Rekinn eftir að hann kýldi mann ítrekað við handtöku Kristín Ólafsdóttir skrifar 14. september 2020 08:16 Skjáskot úr myndbandi af handtökunni. Skjáskot Lögreglumaður í Georgíuríki í Bandaríkjunum var rekinn eftir að hann stöðvaði svartan mann við umferðareftirlit og kýldi hann ítrekað á föstudag. Atvikið náðist á myndband. Lögreglumaðurinn var rekinn fyrir „óhóflega valdbeitingu“, að því er fram kemur í tilkynningu frá lögreglu í Clayton-sýslu þar sem atvikið varð. Þá hefur lögreglurannsókn á málinu verið hrundið af stað. Maðurinn sem varð fyrir árás lögreglumannsins heitir Roderick Walker og er 26 ára. Hann og kærasta hans, ásamt tveimur börnum þeirra, voru á ferð í bíl sínum á föstudag þegar lögreglumaðurinn stöðvaði þau. Lögmaður fjölskyldunnar segir að fjölskyldunni hafi verið tjáð að hún hafi verið stöðvuð vegna brotins afturljós. Lögreglumennirnir eru þá sagðir hafa krafist þess að Walker kæmi út úr bifreiðinni. Honum hafi fundist það einkennilegt þar sem hann var farþegi í bílnum en ekki ökumaður. Vegfarandi náði atburðarásinni sem þá tók við á myndband. Í myndbandinu sést hvernig tveir lögreglumenn halda Walker við jörðu og annar kýlir hann og lemur ítrekað. Kærasta Walkers öskrar og segir lögreglumönnunum að hann hafi sagst ekki geta andað. Þá heyrist barn í bílnum hrópa á pabba sinn. Frétt um málið, þar sem myndbönd af handtökunni eru sýnd, má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Walker var að endingu handtekinn vegna gruns um að hindra störf lögreglumanna og líkamsárás. Walker er enn í haldi lögreglu en lögmaður hans hefur krafist þess að hann verði látinn laus. Dómari hafnaði beiðni þess efnis sökum handtökutilskipana sem gefnar höfðu verið út á hendur Walker áður en lögregla stöðvaði hann á föstudag. Málið hefur verið sett í samhengi við lögregluofbeldi í garð svartra Bandaríkjamanna, sem mótmælt hefur verið harðlega á fjöldafundum í borgum víðsvegar um landið undanfarna mánuði. Andlát George Floyds, sem lést í höndum lögreglu í maí, kom mótmælaöldunni af stað. Þá hefur mál Jacobs Blake, annars svarts Bandaríkjamanns, komið annarri bylgju mótmæla af stað síðustu vikur. Bandaríkin Kynþáttafordómar Tengdar fréttir Blake segist stöðugt verkjaður Jacob Blake, maður sem skotinn var sjö sinnum í bakið af lögreglumönnum í borginni Kenosha í Wisconsin í Bandaríkjunum í síðasta mánuði, segist vera stöðugt verkjaður í myndbandi sem birt var á samfélagsmiðlum í dag. 6. september 2020 20:21 Krefst þess að lögreglumennirnir verði sóttir til saka Joe Biden hefur krafist þess að lögreglumennirnir sem skutu tvo svarta Bandaríkjamenn, þau Jacob Blake og Breonnu Taylor, verði sóttir til saka. 3. september 2020 07:29 Trump hunsaði orsakir ófriðarins í heimsókn til Kenosha Donald Trump Bandaríkjaforseti minntist ekkert á atvikið þegar lögreglumaður skaut svartan mann sem var kveikjan að ófriði sem hefur ríkt í Kenosha í Wisconsin undanfarna daga þegar hann heimsótti borgina í dag. 1. september 2020 23:00 Mest lesið Tveir í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Ögurstund upp runnin hjá VR Innlent Hörfa frá Kúrsk Erlent Fleiri fréttir „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Slökktu á rafmagninu á Gasa Segir Bandaríkjaforseta sýna Grænlendingum lítilsvirðingu Sjá meira
