Lagði til óbreytt fyrirkomulag á landamærum til 6. október Kristín Ólafsdóttir skrifar 11. september 2020 11:50 Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra. Vísir/Vilhelm Svandís Svavarsdóttir kynnti tillögur að breytingum á kórónuveiruaðgerðum stjórnvalda á ríkisstjórnarfundi í morgun. Annars vegar minnisblað þess efnis að ráðstafanir á landamærum yrðu óbreyttar til 6. október næstkomandi og hins vegar styttingu á sóttkví. Núverandi fyrirkomulag á landamærum hefur verið í gildi síðan 19. ágúst. Allir farþegar sem koma hingað til lands frá útlöndum hafa síðan þá þurft að fara í tvær skimanir eftir komuna til landsins, fyrst á landamærum og svo að lokinni fjögurra til fimm daga sóttkví. Með tillögum heilbrigðisráðherra verður þessu haldið áfram í minnst þrjár vikur til viðbótar. Hinn tillagan sem heilbrigðisráðherra kynnti á ríkisstjórnarfundi í morgun snýr að styttingu á sóttkví. Með henni verður fólki sem þarf að fara í sóttkví gefinn kostur á að fara í sýnatöku eftir sjö daga. Reynist sýnið neikvætt fyrir kórónuveirunni getur viðkomandi lokið sóttkvínni í stað þess að klára viku til viðbótar, líkt og núverandi fyrirkomulag kveður á um. Um er að ræða tillögu sem Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir kynnti á upplýsingafundi vegna veirunnar nú í vikunni. Svandís sagði í samtali við Heimi Má Pétursson fréttamann fyrir utan ráðherrabústaðinn í morgun að aðgerðirnar sem beitt hefur verið á landamærum hafi sýnt árangur. Hún teldi að það yrði íbúum landsins ánægjulegt að njóta tilslakana á innanlandsaðgerðum með því að halda fyrirkomulaginu á landamærum óbreyttu. Fréttin hefur verið uppfærð. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Keflavíkurflugvöllur Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Ekkert innanlandssmit í gær Ekkert kórónuveirusmit greindist innanlands í gær. Á landamærunum greindist eitt smit og er þar beðið er eftir niðurstöðum mótefnamælingar. 11. september 2020 11:03 Frakkar undirbúa hertari aðgerðir eftir metfjölda smita Frakkar eru nú með í undirbúningi að herða mjög á sóttvarnarreglum sínum í ljósi þess að kórónuveirusmitum hefur farið mjög fjölgandi upp á síðkastið. 11. september 2020 08:09 Veiran sem virðist komin til að vera Ríflega hálft ár er liðið frá því að fyrsta tilfelli kórónuveirunnar sem veldur sjúkdómnum Covid-19 greindist hér á landi þann 28. febrúar. 9. september 2020 07:00 Mest lesið „Þetta er ekki sanngjarnt, Einar“ Innlent „Þetta var bara eitthvað sem hún þurfti að stoppa“ Innlent Kennari stakk átta ára stúlku til bana Erlent Sýkingin líklega af völdum bacillus cereus Innlent Skurðlæknir grunaður um kynferðisbrot gegn 299 börnum Erlent Eins og hjónunum hafi verið komið fyrir í sérstökum stöðum Innlent Hnífurinn fannst í skotti forráðamanna Innlent Fyrst féll meirihlutinn og nú falla trén Innlent Ásthildur Lóa berst við ríkið fyrir dómi Innlent Sitja sem fastast og hleypa gröfum og vörubílum ekki fram hjá Innlent Fleiri fréttir Skuldi borgarbúum að leysa hnútinn hratt Ísland réttir úr kútnum hvað varðar spillingu Óskar eftir að áfrýja dómi fyrir manndráp af gáleysi á geðdeild Þreifingar í Ráðhúsinu og tré felld í Öskjuhlíð Ásthildur Lóa berst við ríkið fyrir dómi Eins og hjónunum hafi verið komið fyrir í sérstökum stöðum Fyrst féll meirihlutinn og nú falla trén Sex kennarar á landinu enn í verkfalli Ríkisstjórnin markalaus með sitt nýfengna vald „Þetta var bara eitthvað sem hún þurfti að stoppa“ Sýkingin líklega af völdum bacillus cereus Líkamsárás, hótanir og umferðarslys „Þetta er ekki sanngjarnt, Einar“ Fyrstu trén felld á morgun Gengu kílómetra með slasaðan ferðamann á börum Segir fullan einhug um öll mál hjá samhentri ríkisstjórn Hnífurinn fannst í skotti forráðamanna „Við í Framsókn erum að setja allt í loft upp“ „Ég er bara pínu leiður“ Stefnuræða forsætisráðherra „Manni finnst að manni sé kippt út úr baráttunni“ Sitja sem fastast og hleypa gröfum og vörubílum ekki fram hjá Óvissa í Ráðhúsinu og dýrustu auglýsingar í heimi Vilja að bankinn „láti af mismunun“ og telja rök hans ekki halda vatni Hamar fannst í bíl hjónanna sem Alfreð ók Fundinum lokið án árangurs Framkvæmdir á Bessastöðum kostuðu 120 milljónir Ráðuneytið biður umboðsmann Alþingis afsökunar Hálfs árs dómur yfir skólastjóra fyrir umboðssvik Foreldrar Bryndísar Klöru í Kompás Sjá meira
