Sanders segir Biden þurfa að gera meira Sylvía Hall skrifar 13. september 2020 20:55 Bernie Sanders hefur lýst yfir stuðningi við Joe Biden og tekið þátt í kosningabaráttu hans. Vísir/EPA Bernie Sanders, fyrrum mótframbjóðandi Joe Biden í forvali Demókrataflokksins fyrir forsetakosningarnar í ár, segir ekki duga til að kosningabaráttan snúist einungis um að svara Trump. Biden sé í góðri stöðu en þurfi að draga fram önnur stefnumál í sviðsljósið. „Við verðum að gefa fólki ástæðu til þess að kjósa Joe Biden. Joe er með afgerandi afstöðu varðandi efnahagsmál, og ég held að við ættum að tala meira um það en við höfum gert til þessa,“ sagði Sanders í samtali við MSNBC. Hann telur Biden vera í hættu á að tapa kosningunum ef hann fer ekki að beina sjónum sínum að öðru en Trump. Hann þyrfti til að mynda að höfða betur til kjósenda af rómönskum-amerískum uppruna og ungra kjósenda. „Þú ert með stóran hóp af ungu fólki og fólki af rómönskum-amerískum uppruna sem gæti jafnvel ekki farið á kjörstað. Þau eru ekki að fara að kjósa Donald Trump, svo mikið er víst, en þau gætu líka sleppt því að kjósa,“ sagði Sanders og bætti við að það væri mikilvægt að skoða hvernig ætti að koma þeim hópum á kjörstað. Í viðtali á PBS á föstudag sagði Sanders að það væri alls ekki borðleggjandi að Biden færi með sigur af hólmi í nóvember. Hann hefur einnig bent á að stuðningsmenn Trump virðast almennt spenntari fyrir kosningunum en stuðningsmenn Biden. Michael Bloomberg. Milljarðaframlag frá Bloomberg Á meðal þeirra ríkja sem skipta hvað mestu máli í kosningunum er Flórída-ríki. 29 af þeim 270 kjörmönnum sem þarf til að sigra kosningarnar eru í því ríki, en aðeins Kalifornía og Texas hafa fleiri kjörmenn. Ekki þykir jafnt tvísýnt um úrslit þar, enda Kalifornía löngum verið ríki Demókrata og Texas Repúblikana. Milljarðamæringurinn Michael Bloomberg, sem bauð sig fram í forvali Demókrataflokksins, hefur heitið því að styrkja kosningabaráttu Biden í ríkinu um 100 milljónir Bandaríkjadala, eða um 13,6 milljarða íslenskra króna. Í samtali við Reuters sagði ráðgjafi Bloomberg að það væri mikilvægast að sigra í þeim ríkjum þar sem báðir frambjóðendur ættu möguleika á sigri. „Mike Bloomberg er staðráðinn í því að hjálpa til við að sigra Trump, og það gerist í barátturíkjunum.“ Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Trump á í vök að verjast vegna meintra ummæla um fallna hermenn Joe Biden, forsetaframbjóðandi Demókrataflokksins, er á meðal þeirra sem hafa deilt hart á Donald Trump Bandaríkjaforseta, vegna ummæla sem forsetinn á að hafa látið falla um að fallnir hermenn væru „minnipokamenn“ og „flón“. 4. september 2020 23:53 Biden mælist enn með töluvert forskot Útlit er fyrir að landsfundir Demókrata og Repúblikana hafi haft lítil áhrif á viðhorf kjósenda fyrir forsetakosningarnar í nóvember. Joe Biden, frambjóðandi Demókrataflokksins, er enn með talsvert forskot gegn Donald Trump, forseta. 3. september 2020 11:22 Mest lesið Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Innlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Fleiri fréttir „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Sjá meira