Lögreglumaður í Georgíuríki í Bandaríkjunum var rekinn eftir að hann stöðvaði svartan mann við umferðareftirlit og kýldi hann ítrekað á föstudag. Atvikið náðist á myndband. Lögreglumaðurinn var rekinn fyrir „óhóflega valdbeitingu“, að því er fram kemur í tilkynningu frá lögreglu í Clayton-sýslu þar sem atvikið varð. Þá hefur lögreglurannsókn á málinu verið hrundið af stað. Maðurinn sem varð fyrir árás lögreglumannsins heitir Roderick Walker og er 26 ára. Hann og kærasta hans, ásamt tveimur börnum þeirra, voru á ferð í bíl sínum á föstudag þegar lögreglumaðurinn stöðvaði þau. Lögmaður fjölskyldunnar segir að fjölskyldunni hafi verið tjáð að hún hafi verið stöðvuð vegna brotins afturljós. Lögreglumennirnir eru þá sagðir hafa krafist þess að Walker kæmi út úr bifreiðinni. Honum hafi fundist það einkennilegt þar sem hann var farþegi í bílnum en ekki ökumaður. Vegfarandi náði atburðarásinni sem þá tók við á myndband. Í myndbandinu sést hvernig tveir lögreglumenn halda Walker við jörðu og annar kýlir hann og lemur ítrekað. Kærasta Walkers öskrar og segir lögreglumönnunum að hann hafi sagst ekki geta andað. Þá heyrist barn í bílnum hrópa á pabba sinn. Frétt um málið, þar sem myndbönd af handtökunni eru sýnd, má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Walker var að endingu handtekinn vegna gruns um að hindra störf lögreglumanna og líkamsárás. Walker er enn í haldi lögreglu en lögmaður hans hefur krafist þess að hann verði látinn laus. Dómari hafnaði beiðni þess efnis sökum handtökutilskipana sem gefnar höfðu verið út á hendur Walker áður en lögregla stöðvaði hann á föstudag. Málið hefur verið sett í samhengi við lögregluofbeldi í garð svartra Bandaríkjamanna, sem mótmælt hefur verið harðlega á fjöldafundum í borgum víðsvegar um landið undanfarna mánuði. Andlát George Floyds, sem lést í höndum lögreglu í maí, kom mótmælaöldunni af stað. Þá hefur mál Jacobs Blake, annars svarts Bandaríkjamanns, komið annarri bylgju mótmæla af stað síðustu vikur.
Bandaríkin Kynþáttafordómar Tengdar fréttir Blake segist stöðugt verkjaður Jacob Blake, maður sem skotinn var sjö sinnum í bakið af lögreglumönnum í borginni Kenosha í Wisconsin í Bandaríkjunum í síðasta mánuði, segist vera stöðugt verkjaður í myndbandi sem birt var á samfélagsmiðlum í dag. 6. september 2020 20:21 Krefst þess að lögreglumennirnir verði sóttir til saka Joe Biden hefur krafist þess að lögreglumennirnir sem skutu tvo svarta Bandaríkjamenn, þau Jacob Blake og Breonnu Taylor, verði sóttir til saka. 3. september 2020 07:29 Trump hunsaði orsakir ófriðarins í heimsókn til Kenosha Donald Trump Bandaríkjaforseti minntist ekkert á atvikið þegar lögreglumaður skaut svartan mann sem var kveikjan að ófriði sem hefur ríkt í Kenosha í Wisconsin undanfarna daga þegar hann heimsótti borgina í dag. 1. september 2020 23:00 Mest lesið Tveir í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Ögurstund upp runnin hjá VR Innlent Hörfa frá Kúrsk Erlent Fleiri fréttir „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Slökktu á rafmagninu á Gasa Segir Bandaríkjaforseta sýna Grænlendingum lítilsvirðingu Sjá meira
Blake segist stöðugt verkjaður Jacob Blake, maður sem skotinn var sjö sinnum í bakið af lögreglumönnum í borginni Kenosha í Wisconsin í Bandaríkjunum í síðasta mánuði, segist vera stöðugt verkjaður í myndbandi sem birt var á samfélagsmiðlum í dag. 6. september 2020 20:21
Krefst þess að lögreglumennirnir verði sóttir til saka Joe Biden hefur krafist þess að lögreglumennirnir sem skutu tvo svarta Bandaríkjamenn, þau Jacob Blake og Breonnu Taylor, verði sóttir til saka. 3. september 2020 07:29
Trump hunsaði orsakir ófriðarins í heimsókn til Kenosha Donald Trump Bandaríkjaforseti minntist ekkert á atvikið þegar lögreglumaður skaut svartan mann sem var kveikjan að ófriði sem hefur ríkt í Kenosha í Wisconsin undanfarna daga þegar hann heimsótti borgina í dag. 1. september 2020 23:00