Nýtrúlofaður tengdasonur Mosfellsbæjar í beinni á morgun Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. september 2020 16:30 Patrick Mahomes kastar boltanum í Super Bowl sigri Kansas City Chiefs á San Francisco 49ers í febrúar. Getty/ Focus on Sport NFL-deildin hefst á miðnætti annað kvöld með leik NFL-meistara Kansas City Chiefs og Houston Texans og í fyrsta sinn verður opnunarleikur NFL-tímabilsins sýndur beint á Íslandi. Patrick Mahomes leiddi Kansas City Chiefs til sigurs í NFL-deildinni í Super Bowl leiknum í febrúar en það var fyrsti titill félagsins í fimmtíu ár. Kansas City Chiefs vann ellefu síðustu leiki sína á síðustu leiktíð og það bíða margir spenntir eftir því að sjá hvernig þeir koma undan sumri sem hefur verið afar sérstakt vegna kórónuveirufaraldsins. We'll look to continue our 11-game September win streak on Thursday night!Here are 6 Stats to Know for the game. pic.twitter.com/KRacvsHZvP— Kansas City Chiefs (@Chiefs) September 7, 2020 Mahomes hefur átt magnað sumar. Hann skrifaði fyrst undir tíu ára framlengingu á samningi sínum við Kansas City Chiefs sem gæti skilað honum samtals 503 milljónum Bandaríkjadala eða meira en 70 milljarða íslenskra króna. Patrick Mahomes gerði sumarið enn betur með því að biðja æskuástarinnar sinnar á sama kvöldi og hann fékk langþráðan meistarahring afhentan. Unnusta hans, Brittany Matthews, spilaði fótbolta með Aftureldingu sumarið 2017 og Mahomes var hjá henni í Mosfellsbænum. Síðan þá höfum við að sjálfsögðu gefið honum viðurnefnið tengdasonur Mosfellsbæjar. Bónorðið bað Mahomes upp í svítu á Arrowhead leikvanginum sem er heimavöllur Kansas City Chiefs liðsins og völlurinn þar sem leikurinn fer fram annað kvöld. #RedFriday Kickoff Edition flags are available online right now https://t.co/NwTzzzjBnp pic.twitter.com/e3OP6F5wFE— Kansas City Chiefs (@Chiefs) September 9, 2020 Útsendingin hefst rétt eftir miðnætti á Stöð 2 Sport. Stöð 2 Sport hefur sýnt frá NFL-deildinni í mörg ár en þetta er í fyrsta sinn sem fyrsti leikur tímabilsins er í beinni. Fyrsta umferðin heldur svo áfram á sunnudaginn og þá verða sýndir tveir leikir í beinni. Fyrri leikurinn er á milli New England Patriots og Miami Dolphins og sá seinni er á milli New Orleans Saints og Tampa Bay Buccaneers. Við sjáum því bæði fyrsta leik Tom Brady með Tampa Bay Buccaneers og fyrsta leik New England Patriots liðsins án Brady. NFL Mest lesið Fyrsta deildartap Liverpool síðan í september Enski boltinn „Hugsaði að þetta myndi fá mig til að halda kjafti“ Golf Eitthvað sem læknar segja ekki við þig að ástæðulausu Fótbolti Leik lokið: Valur - Vestri 1-1 | Óvænt stig Djúpmanna á Hlíðarenda Íslenski boltinn Jón Halldórsson kjörinn formaður HSÍ Handbolti Í beinni: Man. City - Man. Utd | Borgarslagur á Etihad Enski boltinn Tveir létust í hjólreiðakeppni Sport „Ég er 100% pirraður“ Enski boltinn Sjáðu fyrstu mörk Íslandsmótsins í ár: Var þetta víti? Íslenski boltinn Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Formúla 1 Fleiri fréttir Stórleikur Andra Más dugði ekki gegn Magdeburg Leik lokið: Valur - Vestri 1-1 | Óvænt stig Djúpmanna á Hlíðarenda Í beinni: KA - KR | Fyrsta heila tímabil Óskars með KR hefst Martin flottur í stórsigri Í beinni: Man. City - Man. Utd | Borgarslagur á Etihad Chelsea tapaði stigum í markalausum Lundúnaslag Tottenham sendi Southampton niður í b-deildina Fyrsta deildartap Liverpool síðan í september Kristian og Nökkvi skoruðu báðir í sigri Sparta Eggert lagði upp mark og lærisveinar Freys sneru leiknum við í seinni Orri og félagar fóru heim frá Kanaríeyjum með öll þrjú stigin Þórir lagði upp jöfnunarmark í Íslendingaslag í Seríu A Þrjár landsliðskonur fengu áletrað úr frá KSÍ Fékk hjólhestaspyrnu í hausinn og endaði á sjúkrahúsi Blikar byrjuðu vel með græna nögl á litla fingri Tveir létust í hjólreiðakeppni Stelpurnar í BH enduðu 35 ára sigurgöngu Lánsmarkvörðurinn frá Liverpool veðjaði við Vinícius og vann Eitthvað sem læknar segja ekki við þig að ástæðulausu Sjáðu fyrstu mörk Íslandsmótsins í ár: Var þetta víti? Jón Halldórsson kjörinn formaður HSÍ Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ „Ég er 100% pirraður“ Dagskráin í dag: Þrír leikir í Bestu deildinni og Valur getur komist í 2-0 „Hugsaði að þetta myndi fá mig til að halda kjafti“ Skelltu sér í jarðarför Hauka „Viðeigandi að fagna komu hennar með marki“ „Skrifast á ákveðinn sviðsskrekk“ Meistarar í ellefta sinn á síðustu þrettán árum Uppgjörið: Breiðablik - Afturelding 2-0 | Meistararnir með öruggan sigur í opnunarleiknum Sjá meira