Bernie Sanders, fyrrum mótframbjóðandi Joe Biden í forvali Demókrataflokksins fyrir forsetakosningarnar í ár, segir ekki duga til að kosningabaráttan snúist einungis um að svara Trump. Biden sé í góðri stöðu en þurfi að draga fram önnur stefnumál í sviðsljósið. „Við verðum að gefa fólki ástæðu til þess að kjósa Joe Biden. Joe er með afgerandi afstöðu varðandi efnahagsmál, og ég held að við ættum að tala meira um það en við höfum gert til þessa,“ sagði Sanders í samtali við MSNBC. Hann telur Biden vera í hættu á að tapa kosningunum ef hann fer ekki að beina sjónum sínum að öðru en Trump. Hann þyrfti til að mynda að höfða betur til kjósenda af rómönskum-amerískum uppruna og ungra kjósenda. „Þú ert með stóran hóp af ungu fólki og fólki af rómönskum-amerískum uppruna sem gæti jafnvel ekki farið á kjörstað. Þau eru ekki að fara að kjósa Donald Trump, svo mikið er víst, en þau gætu líka sleppt því að kjósa,“ sagði Sanders og bætti við að það væri mikilvægt að skoða hvernig ætti að koma þeim hópum á kjörstað. Í viðtali á PBS á föstudag sagði Sanders að það væri alls ekki borðleggjandi að Biden færi með sigur af hólmi í nóvember. Hann hefur einnig bent á að stuðningsmenn Trump virðast almennt spenntari fyrir kosningunum en stuðningsmenn Biden. Michael Bloomberg. Milljarðaframlag frá Bloomberg Á meðal þeirra ríkja sem skipta hvað mestu máli í kosningunum er Flórída-ríki. 29 af þeim 270 kjörmönnum sem þarf til að sigra kosningarnar eru í því ríki, en aðeins Kalifornía og Texas hafa fleiri kjörmenn. Ekki þykir jafnt tvísýnt um úrslit þar, enda Kalifornía löngum verið ríki Demókrata og Texas Repúblikana. Milljarðamæringurinn Michael Bloomberg, sem bauð sig fram í forvali Demókrataflokksins, hefur heitið því að styrkja kosningabaráttu Biden í ríkinu um 100 milljónir Bandaríkjadala, eða um 13,6 milljarða íslenskra króna. Í samtali við Reuters sagði ráðgjafi Bloomberg að það væri mikilvægast að sigra í þeim ríkjum þar sem báðir frambjóðendur ættu möguleika á sigri. „Mike Bloomberg er staðráðinn í því að hjálpa til við að sigra Trump, og það gerist í barátturíkjunum.“
Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Trump á í vök að verjast vegna meintra ummæla um fallna hermenn Joe Biden, forsetaframbjóðandi Demókrataflokksins, er á meðal þeirra sem hafa deilt hart á Donald Trump Bandaríkjaforseta, vegna ummæla sem forsetinn á að hafa látið falla um að fallnir hermenn væru „minnipokamenn“ og „flón“. 4. september 2020 23:53 Biden mælist enn með töluvert forskot Útlit er fyrir að landsfundir Demókrata og Repúblikana hafi haft lítil áhrif á viðhorf kjósenda fyrir forsetakosningarnar í nóvember. Joe Biden, frambjóðandi Demókrataflokksins, er enn með talsvert forskot gegn Donald Trump, forseta. 3. september 2020 11:22 Mest lesið Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Innlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Fleiri fréttir „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Sjá meira
Trump á í vök að verjast vegna meintra ummæla um fallna hermenn Joe Biden, forsetaframbjóðandi Demókrataflokksins, er á meðal þeirra sem hafa deilt hart á Donald Trump Bandaríkjaforseta, vegna ummæla sem forsetinn á að hafa látið falla um að fallnir hermenn væru „minnipokamenn“ og „flón“. 4. september 2020 23:53
Biden mælist enn með töluvert forskot Útlit er fyrir að landsfundir Demókrata og Repúblikana hafi haft lítil áhrif á viðhorf kjósenda fyrir forsetakosningarnar í nóvember. Joe Biden, frambjóðandi Demókrataflokksins, er enn með talsvert forskot gegn Donald Trump, forseta. 3. september 2020 11:22