Svandís Svavarsdóttir kynnti tillögur að breytingum á kórónuveiruaðgerðum stjórnvalda á ríkisstjórnarfundi í morgun. Annars vegar minnisblað þess efnis að ráðstafanir á landamærum yrðu óbreyttar til 6. október næstkomandi og hins vegar styttingu á sóttkví. Núverandi fyrirkomulag á landamærum hefur verið í gildi síðan 19. ágúst. Allir farþegar sem koma hingað til lands frá útlöndum hafa síðan þá þurft að fara í tvær skimanir eftir komuna til landsins, fyrst á landamærum og svo að lokinni fjögurra til fimm daga sóttkví. Með tillögum heilbrigðisráðherra verður þessu haldið áfram í minnst þrjár vikur til viðbótar. Hinn tillagan sem heilbrigðisráðherra kynnti á ríkisstjórnarfundi í morgun snýr að styttingu á sóttkví. Með henni verður fólki sem þarf að fara í sóttkví gefinn kostur á að fara í sýnatöku eftir sjö daga. Reynist sýnið neikvætt fyrir kórónuveirunni getur viðkomandi lokið sóttkvínni í stað þess að klára viku til viðbótar, líkt og núverandi fyrirkomulag kveður á um. Um er að ræða tillögu sem Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir kynnti á upplýsingafundi vegna veirunnar nú í vikunni. Svandís sagði í samtali við Heimi Má Pétursson fréttamann fyrir utan ráðherrabústaðinn í morgun að aðgerðirnar sem beitt hefur verið á landamærum hafi sýnt árangur. Hún teldi að það yrði íbúum landsins ánægjulegt að njóta tilslakana á innanlandsaðgerðum með því að halda fyrirkomulaginu á landamærum óbreyttu. Fréttin hefur verið uppfærð.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Keflavíkurflugvöllur Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Ekkert innanlandssmit í gær Ekkert kórónuveirusmit greindist innanlands í gær. Á landamærunum greindist eitt smit og er þar beðið er eftir niðurstöðum mótefnamælingar. 11. september 2020 11:03 Frakkar undirbúa hertari aðgerðir eftir metfjölda smita Frakkar eru nú með í undirbúningi að herða mjög á sóttvarnarreglum sínum í ljósi þess að kórónuveirusmitum hefur farið mjög fjölgandi upp á síðkastið. 11. september 2020 08:09 Veiran sem virðist komin til að vera Ríflega hálft ár er liðið frá því að fyrsta tilfelli kórónuveirunnar sem veldur sjúkdómnum Covid-19 greindist hér á landi þann 28. febrúar. 9. september 2020 07:00 Mest lesið „Þetta er ekki sanngjarnt, Einar“ Innlent „Þetta var bara eitthvað sem hún þurfti að stoppa“ Innlent Kennari stakk átta ára stúlku til bana Erlent Sýkingin líklega af völdum bacillus cereus Innlent Skurðlæknir grunaður um kynferðisbrot gegn 299 börnum Erlent Eins og hjónunum hafi verið komið fyrir í sérstökum stöðum Innlent Hnífurinn fannst í skotti forráðamanna Innlent Fyrst féll meirihlutinn og nú falla trén Innlent Ásthildur Lóa berst við ríkið fyrir dómi Innlent Sitja sem fastast og hleypa gröfum og vörubílum ekki fram hjá Innlent Fleiri fréttir Skuldi borgarbúum að leysa hnútinn hratt Ísland réttir úr kútnum hvað varðar spillingu Óskar eftir að áfrýja dómi fyrir manndráp af gáleysi á geðdeild Þreifingar í Ráðhúsinu og tré felld í Öskjuhlíð Ásthildur Lóa berst við ríkið fyrir dómi Eins og hjónunum hafi verið komið fyrir í sérstökum stöðum Fyrst féll meirihlutinn og nú falla trén Sex kennarar á landinu enn í verkfalli Ríkisstjórnin markalaus með sitt nýfengna vald „Þetta var bara eitthvað sem hún þurfti að stoppa“ Sýkingin líklega af völdum bacillus cereus Líkamsárás, hótanir og umferðarslys „Þetta er ekki sanngjarnt, Einar“ Fyrstu trén felld á morgun Gengu kílómetra með slasaðan ferðamann á börum Segir fullan einhug um öll mál hjá samhentri ríkisstjórn Hnífurinn fannst í skotti forráðamanna „Við í Framsókn erum að setja allt í loft upp“ „Ég er bara pínu leiður“ Stefnuræða forsætisráðherra „Manni finnst að manni sé kippt út úr baráttunni“ Sitja sem fastast og hleypa gröfum og vörubílum ekki fram hjá Óvissa í Ráðhúsinu og dýrustu auglýsingar í heimi Vilja að bankinn „láti af mismunun“ og telja rök hans ekki halda vatni Hamar fannst í bíl hjónanna sem Alfreð ók Fundinum lokið án árangurs Framkvæmdir á Bessastöðum kostuðu 120 milljónir Ráðuneytið biður umboðsmann Alþingis afsökunar Hálfs árs dómur yfir skólastjóra fyrir umboðssvik Foreldrar Bryndísar Klöru í Kompás Sjá meira
Ekkert innanlandssmit í gær Ekkert kórónuveirusmit greindist innanlands í gær. Á landamærunum greindist eitt smit og er þar beðið er eftir niðurstöðum mótefnamælingar. 11. september 2020 11:03
Frakkar undirbúa hertari aðgerðir eftir metfjölda smita Frakkar eru nú með í undirbúningi að herða mjög á sóttvarnarreglum sínum í ljósi þess að kórónuveirusmitum hefur farið mjög fjölgandi upp á síðkastið. 11. september 2020 08:09
Veiran sem virðist komin til að vera Ríflega hálft ár er liðið frá því að fyrsta tilfelli kórónuveirunnar sem veldur sjúkdómnum Covid-19 greindist hér á landi þann 28. febrúar. 9. september 2020 07:00