Cristiano Ronaldo er kominn með 101 landsliðsmark fyrir Portúgal eftir að hafa gert bæði mörkin í 2-0 sigri gegn Svíþjóð í Þjóðadeildinni í kvöld. Frakkland vann Króatíu 4-2.
Frakkland og Portúgal eru því með fullt hús stiga eftir tvær umferðir í 3. riðli A-deildar.
Ronaldo skoraði fyrra mark sitt gegn Svíum úr glæsilegri aukaspyrnu í lok fyrri hálfleiks, sitt hundraðasta landsliðsmark, og fylgdi því eftir með marki korteri fyrir leikslok. Hann er nú sjö mörkum frá heimsmeti Ali Daei, og er annar karlmaður sögunnar til að skora 100 landsliðsmörk í fótbolta.
Cristiano Ronaldo has scored his 100th international goal - has now scored for Portugal in 17 successive calendar years
— Sky Sports Statto (@SkySportsStatto) September 8, 2020
2004 7
2005 2
2006 6
2007 5
2008 1
2009 1
2010 3
2011 7
2012 5
2013 10
2014 5
2015 3
2016 13
2017 11
2018 6
2019 14
2020 1 pic.twitter.com/glhDClD82q
Í Frakklandi mættust liðin sem léku til úrslita á HM fyrir tveimur árum og kom Dejan Lovren silfurliði Króata yfir. Antoine Griezmann jafnaði metin fyrir heimsmeistarana sem komust yfir með sjálfsmark rétt fyrir hálfleik.
Josip Brekalo kom Króatíu yfir á ný snemma í seinni hálfleik en Dayot Upamecano kom Frökkum yfir á nýjan leik og Olivier Giroud skoraði lokamarkið úr víti á 77. mínútu.
Giroud er þar með þriðji Frakkinn til að ná 40 landsliðsmörkum, á eftir Thierry Henry (51) og Michel Platini (41).
Úrslit kvöldsins:
A-deild:
Belgía - Ísland 5-1
Danmörk - England 0-0
Frakkland - Króatía 4-2
Svíþjóð - Portúgal 0-2
C-deild:
Armenía - Eistland 2-0
Georgía - N-Makedónía 1-1
Kýpur - Aserbaídsjan 0-1
Lúxemborg - Svartfjallaland 0-1
D-deild:
San Marínó - Liechtenstein 0-2