Daglegt líf í Bandaríkjunum verði fyrst „eðlilegt“ um mitt næsta ár Sylvía Hall skrifar 12. september 2020 23:00 Anthony Fauci er einn fremsti sóttvarnasérfræðingur Bandaríkjanna. AP/Susan Walsh Anthony Fauci, yfirmaður ofnæmis- og smitsjúkdómastofnunar Bandaríkjanna, segist ekki búast við því að daglegt líf í Bandaríkjunum verði líkt og það var fyrir kórónuveirufaraldurinn fyrr en um mitt næsta ár. Hann segir tölfræði varðandi stöðuna í Bandaríkjunum uggvænlega. Fauci sagði í samtali við MSNBC að hann væri vongóður um að bóluefni myndi líta dagsins ljós undir lok þessa árs eða í byrjun næsta. Þá væri þó aðeins hálfur sigur unninn, enda þyrfti að dreifa bóluefninu um heiminn og sjá til þess að stór hluti fólks yrði bólusett fyrir kórónuveirunni sem veldur Covid-19. „Ef við erum að tala um að komast aftur í þann hversdagsleika sem var fyrir Covid, þá verður það ekki fyrr en það er eitthvað liðið á 2021 eða undir lok ársins 2021,“ sagði Fauci. Bandaríkjamenn virðast enn eiga erfitt með að hefta útbreiðslu veirunnar og greinast nú að meðaltali um 40 þúsund ný tilfelli á dag og dauðsföll eru um eitt þúsund. Donald Trump Bandaríkjaforseti sagði fyrr í vikunni að hann væri vongóður um að Bandaríkin væru farin að sjá fyrir endann á faraldrinum, en Fauci er ekki á sama máli. „Ég verð að vera ósammála því […] Ef þú horfir á tölfræðina, hún er uggvænleg.“ Mörg ríki hafa boðað tilslakanir á samkomutakmörkunum og tilkynnti Andrew Cuomo, ríkisstjóri New York, að veitingastaðir myndu opna aftur þann 30. september næstkomandi. Þeim væri heimilt að nýta 25 prósent sæta staðarins og stefnan væri sett á að leyfa 50 prósent nýtingu í nóvember. Fauci segist hafa áhyggjur af þessu í ljósi þess að sýkingarhætta sé mun meiri þegar fólk er komið saman í einu rými. „Ég hef áhyggjur af því þegar ég sé samkomur innandyra, og það verður meira freistandi þegar við förum inn í haustið og veturinn.“ Hvergi hafa fleiri greinst með kórónuveiruna en í Bandaríkjunum, eða um það bil 6,5 milljónir einstaklingar. Hátt í 200 þúsund hafa látist af völdum veirunnar þar í landi. Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Efast um að bóluefni verði tilbúið í október Helsti sóttvarnasérfræðingur Bandaríkjastjórnar telur ekki líklegt að bóluefni gegn nýju afbrigði kórónuveiru verði tilbúið í október, jafnvel þó að það sé „hugsanlegt“. Hvíta húsið segir að enginn þrýstingur sé á heilbrigðisyfirvöld að votta bóluefni fyrir kosningar sem fara fram í nóvember. 3. september 2020 18:51 Nýr ráðgjafi Trump vill fara „sænsku leiðina“ og ná hjarðónæmi Einn af helstu heilbrigðissráðgjöfum Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, hefur ýtt á að að Bandaríkin leggi áherslu á að ná svokölluðu „hjarðónæmi“ gegn Covid-19. 31. ágúst 2020 22:21 Dætur sóttvarnasérfræðings hafa orðið fyrir áreiti Anthony Fauci, helsti sóttvarnasérfræðingur Bandaríkjastjórnar, segir að dætur hans hafi orðið fyrir áreitni gagnrýnenda hans. Hann segist hafa þurft að ráða sé öryggisverði til að gæta fjölskyldunnar eftir að honum bárust líflátshótanir. 6. ágúst 2020 19:21 Mest lesið Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Innlent Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Fleiri fréttir Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Sjá meira
