Einvígi á milli launahæstu leikmanna NFL-deildarinnar í fyrsta leik í kvöld Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. september 2020 15:00 Patrick Mahomes og Deshaun Watson eftir leik liða þeirra í úrslitakeppnini í ársbyrjun. Getty/Tom Pennington NFL-meistarar Kansas City Chiefs taka á móti Houston Texans í kvöld í opnunarleik NFL-deildarinnar 2020 og í fyrsta sinn fá íslenskir sjónvarpsáhorfendur að sjá fyrsta leik tímabilsins í beinni. Augu allra verða á nýju milljarðarmæringunum í NFL-deildinni því leikstjórnendur liðanna skrifuðu báðir undir nýja risasamninga fyrir tímabilið. Patrick Mahomes hefur slegið alls konar met inn á vellinum en hann sló annars konar met í sumar þegar hann skrifaði undir tíu ára framlengingu á samningi sínum við Kansas City Chiefs sem gæti á endanum skilað honum yfir fimm hundruð milljónir Bandaríkjadala eða næstum því sjötíu milljörðum íslenskra króna. "We're going to have to steal their thunder, because we sure as hell can't take their money - they've got a whole lot of that between the two of them."J.J. Watt is looking forward to tonight's QB matchup as much as we are!— Sky Sports NFL (@SkySportsNFL) September 10, 2020 Málið er að leikstjórnandinn í hinu liðinu var líka að fá alvöru launahækkun. Deshaun Watson gekk nýverið frá sínum samningi og fór þá mun hefðbundnari leið en Patrick Mahomes. Deshaun Watson fær allt að 160 milljónum dollara fyrir næstu fjögur tímabil sín með Houston Texans liðinu eða yfir 22 milljarða íslenskra króna. Með þessum samningum eru þeir Patrick Mahomes og Deshaun Watson ekki bara orðnir milljarðamæringar heldur eru þeir tveir launahæstu leikmenn deildarinnar. Week 1 of the 2020 NFL season is here. the @PennLive crew has its picks as football makes its return with #Chiefs vs. #Texans tonight https://t.co/2zLCD18Jfl— Daniel Gallen (@danieljtgallen) September 10, 2020 Patrick Mahomes var valinn í nýliðavalinu 2017 en spilaði bara einn leik á fyrsta tímabilinu sínu. Mahomes sló hins vegar rækilega í gegn á 2018 tímabilinu og var þá kosinn besti leikmaður deildarinnar. Mahomes fylgdi síðan eftir með því að leiða Kansas City Chiefs til sigurs í Super Bowl á síðustu leiktíð. Deshaun Watson var valinn í nýliðavalinu 2017 og er að fara byrja sitt fjórða tímabil. Hann gat 26 snertimarkssendingar á síðustu leiktíð og skora sjö snertimörk sjálfur en Houston Texans vann 10 af 16 deildarleikjum sínum. Báðir voru enn að klára nýliðasamninginn sinn en fá nú hærri laun en allir hinir leikmenn deildarinnar. Það er því þeirra að standa undir því í leiknum í kvöld og um leið mun Deshaun Watson og félagar örugglega reyna að hefna tapsins í úrslitakeppninni 2019. .@realrclark25 says Deshaun Watson is about to be Patrick Mahomes biggest rival, not Lamar Jackson, similar to Brady/Manning back in the day. pic.twitter.com/mLMZynB805— First Take (@FirstTake) September 7, 2020 Kansas City Chiefs vann 51-31 sigur á Houston Texans í úrslitakeppninni á síðasta tímabili eftir að Deshaun Watson og félagar höfðu komist í 24-0 í leiknum. Það er hins vegar alltof á von á snilld frá Patrick Mahomes og hann sýndi það enn á ný með því að leiða endurkomuna þar sem hann gaf fimm snertimarkssendingar. Leikur Kansas City Chiefs og Houston Texans verður í beinni á Stöð 2 Sport 2 og hefst útsendingin rétt eftir miðnætti í kvöld. NFL Mest lesið „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Fótbolti Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Körfubolti Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Næst yngsti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Sport Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Fótbolti Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Dagskráin í dag: Fótbolti í fyrirrúmi Sport Fleiri fréttir Vel studdur í brautarmeti: „Mjög sérstakt og keyrði mig virkilega mikið áfram“ Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Dagskráin í dag: Fótbolti í fyrirrúmi Næst yngsti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Sjálfsmark í blálokin bjargaði Börsungum Þórsarar á toppinn Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Þróttur fær tvo tíma á toppnum og Fylkir úr fallsæti Íslenska tríóið grátlega nálægt titli Ronaldo þarf enn að bíða eftir titli þrátt fyrir tímamótamark Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Valgeir fékk að spila og lagði strax upp í fyrsta sigrinum Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Svekktur Íslandsmeistari: „Þetta var rosalega erfitt hlaup“ Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Aurier í bann vegna lifrarbólgu Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra Sjá meira
