Faraldurinn setur svip sinn á minningarathafnir um hryðjuverkin 11. september Kjartan Kjartansson skrifar 11. september 2020 15:14 Biden (t.v.) og Pence varaforseti (t.h.) heilsuðust að Covid-sið þegar þeir hittust á minningarathöfn um fórnarlömb hryðjuverkárásanna í New York í morgun. AP/Amr Alfiky/New York Times Minningarathafnir um hryðjuverkaárásirnar 11. september í Bandaríkjunum hafa farið fram með breyttu sniði í ár vegna kórónuveirufaraldursins sem geisar enn. Bæði Donald Trump forseti og Joe Biden, mótframbjóðandi hans, ætla að heimsækja minnisvarða um flugvél sem hryðjuverkamennirnir rændu og brotlenti í Pennsylvaníu. Nítján ár eru í dag liðin frá því að hryðjuverkamenn, flestir þeirra frá Sádi-Arabíu, rændu fjórum farþegaþotum og flugu tveimur þeirra á Tvíburaturnana í New York. Þeirri þriðju flugu þeir á varnarmálaráðuneytið utan við Washington-borg en farþegar í þeirri fjórðu náðu að yfirbuga hryðjuverkamennina og brotlenti vélin á akri í Shanksville í Pennsylvaníu. Hryðjuverkin eru þau verstu á bandarísku landsvæði en hátt í þrjú þúsund manns létu lífið á stöðunum þremur, langflestir í New York. Ættingjar fórnarlamba árásanna komu saman á tveimur stöðum í New York í dag, þar á meðal á minningartorgi þar sem Tvíburaturnarnir stóðu. Til þess að draga úr smithættu í kórónuveirufaraldrinum var hætt við áralanga hefð þar sem ættingjar lesa upp nöfn þeirra látnu „Við verðum að muna áfram. Allt landið er á niðurleið. Það er eitt á fætur annars og núna er Covid. Ég er ánægð með að þetta er samt haldið,“ segir Kathy Swift sem var viðstödd aðra athöfnina við AP-fréttastofuna en bróðir hennar var á meðal þeirra sem létust í New York. Minningarathöfnum annars staðar hefur sums staðar verið aflýst vegna faraldursins eða þær haldnar með breyttu sniði. Í Pentagon, byggingu varnarmálaráðuneytisins, fengu aðstandendur þeirra látnu þar ekki að vera viðstaddir minningarstund. Trump-hjónin héldu þagnarstund á mínútunni sem farþegaþota hrapaði í Pennsylvaníu fyrir nítján árum í morgun.AP/Alex Brandon Halda hvor í sínu lagi til Pennsylvaníu Trump forseti sagði að fórnarlömb árásanna yrðu alltaf áminning um að Bandaríkin myndu alltaf rísa upp og verja sig þegar hann hélt ræðu við minnisvarða í Shanksville í dag. Fjörutíu manns fórust með flugvélinni sem hrapaði þar. Biden fyrrverandi varaforseti og forsetaefni Demókrataflokksins ætlar einnig að heimsækja Shanksville síðdegis. Hann var viðstaddur minnigarathöfn í New York í morgun. Þeir Mike Pence varaforseti heilsuðust með olnbogunum að Covid-sið áður en athöfnin hófst. Báðir voru þeir með grímur. Hvorugur þeirra tók til máls en venja er að stjórnmálamenn haldi ekki ræður við þetta tilefni. Framboð Biden sagðist hafa hætt við allar sjónvarpsauglýsingar í dag. Áður en Biden lagði af stað til New York í morgun sagðist hann ekki ætla að gefa út neinar pólitískar yfirlýsingar í dag. Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Innlent Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Erlent Fleiri fréttir Merz lofaði Selenskíj aðstoð við langdrægar skotflaugar Vísaði frá máli gegn orkurisa vegna bráðnunar jökla Á góðri leið með loftslagsmarkmið standi ESB-ríki við sitt Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Geimfar SpaceX splundraðist eftir 45 mínútna flug Springur Starship í þriðja sinn í röð? „Hann er að leika sér að eldinum!“ Sakaður um morðtilraun og akstur undir áhrifum fíkniefna Náðar spilltan fógeta Telja vanrækslu hafa valdið mannskæðu þyrluslysi í Finnlandi Fjögur börn í hópi þeirra mest slösuðu „Bara sjokk hvað maður var nálægt þessu“ Einn í haldi eftir að ekið var á fólk í Liverpool Deila enn um „stóra fallega“ frumvarpið Hnekkti dómi fyrrverandi kanslara fyrir meinsæri Hjónaerjur í opinberri heimsókn Macrons Mestu árásirnar hingað til, aftur Kim reiður yfir misheppnaðri sjósetningu Útskrifuð af geðdeild daginn fyrir stunguárásina í Hamborg Konur og karlar fái sortuæxli á ólíkum stöðum Mannfall þegar skólabygging var sprengd Segir Pútín „genginn af göflunum“ og íhugar refsiaðgerðir Frestar fimmtíu prósenta tollum á Evrópusambandið Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Fundu lík fimm skíðamanna nærri Zermatt Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Sjá meira
