Pau Gasol skírði dóttur sína eftir dóttur Kobe Bryant Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. september 2020 10:30 Kobe Bryant og Pau Gasol urðu NBA-meistarar saman 2009 og 2010. Getty/Kevork Djansezian Pau Gasol heiðraði minningu Kobe Bryant og dóttur hans Giönnu með því að skíra nýfædda dóttur sína eftir dóttur fyrrum liðsfélaga síns. Pau Gasol og eiginkonan hans Cat eignuðust dóttur á dögunum og Gasol tilkynnti heiminum í gær að þau höfðu ákveðið að skíra hana Elisabet Gianna Gasol. Pau Gasol og Kobe Bryant spiluðu ekki bara saman og unnu tvo NBA-titla sem liðsfélagar heldur voru þeir góðir vinur. Pau Gasol var líka mikil fjölskylduvinur og hefur eytt tíma með Vanessu Bryant og stelpunum eftir fráfall Kobe Bryant og dóttur hans Giönnu sem létust bæði í þyrluslysi í lok janúar síðastliðnum. .@paugasol and his wife Cat named their newborn daughter Elisabet Gianna Gasol pic.twitter.com/Snn2zvqlDI— SportsCenter (@SportsCenter) September 13, 2020 Gianna Bryant var aðeins þrettán ára gömul þegar hún fórst í þessu þyrluslysi en hún, Kobe faðir hennar og sjö aðrir voru þá á leið í körfuboltaleik hjá liði hennar. „Litla okkar er loksins komin í heiminn. Fæðingin gekk mjög vel og við gætum ekki verið hamingjusamari. Elisabet Gianna Gasol er þýðingarmikið nafn fyrir okkar mjög svo fallegu dóttur,“ skrifaði Pau Gasol og bætti við myllumerkinu stelpupabbi Vanessa Bryant sjálf fagnaði líka fæðingunni á Instagram reikningnum sínum. „Guðdóttir mín er komin í heiminn,“ skrifaði Vanessa Bryant, ekkja Kobe Bryant. Paul Gasol skrifaði við færsluna: „Við elskum þig systir. Þú átt eftir að vera besta mögulega guðmóðirin fyrir okkar Ellie Gianna,“ skrifaði Gasol. View this post on Instagram Nuestra pequeña ya está con nosotros! Todo ha ido muy bien y no podemos estar más felices!! Elisabet Gianna Gasol , un nombre con mucho significado para nuestra preciosa hija!! #Padredeniña Our little one has finally arrived!! The delivery went really well and we couldn t be happier!! Elisabet Gianna Gasol , a very meaningful name for our super beautiful daughter!! #girldad A post shared by Pau (@paugasol) on Sep 13, 2020 at 1:27pm PDT Bryant og Pau Gasol voru liðsfélagar frá 2008 til 2014. Gasol var síðan áfram mikill vinur hans þótt að hann væri kominn í annað lið. Nú síðast vakti athygli þegar Pau Gasol og eiginkona hans fóru saman í bátsferð með Vanessu og dætrunum Nataliu, Biönku og Capri. View this post on Instagram My wife, my future baby, my sister and my nieces. So much beauty in one picture #Family A post shared by Pau (@paugasol) on Aug 21, 2020 at 12:42pm PDT NBA Mest lesið Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Golf Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Golf Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Körfubolti Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Fótbolti Getur verið erfitt að kveðja: „Það var aðeins grátið“ Sport Náðu ekki að bjarga lífi nítján ára vonarstjörnu Sport Gæti fengið átta milljarða króna Formúla 1 „Þau sakna vina sinna og finnst erfitt að keppa á móti þeim“ Fótbolti „Kom okkur dálítið á óvart hvernig þeir pressuðu“ Fótbolti Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Sjá meira
Pau Gasol heiðraði minningu Kobe Bryant og dóttur hans Giönnu með því að skíra nýfædda dóttur sína eftir dóttur fyrrum liðsfélaga síns. Pau Gasol og eiginkonan hans Cat eignuðust dóttur á dögunum og Gasol tilkynnti heiminum í gær að þau höfðu ákveðið að skíra hana Elisabet Gianna Gasol. Pau Gasol og Kobe Bryant spiluðu ekki bara saman og unnu tvo NBA-titla sem liðsfélagar heldur voru þeir góðir vinur. Pau Gasol var líka mikil fjölskylduvinur og hefur eytt tíma með Vanessu Bryant og stelpunum eftir fráfall Kobe Bryant og dóttur hans Giönnu sem létust bæði í þyrluslysi í lok janúar síðastliðnum. .@paugasol and his wife Cat named their newborn daughter Elisabet Gianna Gasol pic.twitter.com/Snn2zvqlDI— SportsCenter (@SportsCenter) September 13, 2020 Gianna Bryant var aðeins þrettán ára gömul þegar hún fórst í þessu þyrluslysi en hún, Kobe faðir hennar og sjö aðrir voru þá á leið í körfuboltaleik hjá liði hennar. „Litla okkar er loksins komin í heiminn. Fæðingin gekk mjög vel og við gætum ekki verið hamingjusamari. Elisabet Gianna Gasol er þýðingarmikið nafn fyrir okkar mjög svo fallegu dóttur,“ skrifaði Pau Gasol og bætti við myllumerkinu stelpupabbi Vanessa Bryant sjálf fagnaði líka fæðingunni á Instagram reikningnum sínum. „Guðdóttir mín er komin í heiminn,“ skrifaði Vanessa Bryant, ekkja Kobe Bryant. Paul Gasol skrifaði við færsluna: „Við elskum þig systir. Þú átt eftir að vera besta mögulega guðmóðirin fyrir okkar Ellie Gianna,“ skrifaði Gasol. View this post on Instagram Nuestra pequeña ya está con nosotros! Todo ha ido muy bien y no podemos estar más felices!! Elisabet Gianna Gasol , un nombre con mucho significado para nuestra preciosa hija!! #Padredeniña Our little one has finally arrived!! The delivery went really well and we couldn t be happier!! Elisabet Gianna Gasol , a very meaningful name for our super beautiful daughter!! #girldad A post shared by Pau (@paugasol) on Sep 13, 2020 at 1:27pm PDT Bryant og Pau Gasol voru liðsfélagar frá 2008 til 2014. Gasol var síðan áfram mikill vinur hans þótt að hann væri kominn í annað lið. Nú síðast vakti athygli þegar Pau Gasol og eiginkona hans fóru saman í bátsferð með Vanessu og dætrunum Nataliu, Biönku og Capri. View this post on Instagram My wife, my future baby, my sister and my nieces. So much beauty in one picture #Family A post shared by Pau (@paugasol) on Aug 21, 2020 at 12:42pm PDT
NBA Mest lesið Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Golf Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Golf Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Körfubolti Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Fótbolti Getur verið erfitt að kveðja: „Það var aðeins grátið“ Sport Náðu ekki að bjarga lífi nítján ára vonarstjörnu Sport Gæti fengið átta milljarða króna Formúla 1 „Þau sakna vina sinna og finnst erfitt að keppa á móti þeim“ Fótbolti „Kom okkur dálítið á óvart hvernig þeir pressuðu“ Fótbolti Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Sjá meira