Serena tapaði uppgjörinu hjá mömmunum og missti af úrslitaleiknum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. september 2020 10:00 Victoria Azarenka og Serena Williams voru báðar að keppast við að vinna fyrsta risatitil sinn sem mæður. Samsett/AP/Seth Wenig Það verða þær Victoria Azarenka og Naomi Osaka sem spila til úrslita í kvennaflokki á Opna bandaríska meistaramótinu í tennis í ár. Hvít-Rússinn Victoria Azarenka tryggði sér sæti í úrslitaleiknum með því að slá út hina bandarísku Serenu Willams. Serena Williams byrjaði frábærlega og vann fyrsta settið 6-1 en Azarenka svaraði með því að vinna tvö hin seinni 6-3 og 6-3. Hin japanska Naomi Osaka vann sinn undanúrslitaleik á móti Jennifer Brady 7-6 (7-1), 3-6 og 6-3. Úrslitaleikurinn fer fram á morgun laugardag en Bandaríkjamenn eiga þar ekki fulltrúa því þeirra konur töpuðu báðar í undanúrslitunum. VICTORIA AZARENKA HAS DONE IT!She comes back to defeat Serena Williams for the final spot in the #USOpen championship match.This will be Azarenka's first major final in seven years. pic.twitter.com/T8depXUMLO— ESPN (@espn) September 11, 2020 Augu margra voru á uppgjörinu hjá mömmunum tveimur. Báðar eiga þær Victoria Azarenka og Serena Willams það nefnilega sameiginlegt að eiga ungt barn og eru að elta fyrsta risamótstitil sinn eftir barnaeignafrí. Tíminn er ekki að vinna með Serenu Williams sem ætlar sér að vinna risatitil sem móðir en hún orðin 38 ára gömul. Henni ekki tekist ennþá að vinna risatitil á síðustu árum þrátt fyrir að komast í úrslitaleikinn á fjórum risamótum og nú í undanúrslitin á því fimmta. Serena eignaðist dótturina Olympia í september árið 2017. Serena Williams lenti í vandræðum með hásina sína snemma í þriðja settinu á móti Victoriu Azarenka í nótt og var ekki líkleg til afreka eftir það. Williams þarf því að bíða enn lengur eftir því að vinna sinn 24. risatitil á ferlinum. Serena Williams falls to Victoria Azarenka in the US Open semifinals This is Azarenka s first win in a major against Serena pic.twitter.com/de4KNgT35O— Bleacher Report (@BleacherReport) September 11, 2020 Victoria Azarenka er aftur á móti kominn aftur í úrslitaleikinn á Opna bandaríska meistaramótinu eftir sjö ára fjarveru. Þetta var líka tímamótasigur fyrir hana því hún hafði aldrei áður unnið Serenu á risamóti. Azarenka eignaðist soninn Leó í lok desember árið 2016 en þetta var í fyrsta sinn síðan hún komst í undanúrslit risamóts síðan þá. Reyndar var hún að komast svo langt í fyrsta sinn síðan árið 2013 þegar Azarenka var í úrslitum á tveimur risamótum og vann Opna ástralska. Hún hefur staðið í sambandsslitum og forræðisdeilu en virðist loksins vera búin að finna taktinn aftur sem á sínum tíma skilaði henni í efsta sæti heimslistans. .@NaomiOsaka in the stands wearing a Kobe jersey after advancing to the #USOpen final pic.twitter.com/SZmUoXfyYt— ESPN (@espn) September 11, 2020 Mótherji Victoriu Azarenka í úrslitaleiknum á laugardaginn er hin Japanska Naomi Osaka. Naomi Osaka er bara 22 ára gömul en er að komast í annað skiptið í úrslitaleikinn á Opna bandaríska meistaramótinu. Mótherjinn er níu árum eldri en hún. Naomi Osaka vann Opna bandaríska mjög óvænt árið 2018 og fylgdi því eftir með sigri á opna ástralska. Hún náði ekki að fylgja því alveg eftir og þetta er fyrsti úrslitaleikur hennar á risamóti síðan í janúar 2019. Tennis Mest lesið Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum Körfubolti Lætur ekki einn slæman leik hafa áhrif á verkefnið Fótbolti „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Körfubolti „Þá er erfitt að spila hér“ Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? Körfubolti Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri Körfubolti „Fannst þetta full mikil brekka“ Körfubolti Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ Íslenski boltinn Elías Rafn stóð vaktina í sigri Midtjylland á Nottingham Forest Fótbolti Fleiri fréttir Lætur ekki einn slæman leik hafa áhrif á verkefnið Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri „Þá er erfitt að spila hér“ Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? „Fannst þetta full mikil brekka“ „Við ætlum ekki að sætta okkur við áttunda sæti eins og í fyrra“ Uppgjörið: Álftanes - Ármann 121-69 | Löng bið gestanna ekki þess virði Afturelding áfram með fullt hús stiga Elías Rafn stóð vaktina í sigri Midtjylland á Nottingham Forest Markaflóð á Akureyri Palace neitar að tapa „Örugglega enginn sem nennir að hlusta á það“ Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Lausanne - Breiðablik 3-0 | Enn stigalausir á stóra sviðinu Sævar Atli neitar að fara úr markaskónum Hákon Arnar skoraði sigurmarkið en Özer stal fyrirsögninni Gömlu United-mennirnir blómstruðu í Meistaradeildinni Hófí Dóra vann Suður-Ameríkubikarinn Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Ekkert þriggja stiga skot þegar Ármann spilaði síðast í efstu deild Fannst Þórsarar og Lárus þurfa frí frá hvor öðrum Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn Gullboltahafinn ekki til Íslands Íranar mega ekki mæta á HM-dráttinn Þorsteinn fær annan aðstoðarmann frá Þrótti „Vorum eiginlega búnar að reka hana í hálfleik“ Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin Sjá meira
