Einvígi á milli launahæstu leikmanna NFL-deildarinnar í fyrsta leik í kvöld Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. september 2020 15:00 Patrick Mahomes og Deshaun Watson eftir leik liða þeirra í úrslitakeppnini í ársbyrjun. Getty/Tom Pennington NFL-meistarar Kansas City Chiefs taka á móti Houston Texans í kvöld í opnunarleik NFL-deildarinnar 2020 og í fyrsta sinn fá íslenskir sjónvarpsáhorfendur að sjá fyrsta leik tímabilsins í beinni. Augu allra verða á nýju milljarðarmæringunum í NFL-deildinni því leikstjórnendur liðanna skrifuðu báðir undir nýja risasamninga fyrir tímabilið. Patrick Mahomes hefur slegið alls konar met inn á vellinum en hann sló annars konar met í sumar þegar hann skrifaði undir tíu ára framlengingu á samningi sínum við Kansas City Chiefs sem gæti á endanum skilað honum yfir fimm hundruð milljónir Bandaríkjadala eða næstum því sjötíu milljörðum íslenskra króna. "We're going to have to steal their thunder, because we sure as hell can't take their money - they've got a whole lot of that between the two of them."J.J. Watt is looking forward to tonight's QB matchup as much as we are!— Sky Sports NFL (@SkySportsNFL) September 10, 2020 Málið er að leikstjórnandinn í hinu liðinu var líka að fá alvöru launahækkun. Deshaun Watson gekk nýverið frá sínum samningi og fór þá mun hefðbundnari leið en Patrick Mahomes. Deshaun Watson fær allt að 160 milljónum dollara fyrir næstu fjögur tímabil sín með Houston Texans liðinu eða yfir 22 milljarða íslenskra króna. Með þessum samningum eru þeir Patrick Mahomes og Deshaun Watson ekki bara orðnir milljarðamæringar heldur eru þeir tveir launahæstu leikmenn deildarinnar. Week 1 of the 2020 NFL season is here. the @PennLive crew has its picks as football makes its return with #Chiefs vs. #Texans tonight https://t.co/2zLCD18Jfl— Daniel Gallen (@danieljtgallen) September 10, 2020 Patrick Mahomes var valinn í nýliðavalinu 2017 en spilaði bara einn leik á fyrsta tímabilinu sínu. Mahomes sló hins vegar rækilega í gegn á 2018 tímabilinu og var þá kosinn besti leikmaður deildarinnar. Mahomes fylgdi síðan eftir með því að leiða Kansas City Chiefs til sigurs í Super Bowl á síðustu leiktíð. Deshaun Watson var valinn í nýliðavalinu 2017 og er að fara byrja sitt fjórða tímabil. Hann gat 26 snertimarkssendingar á síðustu leiktíð og skora sjö snertimörk sjálfur en Houston Texans vann 10 af 16 deildarleikjum sínum. Báðir voru enn að klára nýliðasamninginn sinn en fá nú hærri laun en allir hinir leikmenn deildarinnar. Það er því þeirra að standa undir því í leiknum í kvöld og um leið mun Deshaun Watson og félagar örugglega reyna að hefna tapsins í úrslitakeppninni 2019. .@realrclark25 says Deshaun Watson is about to be Patrick Mahomes biggest rival, not Lamar Jackson, similar to Brady/Manning back in the day. pic.twitter.com/mLMZynB805— First Take (@FirstTake) September 7, 2020 Kansas City Chiefs vann 51-31 sigur á Houston Texans í úrslitakeppninni á síðasta tímabili eftir að Deshaun Watson og félagar höfðu komist í 24-0 í leiknum. Það er hins vegar alltof á von á snilld frá Patrick Mahomes og hann sýndi það enn á ný með því að leiða endurkomuna þar sem hann gaf fimm snertimarkssendingar. Leikur Kansas City Chiefs og Houston Texans verður í beinni á Stöð 2 Sport 2 og hefst útsendingin rétt eftir miðnætti í kvöld. NFL Mest lesið Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Fótbolti Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fótbolti Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Fótbolti Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Handbolti Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Fótbolti Nú verður hægt að „drekka“ íslensku dæturnar Sport Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fótbolti „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ Fótbolti Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Fótbolti Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Daníel lokaði markinu í Skógarseli Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Cecilía hélt hreinu en Inter úr leik Í skýjunum eftir sex marka sigur: „Nálægt fullkomnun“ Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Hætti við að hætta og komst loksins á HM rúmlega fertugur Brjálaðist og réðst á yngri systur sína „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ „Réttur skóbúnaður hlýtur að hjálpa okkur“ Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Danir og Svíar gætu mæst í HM-umspilinu Rændur á meðan hann var að spila fyrsta leikinn sinn í NFL Manchester United með lið í NBA Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Þetta gæti verið upphafið að einhverju stóru Eftirmaður Heimis Hallgrímssonar hættur Sviptur fyrirliðabandinu fyrir að hunsa stuðningsmenn Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Nú verður hægt að „drekka“ íslensku dæturnar LeBron hafði ekki upplifað þetta síðan hann var níu ára Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ Rekin eftir að hafa orðið valdur að ógildingu Maradona-réttarhaldanna Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Dagskráin í dag: Sá markahæsti og félagar fá heimsókn frá Kanada Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Fyrirliði Skota hugsaði um Jota allan daginn fyrir eitt besta kvöld lífsins Sjá meira