NFL-meistarar Kansas City Chiefs taka á móti Houston Texans í kvöld í opnunarleik NFL-deildarinnar 2020 og í fyrsta sinn fá íslenskir sjónvarpsáhorfendur að sjá fyrsta leik tímabilsins í beinni. Augu allra verða á nýju milljarðarmæringunum í NFL-deildinni því leikstjórnendur liðanna skrifuðu báðir undir nýja risasamninga fyrir tímabilið. Patrick Mahomes hefur slegið alls konar met inn á vellinum en hann sló annars konar met í sumar þegar hann skrifaði undir tíu ára framlengingu á samningi sínum við Kansas City Chiefs sem gæti á endanum skilað honum yfir fimm hundruð milljónir Bandaríkjadala eða næstum því sjötíu milljörðum íslenskra króna. "We're going to have to steal their thunder, because we sure as hell can't take their money - they've got a whole lot of that between the two of them."J.J. Watt is looking forward to tonight's QB matchup as much as we are!— Sky Sports NFL (@SkySportsNFL) September 10, 2020 Málið er að leikstjórnandinn í hinu liðinu var líka að fá alvöru launahækkun. Deshaun Watson gekk nýverið frá sínum samningi og fór þá mun hefðbundnari leið en Patrick Mahomes. Deshaun Watson fær allt að 160 milljónum dollara fyrir næstu fjögur tímabil sín með Houston Texans liðinu eða yfir 22 milljarða íslenskra króna. Með þessum samningum eru þeir Patrick Mahomes og Deshaun Watson ekki bara orðnir milljarðamæringar heldur eru þeir tveir launahæstu leikmenn deildarinnar. Week 1 of the 2020 NFL season is here. the @PennLive crew has its picks as football makes its return with #Chiefs vs. #Texans tonight https://t.co/2zLCD18Jfl— Daniel Gallen (@danieljtgallen) September 10, 2020 Patrick Mahomes var valinn í nýliðavalinu 2017 en spilaði bara einn leik á fyrsta tímabilinu sínu. Mahomes sló hins vegar rækilega í gegn á 2018 tímabilinu og var þá kosinn besti leikmaður deildarinnar. Mahomes fylgdi síðan eftir með því að leiða Kansas City Chiefs til sigurs í Super Bowl á síðustu leiktíð. Deshaun Watson var valinn í nýliðavalinu 2017 og er að fara byrja sitt fjórða tímabil. Hann gat 26 snertimarkssendingar á síðustu leiktíð og skora sjö snertimörk sjálfur en Houston Texans vann 10 af 16 deildarleikjum sínum. Báðir voru enn að klára nýliðasamninginn sinn en fá nú hærri laun en allir hinir leikmenn deildarinnar. Það er því þeirra að standa undir því í leiknum í kvöld og um leið mun Deshaun Watson og félagar örugglega reyna að hefna tapsins í úrslitakeppninni 2019. .@realrclark25 says Deshaun Watson is about to be Patrick Mahomes biggest rival, not Lamar Jackson, similar to Brady/Manning back in the day. pic.twitter.com/mLMZynB805— First Take (@FirstTake) September 7, 2020 Kansas City Chiefs vann 51-31 sigur á Houston Texans í úrslitakeppninni á síðasta tímabili eftir að Deshaun Watson og félagar höfðu komist í 24-0 í leiknum. Það er hins vegar alltof á von á snilld frá Patrick Mahomes og hann sýndi það enn á ný með því að leiða endurkomuna þar sem hann gaf fimm snertimarkssendingar. Leikur Kansas City Chiefs og Houston Texans verður í beinni á Stöð 2 Sport 2 og hefst útsendingin rétt eftir miðnætti í kvöld.
NFL Mest lesið „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Fótbolti Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Körfubolti Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Næst yngsti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Sport Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Fótbolti Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Dagskráin í dag: Fótbolti í fyrirrúmi Sport Fleiri fréttir Vel studdur í brautarmeti: „Mjög sérstakt og keyrði mig virkilega mikið áfram“ Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Dagskráin í dag: Fótbolti í fyrirrúmi Næst yngsti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Sjálfsmark í blálokin bjargaði Börsungum Þórsarar á toppinn Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Þróttur fær tvo tíma á toppnum og Fylkir úr fallsæti Íslenska tríóið grátlega nálægt titli Ronaldo þarf enn að bíða eftir titli þrátt fyrir tímamótamark Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Valgeir fékk að spila og lagði strax upp í fyrsta sigrinum Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Svekktur Íslandsmeistari: „Þetta var rosalega erfitt hlaup“ Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Aurier í bann vegna lifrarbólgu Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra Sjá meira