Ungstirnið Amanda Andradóttir hóf leik á varamannabekk Nordsjælland þegar liðið fékk Fortuna Hjörring í heimsókn í dönsku úrvalsdeildinni í kvöld.
Fortuna Hjörring leiddi leikinn 1-2 þegar Amöndu var skipt inná á 60.mínútu.
Hin 16 ára gamla Amanda náði ekki að snúa gangi leiksins við og lauk leiknum með 1-4 sigri Fortuna Hjörring.
Nordsjælland situr í fimmta sæti dönsku úrvalsdeildarinnar en átta lið eru í deildinni.