans Saints. Cam Newton sýndi gamla takta og skoraði meðal annars tvö snertimörk sjálfur með því að hlaupa með boltann í markið. Tom Brady minnti aftur á móti frekar á fyrirrennara sinn Jameis Winston sem Tampa Bay Buccaneers fórnaði af því að hann var alltaf að henda boltanum frá sér. Tom Brady kastaði boltanum tvisvar frá sér í leiknum en þetta er í fyrsta sinn síðan árið 2003 sem hann tapar tveimur boltum í fyrsta leik tímabilsins. Janoris Jenkins jumps in front for the pick-6! #Saints : #TBvsNO on FOX : NFL app // Yahoo Sports app: https://t.co/5o8cWoN1yf pic.twitter.com/59dxseKWNC— NFL (@NFL) September 13, 2020 Hlauparinn Alvin Kamara skoraði tvö snertimörk fyrir New Orleans Saints og hinn 41 árs gamli Drew Brees leiddi lið sitt til sigurs. Þarna voru því að mætast tveir leikstjórnendur á fimmtugsaldri en það hafði aldrei gerst áður. Leikstjórnendurnir Lamar Jackson, Russell Wilson og Aaron Rodgers átti allir flotta leik í sigrum sinna liða. Lamar Jackson átti þrjár snertimarkssendingar í 38-6 stórsigri Baltimore Ravens á Cleveland Browns, 31 af 35 sendingum Russell Wilson heppnuðust og hann gaf fjórar snertimarkssendingar í 38-25 sigri Seattle Seahawks á Atlanta Falcons og þá gaf Aaron Rodgers þrjár af fjórum snertimarksendingum sínum á Davante Adams þegar Green Bay Packers vann 43-34 sigur á Minnesota Vikings. Það voru líka óvænt úrslit því Jacksonville Jaguars og Washington Football Team unnu bæði sína leiki en flestir höfðu búist við mjög erfiðum tímabilum hjá þeim. Þau lenti bæði undir í sínum leikjum en komu til baka og unnu stemmningssigra. Los Angeles Rams vígði líka nýja leikvanginn sinn með sigri á bitlausu liði Dallas Cowboys. FINAL: The @RamsNFL win their home opener! #DALvsLAR #RamsHouse (by @Lexus) pic.twitter.com/y5p9dNd01E— NFL (@NFL) September 14, 2020 History. pic.twitter.com/ytAMjtNKUc— Las Vegas Raiders (@Raiders) September 13, 2020 Öll úrslitin í NFL-deildinni í nótt: Los Angeles Rams - Dallas Cowboys 20-17 Atlanta Falcons - Seattle Seahawks 25-38 Baltimore Ravens - Cleveland Browns 38-6 Buffalo Bills - New York Jets 27-17 Carolina Panthers - Las Vegas Raiders 30-34 Detroit Lions - Chicago Bears 23-27 Jacksonville Jaguars - Indianapolis Colts 27-20 Minnesota Vikings - Green Bay Packers 34-43 New England Patriots - Miami Dolphins 21-11 Washington Football Team - Philadelphia Eagles 27-17 Cincinnati Bengals - Los Angeles Chargers 13-16 New Orleans Saints - Tampa Bay Buccaneers 34-23 San Francisco 49ers - Arizona Cardinals 20-24 NFL Mest lesið Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Enski boltinn „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Enski boltinn Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein Fótbolti Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Enski boltinn Sjáðu vítadóminn sem bjargaði Liverpool og mörk úr Meistaradeildinni Fótbolti „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Íslenski boltinn Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Formúla 1 Hóta því að skrópa á Ólympíuleikana Sport Dramatískur sigur Liverpool án Salah Fótbolti Fleiri fréttir „Hvað getur Slot gert?“ Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Sjáðu vítadóminn sem bjargaði Liverpool og mörk úr Meistaradeildinni „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Lögregla með rassíu hjá argentínska sambandinu Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Hóta því að skrópa á Ólympíuleikana Dagskráin í dag: Stórleikur í Meistaradeildinni og Bónus deildin Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Stefán Teitur spilaði í jafntefli gegn toppliðinu Öruggur sigur Tottenham og markaveisla í Hollandi Leik lokið: Ármann 70 - 106 Grindavík | Stórsigur Grindavíkur á lánlausum nýliðum Leik Lokið: Haukar 86 - 92 KR | Nýliðarnir höfðu betur gegn meisturunum Chelsea glutraði niður forystu og tapaði Kounde kveikti í endurkomu Börsunga Dramatískur sigur Liverpool án Salah Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Fyrsti sigur Hamars/Þórs kom gegn Keflavík Stórleikur Birgis Steins í sex marka sigri Bæjarar lentu undir en komu til baka Fjögur mörk Elvars dugðu skammt í þungu tapi Tindastóll með fellu gegn Keilu í Eistlandi Saka forseta FIFA um ítrekuð brot og fara fram á rannsókn Þýska stálið flaug áfram í undanúrslit Annar írskur sundmaður á Steraleikana Toppkonur Íslands á HM í handbolta 2025 „Þegar kemur að mér fer fólk alltaf aðeins yfir strikið“ Bestu mörkin í desember 2006 verða vart toppuð: Scholes, Essien og Taylor Sjá meira
Mörg augu voru á Tom Brady í fyrstu umferð NFL-deildarinnar í gær, bæði honum sjálfum með hans nýja liði Tampa Bay Buccaneers en líka á hans gamla liði New England Patriots. NFL-deildin er farin aftur á stað en í gær og nótt fór fram fjöldi leikja í fyrstu umferð á nýju tímabili sem fór klakklaust af stað þrátt fyrir heimsfaraldurinn. Tom Brady spilaði sinn fyrsta leik í NFL-deildinni með öðru liði en New England Patriots sem þurfti á sama tíma að spjara sig án hans. Úrslitin í gær voru hinum 43 ára gamla Tom Brady ekki hagstæð. CAAAAAAAAAAAM!@CameronNewton scores his first touchdown with the @Patriots! #GoPats : #MIAvsNE on CBS : NFL app // Yahoo Sports app: https://t.co/DTlgEUZamw pic.twitter.com/Iy67tjNvO6— NFL (@NFL) September 13, 2020 Cam Newton, nýr leikstjórnandi New England Patriots, leiddi sitt lið til 21-11 sigurs á Miami Dolphins en Tom Brady og félagar í Tampa Bay Buccaneers þurftu að sætta sig við 34-23 tap á móti New Orleans Saints. Cam Newton sýndi gamla takta og skoraði meðal annars tvö snertimörk sjálfur með því að hlaupa með boltann í markið. Tom Brady minnti aftur á móti frekar á fyrirrennara sinn Jameis Winston sem Tampa Bay Buccaneers fórnaði af því að hann var alltaf að henda boltanum frá sér. Tom Brady kastaði boltanum tvisvar frá sér í leiknum en þetta er í fyrsta sinn síðan árið 2003 sem hann tapar tveimur boltum í fyrsta leik tímabilsins. Janoris Jenkins jumps in front for the pick-6! #Saints : #TBvsNO on FOX : NFL app // Yahoo Sports app: https://t.co/5o8cWoN1yf pic.twitter.com/59dxseKWNC— NFL (@NFL) September 13, 2020 Hlauparinn Alvin Kamara skoraði tvö snertimörk fyrir New Orleans Saints og hinn 41 árs gamli Drew Brees leiddi lið sitt til sigurs. Þarna voru því að mætast tveir leikstjórnendur á fimmtugsaldri en það hafði aldrei gerst áður. Leikstjórnendurnir Lamar Jackson, Russell Wilson og Aaron Rodgers átti allir flotta leik í sigrum sinna liða. Lamar Jackson átti þrjár snertimarkssendingar í 38-6 stórsigri Baltimore Ravens á Cleveland Browns, 31 af 35 sendingum Russell Wilson heppnuðust og hann gaf fjórar snertimarkssendingar í 38-25 sigri Seattle Seahawks á Atlanta Falcons og þá gaf Aaron Rodgers þrjár af fjórum snertimarksendingum sínum á Davante Adams þegar Green Bay Packers vann 43-34 sigur á Minnesota Vikings. Það voru líka óvænt úrslit því Jacksonville Jaguars og Washington Football Team unnu bæði sína leiki en flestir höfðu búist við mjög erfiðum tímabilum hjá þeim. Þau lenti bæði undir í sínum leikjum en komu til baka og unnu stemmningssigra. Los