Fyrrverandi hermenn viðurkenna ódæði gegn Róhingjum Samúel Karl Ólason skrifar 8. september 2020 19:54 Hermenn og hópar vopnaðra manna brenndu fjölda þorpa til grunna og frömdu ýmis ódæði gegn Róhingjum í Mjanmar árið 2017. Vísir/AP Tveir hermenn, sem gerðust liðhlaupar frá her Mjanmar eða Búrma, hafa játað á myndbandsupptöku að yfirmenn þeirra hafi skipað þeim að fremja stríðsglæpi gegn Róhingjum. Þeir segja yfirmenn þeirra hafa gefið þeim þær skipanir að „skjóta alla sem þið sjáið og alla sem þið heyrið í“. Þetta er líklegast í fyrsta sinn sem hermenn ríkisins viðurkenna stríðsglæpi. Mennirnir hafa verið fluttir til Haag og færðir fyrir rannsakendur Alþjóðasakamáladómstólsins, sem hefur meinta stríðsglæpi yfirvalda í Mjanmar til rannsóknar. Í ágúst 2017 byrjuðu Róhingjar að streyma frá Mjanmar til Bangladess. Þau sögðust á flótta undan sókn hers Mjanmars og sögðu að heilu þorpin hefðu verið þurrkuð út. Fregnir bárust einnig af fjölmörgum ódæðum eins og fjöldanauðgunum og aftökum. Þúsundir eru sagðir hafa verið myrtir. Minnst 700 þúsund manns flúðu land og síðan þá hafa yfirvöld í Mjanmar verið sökuð um og kærð fyrir þjóðarmorð. Ríkisstjórn landsins þvertekur þó fyrir að brotið hafi verið á Róhingjum. Þó þeir búi í Rakhinehéraði í Mjanmar, og hafa gert lengi, eru þau í raun án ríkisfangs og yfirvöld ríkisins hafa lagt til að fólkið hafi brennt eigin þorp með því markmiði að fá athygli á heimsvísu. New York Times hefur tekið saman myndir frá 2017 sem sýna hvernig fjöldi þorpa voru brennd til grunna. Mannréttindasamtökin Fortify Rights segja hermennina tvo heita Myo Win Tun sem er 33 ára, og Zaw Naing Tun, sem er þrítugur. Þeir voru í sitt hvorri herdeildinni en gerðust liðhlaupar og enduðu í haldi Arakan-hersins. Það eru skæruliðasamtök Róhingja. Í frétt AP segir að frásagnir mannanna séu í takt við aðrar heimildir frá Mjanmar og Bangladess. Myo Win Tun sagði hann og hermennina í sinni herdeild hafa drepið og grafið 30 manns í árás á eitt þorp. Átta konur, sjö börn og fimmtán menn og eldra fólk. Þá stálu þeir einnig af heimilum fólksins. Í skýrslu Sameinuðu þjóðanna, sem gefin var út í fyrra, sagði að yfirvöld í Mjanmar hefðu gert lítið sem ekkert til að koma í veg fyrir ódæði í landinu og þau hefðu ekki verið rannsökuð. Talið er að enn haldi um 600 þúsund Róhingjar til í Mjanmar. Mjanmar Sameinuðu þjóðirnar Bangladess Tengdar fréttir Eitt prósent mannkyns stendur frammi fyrir nauðungarflutningum Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna biðlar til ríkja um allan heim að leggja sig betur fram við að finna heimili handa milljónum flóttafólks og vegalausra einstaklinga sem flýja átök, ofsóknir eða aðstæður sem ógna almannaöryggi. 17. júlí 2020 13:52 Bangladess lokar af flóttamannabúðir Róhingja vegna kórónuveirunnar Yfirvöld í Bangladess hafa lokað af landssvæði í suðurhluta landsins þar sem flóttamannabúðir Róhingja eru staðsettar. Meira en milljón Róhingjamúslima sem flúið hafa Mjanmar búa þar og er þetta gert í von um að koma í veg fyrir útbreiðslu kórónuveirunnar. 9. apríl 2020 17:10 Grípi til nauðsynlegra aðgerða til að koma í veg fyrir þjóðarmorð á Róhingjum Alþjóðadómstóllinn í Haag hefur fyrirskipað að yfirvöld í Mjanmar ráðist í allar nauðsynlegar aðgerðir til að koma í veg fyrir þjóðarmorð á Rohingjum, minnihlutahópi múslima, í landinu. 23. janúar 2020 13:02 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Lést í snjóflóði í Ölpunum Erlent Fleiri fréttir Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Sjá meira