NFL-meistarar Kansas City Chiefs taka á móti Houston Texans í kvöld í opnunarleik NFL-deildarinnar 2020 og í fyrsta sinn fá íslenskir sjónvarpsáhorfendur að sjá fyrsta leik tímabilsins í beinni. Augu allra verða á nýju milljarðarmæringunum í NFL-deildinni því leikstjórnendur liðanna skrifuðu báðir undir nýja risasamninga fyrir tímabilið. Patrick Mahomes hefur slegið alls konar met inn á vellinum en hann sló annars konar met í sumar þegar hann skrifaði undir tíu ára framlengingu á samningi sínum við Kansas City Chiefs sem gæti á endanum skilað honum yfir fimm hundruð milljónir Bandaríkjadala eða næstum því sjötíu milljörðum íslenskra króna. "We're going to have to steal their thunder, because we sure as hell can't take their money - they've got a whole lot of that between the two of them."J.J. Watt is looking forward to tonight's QB matchup as much as we are!— Sky Sports NFL (@SkySportsNFL) September 10, 2020 Málið er að leikstjórnandinn í hinu liðinu var líka að fá alvöru launahækkun. Deshaun Watson gekk nýverið frá sínum samningi og fór þá mun hefðbundnari leið en Patrick Mahomes. Deshaun Watson fær allt að 160 milljónum dollara fyrir næstu fjögur tímabil sín með Houston Texans liðinu eða yfir 22 milljarða íslenskra króna. Með þessum samningum eru þeir Patrick Mahomes og Deshaun Watson ekki bara orðnir milljarðamæringar heldur eru þeir tveir launahæstu leikmenn deildarinnar. Week 1 of the 2020 NFL season is here. the @PennLive crew has its picks as football makes its return with #Chiefs vs. #Texans tonight https://t.co/2zLCD18Jfl— Daniel Gallen (@danieljtgallen) September 10, 2020 Patrick Mahomes var valinn í nýliðavalinu 2017 en spilaði bara einn leik á fyrsta tímabilinu sínu. Mahomes sló hins vegar rækilega í gegn á 2018 tímabilinu og var þá kosinn besti leikmaður deildarinnar. Mahomes fylgdi síðan eftir með því að leiða Kansas City Chiefs til sigurs í Super Bowl á síðustu leiktíð. Deshaun Watson var valinn í nýliðavalinu 2017 og er að fara byrja sitt fjórða tímabil. Hann gat 26 snertimarkssendingar á síðustu leiktíð og skora sjö snertimörk sjálfur en Houston Texans vann 10 af 16 deildarleikjum sínum. Báðir voru enn að klára nýliðasamninginn sinn en fá nú hærri laun en allir hinir leikmenn deildarinnar. Það er því þeirra að standa undir því í leiknum í kvöld og um leið mun Deshaun Watson og félagar örugglega reyna að hefna tapsins í úrslitakeppninni 2019. .@realrclark25 says Deshaun Watson is about to be Patrick Mahomes biggest rival, not Lamar Jackson, similar to Brady/Manning back in the day. pic.twitter.com/mLMZynB805— First Take (@FirstTake) September 7, 2020 Kansas City Chiefs vann 51-31 sigur á Houston Texans í úrslitakeppninni á síðasta tímabili eftir að Deshaun Watson og félagar höfðu komist í 24-0 í leiknum. Það er hins vegar alltof á von á snilld frá Patrick Mahomes og hann sýndi það enn á ný með því að leiða endurkomuna þar sem hann gaf fimm snertimarkssendingar. Leikur Kansas City Chiefs og Houston Texans verður í beinni á Stöð 2 Sport 2 og hefst útsendingin rétt eftir miðnætti í kvöld.
NFL Mest lesið Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Fótbolti Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fótbolti Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Fótbolti Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Handbolti Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Fótbolti Nú verður hægt að „drekka“ íslensku dæturnar Sport Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fótbolti „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ Fótbolti Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Fótbolti Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Daníel lokaði markinu í Skógarseli Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Cecilía hélt hreinu en Inter úr leik Í skýjunum eftir sex marka sigur: „Nálægt fullkomnun“ Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Hætti við að hætta og komst loksins á HM rúmlega fertugur Brjálaðist og réðst á yngri systur sína „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ „Réttur skóbúnaður hlýtur að hjálpa okkur“ Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Danir og Svíar gætu mæst í HM-umspilinu Rændur á meðan hann var að spila fyrsta leikinn sinn í NFL Manchester United með lið í NBA Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Þetta gæti verið upphafið að einhverju stóru Eftirmaður Heimis Hallgrímssonar hættur Sviptur fyrirliðabandinu fyrir að hunsa stuðningsmenn Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Nú verður hægt að „drekka“ íslensku dæturnar LeBron hafði ekki upplifað þetta síðan hann var níu ára Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ Rekin eftir að hafa orðið valdur að ógildingu Maradona-réttarhaldanna Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Dagskráin í dag: Sá markahæsti og félagar fá heimsókn frá Kanada Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Fyrirliði Skota hugsaði um Jota allan daginn fyrir eitt besta kvöld lífsins Sjá meira