NFL-deildin hefst á miðnætti annað kvöld með leik NFL-meistara Kansas City Chiefs og Houston Texans og í fyrsta sinn verður opnunarleikur NFL-tímabilsins sýndur beint á Íslandi. Patrick Mahomes leiddi Kansas City Chiefs til sigurs í NFL-deildinni í Super Bowl leiknum í febrúar en það var fyrsti titill félagsins í fimmtíu ár. Kansas City Chiefs vann ellefu síðustu leiki sína á síðustu leiktíð og það bíða margir spenntir eftir því að sjá hvernig þeir koma undan sumri sem hefur verið afar sérstakt vegna kórónuveirufaraldsins. We'll look to continue our 11-game September win streak on Thursday night!Here are 6 Stats to Know for the game. pic.twitter.com/KRacvsHZvP— Kansas City Chiefs (@Chiefs) September 7, 2020 Mahomes hefur átt magnað sumar. Hann skrifaði fyrst undir tíu ára framlengingu á samningi sínum við Kansas City Chiefs sem gæti skilað honum samtals 503 milljónum Bandaríkjadala eða meira en 70 milljarða íslenskra króna. Patrick Mahomes gerði sumarið enn betur með því að biðja æskuástarinnar sinnar á sama kvöldi og hann fékk langþráðan meistarahring afhentan. Unnusta hans, Brittany Matthews, spilaði fótbolta með Aftureldingu sumarið 2017 og Mahomes var hjá henni í Mosfellsbænum. Síðan þá höfum við að sjálfsögðu gefið honum viðurnefnið tengdasonur Mosfellsbæjar. Bónorðið bað Mahomes upp í svítu á Arrowhead leikvanginum sem er heimavöllur Kansas City Chiefs liðsins og völlurinn þar sem leikurinn fer fram annað kvöld. #RedFriday Kickoff Edition flags are available online right now https://t.co/NwTzzzjBnp pic.twitter.com/e3OP6F5wFE— Kansas City Chiefs (@Chiefs) September 9, 2020 Útsendingin hefst rétt eftir miðnætti á Stöð 2 Sport. Stöð 2 Sport hefur sýnt frá NFL-deildinni í mörg ár en þetta er í fyrsta sinn sem fyrsti leikur tímabilsins er í beinni. Fyrsta umferðin heldur svo áfram á sunnudaginn og þá verða sýndir tveir leikir í beinni. Fyrri leikurinn er á milli New England Patriots og Miami Dolphins og sá seinni er á milli New Orleans Saints og Tampa Bay Buccaneers. Við sjáum því bæði fyrsta leik Tom Brady með Tampa Bay Buccaneers og fyrsta leik New England Patriots liðsins án Brady.
NFL Mest lesið Fyrsta deildartap Liverpool síðan í september Enski boltinn „Hugsaði að þetta myndi fá mig til að halda kjafti“ Golf Eitthvað sem læknar segja ekki við þig að ástæðulausu Fótbolti Leik lokið: Valur - Vestri 1-1 | Óvænt stig Djúpmanna á Hlíðarenda Íslenski boltinn Jón Halldórsson kjörinn formaður HSÍ Handbolti Í beinni: Man. City - Man. Utd | Borgarslagur á Etihad Enski boltinn Tveir létust í hjólreiðakeppni Sport „Ég er 100% pirraður“ Enski boltinn Sjáðu fyrstu mörk Íslandsmótsins í ár: Var þetta víti? Íslenski boltinn Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Formúla 1 Fleiri fréttir Stórleikur Andra Más dugði ekki gegn Magdeburg Leik lokið: Valur - Vestri 1-1 | Óvænt stig Djúpmanna á Hlíðarenda Í beinni: KA - KR | Fyrsta heila tímabil Óskars með KR hefst Martin flottur í stórsigri Í beinni: Man. City - Man. Utd | Borgarslagur á Etihad Chelsea tapaði stigum í markalausum Lundúnaslag Tottenham sendi Southampton niður í b-deildina Fyrsta deildartap Liverpool síðan í september Kristian og Nökkvi skoruðu báðir í sigri Sparta Eggert lagði upp mark og lærisveinar Freys sneru leiknum við í seinni Orri og félagar fóru heim frá Kanaríeyjum með öll þrjú stigin Þórir lagði upp jöfnunarmark í Íslendingaslag í Seríu A Þrjár landsliðskonur fengu áletrað úr frá KSÍ Fékk hjólhestaspyrnu í hausinn og endaði á sjúkrahúsi Blikar byrjuðu vel með græna nögl á litla fingri Tveir létust í hjólreiðakeppni Stelpurnar í BH enduðu 35 ára sigurgöngu Lánsmarkvörðurinn frá Liverpool veðjaði við Vinícius og vann Eitthvað sem læknar segja ekki við þig að ástæðulausu Sjáðu fyrstu mörk Íslandsmótsins í ár: Var þetta víti? Jón Halldórsson kjörinn formaður HSÍ Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ „Ég er 100% pirraður“ Dagskráin í dag: Þrír leikir í Bestu deildinni og Valur getur komist í 2-0 „Hugsaði að þetta myndi fá mig til að halda kjafti“ Skelltu sér í jarðarför Hauka „Viðeigandi að fagna komu hennar með marki“ „Skrifast á ákveðinn sviðsskrekk“ Meistarar í ellefta sinn á síðustu þrettán árum Uppgjörið: Breiðablik - Afturelding 2-0 | Meistararnir með öruggan sigur í opnunarleiknum Sjá meira