Það verða þær Victoria Azarenka og Naomi Osaka sem spila til úrslita í kvennaflokki á Opna bandaríska meistaramótinu í tennis í ár. Hvít-Rússinn Victoria Azarenka tryggði sér sæti í úrslitaleiknum með því að slá út hina bandarísku Serenu Willams. Serena Williams byrjaði frábærlega og vann fyrsta settið 6-1 en Azarenka svaraði með því að vinna tvö hin seinni 6-3 og 6-3. Hin japanska Naomi Osaka vann sinn undanúrslitaleik á móti Jennifer Brady 7-6 (7-1), 3-6 og 6-3. Úrslitaleikurinn fer fram á morgun laugardag en Bandaríkjamenn eiga þar ekki fulltrúa því þeirra konur töpuðu báðar í undanúrslitunum. VICTORIA AZARENKA HAS DONE IT!She comes back to defeat Serena Williams for the final spot in the #USOpen championship match.This will be Azarenka's first major final in seven years. pic.twitter.com/T8depXUMLO— ESPN (@espn) September 11, 2020 Augu margra voru á uppgjörinu hjá mömmunum tveimur. Báðar eiga þær Victoria Azarenka og Serena Willams það nefnilega sameiginlegt að eiga ungt barn og eru að elta fyrsta risamótstitil sinn eftir barnaeignafrí. Tíminn er ekki að vinna með Serenu Williams sem ætlar sér að vinna risatitil sem móðir en hún orðin 38 ára gömul. Henni ekki tekist ennþá að vinna risatitil á síðustu árum þrátt fyrir að komast í úrslitaleikinn á fjórum risamótum og nú í undanúrslitin á því fimmta. Serena eignaðist dótturina Olympia í september árið 2017. Serena Williams lenti í vandræðum með hásina sína snemma í þriðja settinu á móti Victoriu Azarenka í nótt og var ekki líkleg til afreka eftir það. Williams þarf því að bíða enn lengur eftir því að vinna sinn 24. risatitil á ferlinum. Serena Williams falls to Victoria Azarenka in the US Open semifinals This is Azarenka s first win in a major against Serena pic.twitter.com/de4KNgT35O— Bleacher Report (@BleacherReport) September 11, 2020 Victoria Azarenka er aftur á móti kominn aftur í úrslitaleikinn á Opna bandaríska meistaramótinu eftir sjö ára fjarveru. Þetta var líka tímamótasigur fyrir hana því hún hafði aldrei áður unnið Serenu á risamóti. Azarenka eignaðist soninn Leó í lok desember árið 2016 en þetta var í fyrsta sinn síðan hún komst í undanúrslit risamóts síðan þá. Reyndar var hún að komast svo langt í fyrsta sinn síðan árið 2013 þegar Azarenka var í úrslitum á tveimur risamótum og vann Opna ástralska. Hún hefur staðið í sambandsslitum og forræðisdeilu en virðist loksins vera búin að finna taktinn aftur sem á sínum tíma skilaði henni í efsta sæti heimslistans. .@NaomiOsaka in the stands wearing a Kobe jersey after advancing to the #USOpen final pic.twitter.com/SZmUoXfyYt— ESPN (@espn) September 11, 2020 Mótherji Victoriu Azarenka í úrslitaleiknum á laugardaginn er hin Japanska Naomi Osaka. Naomi Osaka er bara 22 ára gömul en er að komast í annað skiptið í úrslitaleikinn á Opna bandaríska meistaramótinu. Mótherjinn er níu árum eldri en hún. Naomi Osaka vann Opna bandaríska mjög óvænt árið 2018 og fylgdi því eftir með sigri á opna ástralska. Hún náði ekki að fylgja því alveg eftir og þetta er fyrsti úrslitaleikur hennar á risamóti síðan í janúar 2019.
Tennis Mest lesið Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum Körfubolti Lætur ekki einn slæman leik hafa áhrif á verkefnið Fótbolti „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Körfubolti „Þá er erfitt að spila hér“ Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? Körfubolti Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri Körfubolti „Fannst þetta full mikil brekka“ Körfubolti Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ Íslenski boltinn Elías Rafn stóð vaktina í sigri Midtjylland á Nottingham Forest Fótbolti Fleiri fréttir Lætur ekki einn slæman leik hafa áhrif á verkefnið Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri „Þá er erfitt að spila hér“ Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? „Fannst þetta full mikil brekka“ „Við ætlum ekki að sætta okkur við áttunda sæti eins og í fyrra“ Uppgjörið: Álftanes - Ármann 121-69 | Löng bið gestanna ekki þess virði Afturelding áfram með fullt hús stiga Elías Rafn stóð vaktina í sigri Midtjylland á Nottingham Forest Markaflóð á Akureyri Palace neitar að tapa „Örugglega enginn sem nennir að hlusta á það“ Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Lausanne - Breiðablik 3-0 | Enn stigalausir á stóra sviðinu Sævar Atli neitar að fara úr markaskónum Hákon Arnar skoraði sigurmarkið en Özer stal fyrirsögninni Gömlu United-mennirnir blómstruðu í Meistaradeildinni Hófí Dóra vann Suður-Ameríkubikarinn Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Ekkert þriggja stiga skot þegar Ármann spilaði síðast í efstu deild Fannst Þórsarar og Lárus þurfa frí frá hvor öðrum Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn Gullboltahafinn ekki til Íslands Íranar mega ekki mæta á HM-dráttinn Þorsteinn fær annan aðstoðarmann frá Þrótti „Vorum eiginlega búnar að reka hana í hálfleik“ Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin Sjá meira