Faraldurinn setur svip sinn á minningarathafnir um hryðjuverkin 11. september Kjartan Kjartansson skrifar 11. september 2020 15:14 Biden (t.v.) og Pence varaforseti (t.h.) heilsuðust að Covid-sið þegar þeir hittust á minningarathöfn um fórnarlömb hryðjuverkárásanna í New York í morgun. AP/Amr Alfiky/New York Times Minningarathafnir um hryðjuverkaárásirnar 11. september í Bandaríkjunum hafa farið fram með breyttu sniði í ár vegna kórónuveirufaraldursins sem geisar enn. Bæði Donald Trump forseti og Joe Biden, mótframbjóðandi hans, ætla að heimsækja minnisvarða um flugvél sem hryðjuverkamennirnir rændu og brotlenti í Pennsylvaníu. Nítján ár eru í dag liðin frá því að hryðjuverkamenn, flestir þeirra frá Sádi-Arabíu, rændu fjórum farþegaþotum og flugu tveimur þeirra á Tvíburaturnana í New York. Þeirri þriðju flugu þeir á varnarmálaráðuneytið utan við Washington-borg en farþegar í þeirri fjórðu náðu að yfirbuga hryðjuverkamennina og brotlenti vélin á akri í Shanksville í Pennsylvaníu. Hryðjuverkin eru þau verstu á bandarísku landsvæði en hátt í þrjú þúsund manns létu lífið á stöðunum þremur, langflestir í New York. Ættingjar fórnarlamba árásanna komu saman á tveimur stöðum í New York í dag, þar á meðal á minningartorgi þar sem Tvíburaturnarnir stóðu. Til þess að draga úr smithættu í kórónuveirufaraldrinum var hætt við áralanga hefð þar sem ættingjar lesa upp nöfn þeirra látnu „Við verðum að muna áfram. Allt landið er á niðurleið. Það er eitt á fætur annars og núna er Covid. Ég er ánægð með að þetta er samt haldið,“ segir Kathy Swift sem var viðstödd aðra athöfnina við AP-fréttastofuna en bróðir hennar var á meðal þeirra sem létust í New York. Minningarathöfnum annars staðar hefur sums staðar verið aflýst vegna faraldursins eða þær haldnar með breyttu sniði. Í Pentagon, byggingu varnarmálaráðuneytisins, fengu aðstandendur þeirra látnu þar ekki að vera viðstaddir minningarstund. Trump-hjónin héldu þagnarstund á mínútunni sem farþegaþota hrapaði í Pennsylvaníu fyrir nítján árum í morgun.AP/Alex Brandon Halda hvor í sínu lagi til Pennsylvaníu Trump forseti sagði að fórnarlömb árásanna yrðu alltaf áminning um að Bandaríkin myndu alltaf rísa upp og verja sig þegar hann hélt ræðu við minnisvarða í Shanksville í dag. Fjörutíu manns fórust með flugvélinni sem hrapaði þar. Biden fyrrverandi varaforseti og forsetaefni Demókrataflokksins ætlar einnig að heimsækja Shanksville síðdegis. Hann var viðstaddur minnigarathöfn í New York í morgun. Þeir Mike Pence varaforseti heilsuðust með olnbogunum að Covid-sið áður en athöfnin hófst. Báðir voru þeir með grímur. Hvorugur þeirra tók til máls en venja er að stjórnmálamenn haldi ekki ræður við þetta tilefni. Framboð Biden sagðist hafa hætt við allar sjónvarpsauglýsingar í dag. Áður en Biden lagði af stað til New York í morgun sagðist hann ekki ætla að gefa út neinar pólitískar yfirlýsingar í dag. Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Erlent Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Erlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra Innlent Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Erlent Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Innlent Fleiri fréttir Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Sjá meira
Minningarathafnir um hryðjuverkaárásirnar 11. september í Bandaríkjunum hafa farið fram með breyttu sniði í ár vegna kórónuveirufaraldursins sem geisar enn. Bæði Donald Trump forseti og Joe Biden, mótframbjóðandi hans, ætla að heimsækja minnisvarða um flugvél sem hryðjuverkamennirnir rændu og brotlenti í Pennsylvaníu. Nítján ár eru í dag liðin frá því að hryðjuverkamenn, flestir þeirra frá Sádi-Arabíu, rændu fjórum farþegaþotum og flugu tveimur þeirra á Tvíburaturnana í New York. Þeirri þriðju flugu þeir á varnarmálaráðuneytið utan við Washington-borg en farþegar í þeirri fjórðu náðu að yfirbuga hryðjuverkamennina og brotlenti vélin á akri í Shanksville í Pennsylvaníu. Hryðjuverkin eru þau verstu á bandarísku landsvæði en hátt í þrjú þúsund manns létu lífið á stöðunum þremur, langflestir í New York. Ættingjar fórnarlamba árásanna komu saman á tveimur stöðum í New York í dag, þar á meðal á minningartorgi þar sem Tvíburaturnarnir stóðu. Til þess að draga úr smithættu í kórónuveirufaraldrinum var hætt við áralanga hefð þar sem ættingjar lesa upp nöfn þeirra látnu „Við verðum að muna áfram. Allt landið er á niðurleið. Það er eitt á fætur annars og núna er Covid. Ég er ánægð með að þetta er samt haldið,“ segir Kathy Swift sem var viðstödd aðra athöfnina við AP-fréttastofuna en bróðir hennar var á meðal þeirra sem létust í New York. Minningarathöfnum annars staðar hefur sums staðar verið aflýst vegna faraldursins eða þær haldnar með breyttu sniði. Í Pentagon, byggingu varnarmálaráðuneytisins, fengu aðstandendur þeirra látnu þar ekki að vera viðstaddir minningarstund. Trump-hjónin héldu þagnarstund á mínútunni sem farþegaþota hrapaði í Pennsylvaníu fyrir nítján árum í morgun.AP/Alex Brandon Halda hvor í sínu lagi til Pennsylvaníu Trump forseti sagði að fórnarlömb árásanna yrðu alltaf áminning um að Bandaríkin myndu alltaf rísa upp og verja sig þegar hann hélt ræðu við minnisvarða í Shanksville í dag. Fjörutíu manns fórust með flugvélinni sem hrapaði þar. Biden fyrrverandi varaforseti og forsetaefni Demókrataflokksins ætlar einnig að heimsækja Shanksville síðdegis. Hann var viðstaddur minnigarathöfn í New York í morgun. Þeir Mike Pence varaforseti heilsuðust með olnbogunum að Covid-sið áður en athöfnin hófst. Báðir voru þeir með grímur. Hvorugur þeirra tók til máls en venja er að stjórnmálamenn haldi ekki ræður við þetta tilefni. Framboð Biden sagðist hafa hætt við allar sjónvarpsauglýsingar í dag. Áður en Biden lagði af stað til New York í morgun sagðist hann ekki ætla að gefa út neinar pólitískar yfirlýsingar í dag.
Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Erlent Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Erlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra Innlent Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Erlent Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Innlent Fleiri fréttir Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Sjá meira