Minningarathafnir um hryðjuverkaárásirnar 11. september í Bandaríkjunum hafa farið fram með breyttu sniði í ár vegna kórónuveirufaraldursins sem geisar enn. Bæði Donald Trump forseti og Joe Biden, mótframbjóðandi hans, ætla að heimsækja minnisvarða um flugvél sem hryðjuverkamennirnir rændu og brotlenti í Pennsylvaníu. Nítján ár eru í dag liðin frá því að hryðjuverkamenn, flestir þeirra frá Sádi-Arabíu, rændu fjórum farþegaþotum og flugu tveimur þeirra á Tvíburaturnana í New York. Þeirri þriðju flugu þeir á varnarmálaráðuneytið utan við Washington-borg en farþegar í þeirri fjórðu náðu að yfirbuga hryðjuverkamennina og brotlenti vélin á akri í Shanksville í Pennsylvaníu. Hryðjuverkin eru þau verstu á bandarísku landsvæði en hátt í þrjú þúsund manns létu lífið á stöðunum þremur, langflestir í New York. Ættingjar fórnarlamba árásanna komu saman á tveimur stöðum í New York í dag, þar á meðal á minningartorgi þar sem Tvíburaturnarnir stóðu. Til þess að draga úr smithættu í kórónuveirufaraldrinum var hætt við áralanga hefð þar sem ættingjar lesa upp nöfn þeirra látnu „Við verðum að muna áfram. Allt landið er á niðurleið. Það er eitt á fætur annars og núna er Covid. Ég er ánægð með að þetta er samt haldið,“ segir Kathy Swift sem var viðstödd aðra athöfnina við AP-fréttastofuna en bróðir hennar var á meðal þeirra sem létust í New York. Minningarathöfnum annars staðar hefur sums staðar verið aflýst vegna faraldursins eða þær haldnar með breyttu sniði. Í Pentagon, byggingu varnarmálaráðuneytisins, fengu aðstandendur þeirra látnu þar ekki að vera viðstaddir minningarstund. Trump-hjónin héldu þagnarstund á mínútunni sem farþegaþota hrapaði í Pennsylvaníu fyrir nítján árum í morgun.AP/Alex Brandon Halda hvor í sínu lagi til Pennsylvaníu Trump forseti sagði að fórnarlömb árásanna yrðu alltaf áminning um að Bandaríkin myndu alltaf rísa upp og verja sig þegar hann hélt ræðu við minnisvarða í Shanksville í dag. Fjörutíu manns fórust með flugvélinni sem hrapaði þar. Biden fyrrverandi varaforseti og forsetaefni Demókrataflokksins ætlar einnig að heimsækja Shanksville síðdegis. Hann var viðstaddur minnigarathöfn í New York í morgun. Þeir Mike Pence varaforseti heilsuðust með olnbogunum að Covid-sið áður en athöfnin hófst. Báðir voru þeir með grímur. Hvorugur þeirra tók til máls en venja er að stjórnmálamenn haldi ekki ræður við þetta tilefni. Framboð Biden sagðist hafa hætt við allar sjónvarpsauglýsingar í dag. Áður en Biden lagði af stað til New York í morgun sagðist hann ekki ætla að gefa út neinar pólitískar yfirlýsingar í dag.
Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Innlent Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Erlent Fleiri fréttir Merz lofaði Selenskíj aðstoð við langdrægar skotflaugar Vísaði frá máli gegn orkurisa vegna bráðnunar jökla Á góðri leið með loftslagsmarkmið standi ESB-ríki við sitt Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Geimfar SpaceX splundraðist eftir 45 mínútna flug Springur Starship í þriðja sinn í röð? „Hann er að leika sér að eldinum!“ Sakaður um morðtilraun og akstur undir áhrifum fíkniefna Náðar spilltan fógeta Telja vanrækslu hafa valdið mannskæðu þyrluslysi í Finnlandi Fjögur börn í hópi þeirra mest slösuðu „Bara sjokk hvað maður var nálægt þessu“ Einn í haldi eftir að ekið var á fólk í Liverpool Deila enn um „stóra fallega“ frumvarpið Hnekkti dómi fyrrverandi kanslara fyrir meinsæri Hjónaerjur í opinberri heimsókn Macrons Mestu árásirnar hingað til, aftur Kim reiður yfir misheppnaðri sjósetningu Útskrifuð af geðdeild daginn fyrir stunguárásina í Hamborg Konur og karlar fái sortuæxli á ólíkum stöðum Mannfall þegar skólabygging var sprengd Segir Pútín „genginn af göflunum“ og íhugar refsiaðgerðir Frestar fimmtíu prósenta tollum á Evrópusambandið Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Fundu lík fimm skíðamanna nærri Zermatt Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Sjá meira