Angeles Rams vígði líka nýja leikvanginn sinn með sigri á bitlausu liði Dallas Cowboys. FINAL: The @RamsNFL win their home opener! #DALvsLAR #RamsHouse (by @Lexus) pic.twitter.com/y5p9dNd01E— NFL (@NFL) September 14, 2020 History. pic.twitter.com/ytAMjtNKUc— Las Vegas Raiders (@Raiders) September 13, 2020 Öll úrslitin í NFL-deildinni í nótt: Los Angeles Rams - Dallas Cowboys 20-17 Atlanta Falcons - Seattle Seahawks 25-38 Baltimore Ravens - Cleveland Browns 38-6 Buffalo Bills - New York Jets 27-17 Carolina Panthers - Las Vegas Raiders 30-34 Detroit Lions - Chicago Bears 23-27 Jacksonville Jaguars - Indianapolis Colts 27-20 Minnesota Vikings - Green Bay Packers 34-43 New England Patriots - Miami Dolphins 21-11 Washington Football Team - Philadelphia Eagles 27-17 Cincinnati Bengals - Los Angeles Chargers 13-16 New Orleans Saints - Tampa Bay Buccaneers 34-23 San Francisco 49ers - Arizona Cardinals 20-24
Öll úrslitin í NFL-deildinni í nótt: Los Angeles Rams - Dallas Cowboys 20-17 Atlanta Falcons - Seattle Seahawks 25-38 Baltimore Ravens - Cleveland Browns 38-6 Buffalo Bills - New York Jets 27-17 Carolina Panthers - Las Vegas Raiders 30-34 Detroit Lions - Chicago Bears 23-27 Jacksonville Jaguars - Indianapolis Colts 27-20 Minnesota Vikings - Green Bay Packers 34-43 New England Patriots - Miami Dolphins 21-11 Washington Football Team - Philadelphia Eagles 27-17 Cincinnati Bengals - Los Angeles Chargers 13-16 New Orleans Saints - Tampa Bay Buccaneers 34-23 San Francisco 49ers - Arizona Cardinals 20-24
NFL Mest lesið Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Enski boltinn „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Enski boltinn Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein Fótbolti Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Enski boltinn Sjáðu vítadóminn sem bjargaði Liverpool og mörk úr Meistaradeildinni Fótbolti „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Íslenski boltinn Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Formúla 1 Hóta því að skrópa á Ólympíuleikana Sport Dramatískur sigur Liverpool án Salah Fótbolti Fleiri fréttir „Hvað getur Slot gert?“ Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Sjáðu vítadóminn sem bjargaði Liverpool og mörk úr Meistaradeildinni „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Lögregla með rassíu hjá argentínska sambandinu Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Hóta því að skrópa á Ólympíuleikana Dagskráin í dag: Stórleikur í Meistaradeildinni og Bónus deildin Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Stefán Teitur spilaði í jafntefli gegn toppliðinu Öruggur sigur Tottenham og markaveisla í Hollandi Leik lokið: Ármann 70 - 106 Grindavík | Stórsigur Grindavíkur á lánlausum nýliðum Leik Lokið: Haukar 86 - 92 KR | Nýliðarnir höfðu betur gegn meisturunum Chelsea glutraði niður forystu og tapaði Kounde kveikti í endurkomu Börsunga Dramatískur sigur Liverpool án Salah Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Fyrsti sigur Hamars/Þórs kom gegn Keflavík Stórleikur Birgis Steins í sex marka sigri Bæjarar lentu undir en komu til baka Fjögur mörk Elvars dugðu skammt í þungu tapi Tindastóll með fellu gegn Keilu í Eistlandi Saka forseta FIFA um ítrekuð brot og fara fram á rannsókn Þýska stálið flaug áfram í undanúrslit Annar írskur sundmaður á Steraleikana Toppkonur Íslands á HM í handbolta 2025 „Þegar kemur að mér fer fólk alltaf aðeins yfir strikið“ Bestu mörkin í desember 2006 verða vart toppuð: Scholes, Essien og Taylor Sjá meira