Anthony Fauci, yfirmaður ofnæmis- og smitsjúkdómastofnunar Bandaríkjanna, segist ekki búast við því að daglegt líf í Bandaríkjunum verði líkt og það var fyrir kórónuveirufaraldurinn fyrr en um mitt næsta ár. Hann segir tölfræði varðandi stöðuna í Bandaríkjunum uggvænlega. Fauci sagði í samtali við MSNBC að hann væri vongóður um að bóluefni myndi líta dagsins ljós undir lok þessa árs eða í byrjun næsta. Þá væri þó aðeins hálfur sigur unninn, enda þyrfti að dreifa bóluefninu um heiminn og sjá til þess að stór hluti fólks yrði bólusett fyrir kórónuveirunni sem veldur Covid-19. „Ef við erum að tala um að komast aftur í þann hversdagsleika sem var fyrir Covid, þá verður það ekki fyrr en það er eitthvað liðið á 2021 eða undir lok ársins 2021,“ sagði Fauci. Bandaríkjamenn virðast enn eiga erfitt með að hefta útbreiðslu veirunnar og greinast nú að meðaltali um 40 þúsund ný tilfelli á dag og dauðsföll eru um eitt þúsund. Donald Trump Bandaríkjaforseti sagði fyrr í vikunni að hann væri vongóður um að Bandaríkin væru farin að sjá fyrir endann á faraldrinum, en Fauci er ekki á sama máli. „Ég verð að vera ósammála því […] Ef þú horfir á tölfræðina, hún er uggvænleg.“ Mörg ríki hafa boðað tilslakanir á samkomutakmörkunum og tilkynnti Andrew Cuomo, ríkisstjóri New York, að veitingastaðir myndu opna aftur þann 30. september næstkomandi. Þeim væri heimilt að nýta 25 prósent sæta staðarins og stefnan væri sett á að leyfa 50 prósent nýtingu í nóvember. Fauci segist hafa áhyggjur af þessu í ljósi þess að sýkingarhætta sé mun meiri þegar fólk er komið saman í einu rými. „Ég hef áhyggjur af því þegar ég sé samkomur innandyra, og það verður meira freistandi þegar við förum inn í haustið og veturinn.“ Hvergi hafa fleiri greinst með kórónuveiruna en í Bandaríkjunum, eða um það bil 6,5 milljónir einstaklingar. Hátt í 200 þúsund hafa látist af völdum veirunnar þar í landi.
Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Efast um að bóluefni verði tilbúið í október Helsti sóttvarnasérfræðingur Bandaríkjastjórnar telur ekki líklegt að bóluefni gegn nýju afbrigði kórónuveiru verði tilbúið í október, jafnvel þó að það sé „hugsanlegt“. Hvíta húsið segir að enginn þrýstingur sé á heilbrigðisyfirvöld að votta bóluefni fyrir kosningar sem fara fram í nóvember. 3. september 2020 18:51 Nýr ráðgjafi Trump vill fara „sænsku leiðina“ og ná hjarðónæmi Einn af helstu heilbrigðissráðgjöfum Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, hefur ýtt á að að Bandaríkin leggi áherslu á að ná svokölluðu „hjarðónæmi“ gegn Covid-19. 31. ágúst 2020 22:21 Dætur sóttvarnasérfræðings hafa orðið fyrir áreiti Anthony Fauci, helsti sóttvarnasérfræðingur Bandaríkjastjórnar, segir að dætur hans hafi orðið fyrir áreitni gagnrýnenda hans. Hann segist hafa þurft að ráða sé öryggisverði til að gæta fjölskyldunnar eftir að honum bárust líflátshótanir. 6. ágúst 2020 19:21 Mest lesið Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Innlent Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Fleiri fréttir Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Sjá meira
Efast um að bóluefni verði tilbúið í október Helsti sóttvarnasérfræðingur Bandaríkjastjórnar telur ekki líklegt að bóluefni gegn nýju afbrigði kórónuveiru verði tilbúið í október, jafnvel þó að það sé „hugsanlegt“. Hvíta húsið segir að enginn þrýstingur sé á heilbrigðisyfirvöld að votta bóluefni fyrir kosningar sem fara fram í nóvember. 3. september 2020 18:51
Nýr ráðgjafi Trump vill fara „sænsku leiðina“ og ná hjarðónæmi Einn af helstu heilbrigðissráðgjöfum Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, hefur ýtt á að að Bandaríkin leggi áherslu á að ná svokölluðu „hjarðónæmi“ gegn Covid-19. 31. ágúst 2020 22:21
Dætur sóttvarnasérfræðings hafa orðið fyrir áreiti Anthony Fauci, helsti sóttvarnasérfræðingur Bandaríkjastjórnar, segir að dætur hans hafi orðið fyrir áreitni gagnrýnenda hans. Hann segist hafa þurft að ráða sé öryggisverði til að gæta fjölskyldunnar eftir að honum bárust líflátshótanir. 6. ágúst 2020 19:21