Óskar Hrafn: Varnarleikur okkur á síðasta þriðjung var óboðlegur Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 10. september 2020 22:15 Óskar Hrafn var eðlilega ósáttur með að vera dottinn út úr Mjólkurbikarnum. Vísir/Bára Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, var mjög ósáttur með varnarleik sinna manna í 4-2 tapi liðsins gegn KR í 8-liða úrslitum Mjólkurbikarsins í kvöld. Var þetta fjórða tap Blika gegn KR í röð. „Ég held að það sé alveg ljóst að varnarleikur okkur á síðasta þriðjung var óboðlegur. Á móti liði eins og KR þá færðu það í andlitið,“ sagði Óskar Hrafn um það sem hefði farið úrskeiðis hjá Blikum í kvöld. „Mér fannst við – eins kjánalega og það hljómar – með góða stjórn á leiknum í fyrri hálfleik. Það vantaði aðeins upp á síðasta þriðjung og við markið þeirra en mér fannst við með fína stjórn á leiknum og það var ekki fyrr en þetta var orðið ´ping pong´ í síðari hálfleik sem var þörf á að skipta. Skiptingarnar sem slíkar löguðu ekki varnarleikinn. Þær löguðu ekki einstaklings varnarleikinn og gegn svona liðum er hann mikilvægur. Ef þú dekkar ekki í hornum þá refsar KR þér. Ef þú ert lélegur einn á móti einum þá refsar KR þér. Það var svona það sem fór með leikinn í kvöld fannst mér,“ sagði Óskar um leik kvöldsins. „Ég efast um það. Við höfum engan tíma til að dvelja sérstaklega við þennan leik eða hvort KR hafi tak á okkur. Við spilum við FH á sunnudaginn og svo kemur KR hingað aftur á sunnudeginum eftir það. Þurfum að mæta í þann leik vopnaðir því sem við gerðum vel og laga það sem fór miður sem var varnarleikurinn. Þá held ég að við séum í ágætis málum,“ sagði Óskar að lokum aðspurður út í hvort fjórir sigrar KR í röð á Blikum væri farið að setjast í mannskapinn. Fótbolti Íslenski boltinn Mjólkurbikarinn Breiðablik Tengdar fréttir Rúnar: Spiluðum einfaldan fótbolta til að vinna þennan leik Rúnar Kristinsson var mjög sáttur með frammistöðu sinna manna eftir 4-2 sigur á Breiðablik í 8-liða úrslitum Mjólkurbikarsins á Kópavogsvelli í kvöld. Rúnar talaði um einfaldan fótbolta og hrósaði Ægi Jarli Jónassyni í hástert en hann skoraði tvö marka KR í kvöld. 10. september 2020 21:45 Umfjöllun: Breiðablik - KR 2-4 | KR í undanúrslitin eftir góðan sigur í Kópavogi Ægir Jarl Jónasson nýtti tækifærið svo sannarlega er KR vann Breiðablik 4-2 í Kópavogi er liðin mættust í 8-liða úrslitum Mjólkurbikarsins. Var þetta fyrsti leikur Ægis í byrjunarliði KR í sumar. 10. september 2020 21:30 Mest lesið Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Handbolti Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Íslenski boltinn Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Enski boltinn Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ Körfubolti Ten Hag líklegur til að taka við af Alonso Fótbolti „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Íslenski boltinn Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Íslenski boltinn Enginn ákærður vegna andláts Adam Johnson Sport ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Enski boltinn Lífsferill íþróttamannsins: Vandinn við að mæla börn Sport Fleiri fréttir Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Dagur Örn sagður á leið til FH Sjá meira
Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, var mjög ósáttur með varnarleik sinna manna í 4-2 tapi liðsins gegn KR í 8-liða úrslitum Mjólkurbikarsins í kvöld. Var þetta fjórða tap Blika gegn KR í röð. „Ég held að það sé alveg ljóst að varnarleikur okkur á síðasta þriðjung var óboðlegur. Á móti liði eins og KR þá færðu það í andlitið,“ sagði Óskar Hrafn um það sem hefði farið úrskeiðis hjá Blikum í kvöld. „Mér fannst við – eins kjánalega og það hljómar – með góða stjórn á leiknum í fyrri hálfleik. Það vantaði aðeins upp á síðasta þriðjung og við markið þeirra en mér fannst við með fína stjórn á leiknum og það var ekki fyrr en þetta var orðið ´ping pong´ í síðari hálfleik sem var þörf á að skipta. Skiptingarnar sem slíkar löguðu ekki varnarleikinn. Þær löguðu ekki einstaklings varnarleikinn og gegn svona liðum er hann mikilvægur. Ef þú dekkar ekki í hornum þá refsar KR þér. Ef þú ert lélegur einn á móti einum þá refsar KR þér. Það var svona það sem fór með leikinn í kvöld fannst mér,“ sagði Óskar um leik kvöldsins. „Ég efast um það. Við höfum engan tíma til að dvelja sérstaklega við þennan leik eða hvort KR hafi tak á okkur. Við spilum við FH á sunnudaginn og svo kemur KR hingað aftur á sunnudeginum eftir það. Þurfum að mæta í þann leik vopnaðir því sem við gerðum vel og laga það sem fór miður sem var varnarleikurinn. Þá held ég að við séum í ágætis málum,“ sagði Óskar að lokum aðspurður út í hvort fjórir sigrar KR í röð á Blikum væri farið að setjast í mannskapinn.
Fótbolti Íslenski boltinn Mjólkurbikarinn Breiðablik Tengdar fréttir Rúnar: Spiluðum einfaldan fótbolta til að vinna þennan leik Rúnar Kristinsson var mjög sáttur með frammistöðu sinna manna eftir 4-2 sigur á Breiðablik í 8-liða úrslitum Mjólkurbikarsins á Kópavogsvelli í kvöld. Rúnar talaði um einfaldan fótbolta og hrósaði Ægi Jarli Jónassyni í hástert en hann skoraði tvö marka KR í kvöld. 10. september 2020 21:45 Umfjöllun: Breiðablik - KR 2-4 | KR í undanúrslitin eftir góðan sigur í Kópavogi Ægir Jarl Jónasson nýtti tækifærið svo sannarlega er KR vann Breiðablik 4-2 í Kópavogi er liðin mættust í 8-liða úrslitum Mjólkurbikarsins. Var þetta fyrsti leikur Ægis í byrjunarliði KR í sumar. 10. september 2020 21:30 Mest lesið Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Handbolti Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Íslenski boltinn Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Enski boltinn Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ Körfubolti Ten Hag líklegur til að taka við af Alonso Fótbolti „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Íslenski boltinn Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Íslenski boltinn Enginn ákærður vegna andláts Adam Johnson Sport ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Enski boltinn Lífsferill íþróttamannsins: Vandinn við að mæla börn Sport Fleiri fréttir Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Dagur Örn sagður á leið til FH Sjá meira
Rúnar: Spiluðum einfaldan fótbolta til að vinna þennan leik Rúnar Kristinsson var mjög sáttur með frammistöðu sinna manna eftir 4-2 sigur á Breiðablik í 8-liða úrslitum Mjólkurbikarsins á Kópavogsvelli í kvöld. Rúnar talaði um einfaldan fótbolta og hrósaði Ægi Jarli Jónassyni í hástert en hann skoraði tvö marka KR í kvöld. 10. september 2020 21:45
Umfjöllun: Breiðablik - KR 2-4 | KR í undanúrslitin eftir góðan sigur í Kópavogi Ægir Jarl Jónasson nýtti tækifærið svo sannarlega er KR vann Breiðablik 4-2 í Kópavogi er liðin mættust í 8-liða úrslitum Mjólkurbikarsins. Var þetta fyrsti leikur Ægis í byrjunarliði KR í sumar. 10. september 2020 21:30