Ólafur Kristjánsson byrjar vel með Esbjerg í dönsku B-deildinni en þeir unnu 2-0 sigur á Skive á útivelli í dag.
Leikurinn var fyrsti alvöru leikur Ólafs frá því að hann tók við Esbjerg í sumar eftir tæplega þriggja ára veru hjá FH.
Esbjerg gerði út um leikinn á fyrstu tuttugu mínútunum með mörkum frá Patrick Egelud og Joni Kauko.
Lokatölur urðu svo 2-0 eins og áður segir en Esbjerg féll úr dönsku úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð.
Andri Rúnar Bjarnason gekk í raðir Esbjerg í sumar og byrjaði á bekknum í dag.
Hann kom inn á þegar stundarfjórðungur var eftir af leiknum og var nálægt því að skora stuttu síðar.
2-0-sejr i premieren https://t.co/a8oWD7JL77
— Esbjerg fB (@EsbjergfB) September 12, 2020