Tveir hermenn, sem gerðust liðhlaupar frá her Mjanmar eða Búrma, hafa játað á myndbandsupptöku að yfirmenn þeirra hafi skipað þeim að fremja stríðsglæpi gegn Róhingjum. Þeir segja yfirmenn þeirra hafa gefið þeim þær skipanir að „skjóta alla sem þið sjáið og alla sem þið heyrið í“. Þetta er líklegast í fyrsta sinn sem hermenn ríkisins viðurkenna stríðsglæpi. Mennirnir hafa verið fluttir til Haag og færðir fyrir rannsakendur Alþjóðasakamáladómstólsins, sem hefur meinta stríðsglæpi yfirvalda í Mjanmar til rannsóknar. Í ágúst 2017 byrjuðu Róhingjar að streyma frá Mjanmar til Bangladess. Þau sögðust á flótta undan sókn hers Mjanmars og sögðu að heilu þorpin hefðu verið þurrkuð út. Fregnir bárust einnig af fjölmörgum ódæðum eins og fjöldanauðgunum og aftökum. Þúsundir eru sagðir hafa verið myrtir. Minnst 700 þúsund manns flúðu land og síðan þá hafa yfirvöld í Mjanmar verið sökuð um og kærð fyrir þjóðarmorð. Ríkisstjórn landsins þvertekur þó fyrir að brotið hafi verið á Róhingjum. Þó þeir búi í Rakhinehéraði í Mjanmar, og hafa gert lengi, eru þau í raun án ríkisfangs og yfirvöld ríkisins hafa lagt til að fólkið hafi brennt eigin þorp með því markmiði að fá athygli á heimsvísu. New York Times hefur tekið saman myndir frá 2017 sem sýna hvernig fjöldi þorpa voru brennd til grunna. Mannréttindasamtökin Fortify Rights segja hermennina tvo heita Myo Win Tun sem er 33 ára, og Zaw Naing Tun, sem er þrítugur. Þeir voru í sitt hvorri herdeildinni en gerðust liðhlaupar og enduðu í haldi Arakan-hersins. Það eru skæruliðasamtök Róhingja. Í frétt AP segir að frásagnir mannanna séu í takt við aðrar heimildir frá Mjanmar og Bangladess. Myo Win Tun sagði hann og hermennina í sinni herdeild hafa drepið og grafið 30 manns í árás á eitt þorp. Átta konur, sjö börn og fimmtán menn og eldra fólk. Þá stálu þeir einnig af heimilum fólksins. Í skýrslu Sameinuðu þjóðanna, sem gefin var út í fyrra, sagði að yfirvöld í Mjanmar hefðu gert lítið sem ekkert til að koma í veg fyrir ódæði í landinu og þau hefðu ekki verið rannsökuð. Talið er að enn haldi um 600 þúsund Róhingjar til í Mjanmar.
Mjanmar Sameinuðu þjóðirnar Bangladess Tengdar fréttir Eitt prósent mannkyns stendur frammi fyrir nauðungarflutningum Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna biðlar til ríkja um allan heim að leggja sig betur fram við að finna heimili handa milljónum flóttafólks og vegalausra einstaklinga sem flýja átök, ofsóknir eða aðstæður sem ógna almannaöryggi. 17. júlí 2020 13:52 Bangladess lokar af flóttamannabúðir Róhingja vegna kórónuveirunnar Yfirvöld í Bangladess hafa lokað af landssvæði í suðurhluta landsins þar sem flóttamannabúðir Róhingja eru staðsettar. Meira en milljón Róhingjamúslima sem flúið hafa Mjanmar búa þar og er þetta gert í von um að koma í veg fyrir útbreiðslu kórónuveirunnar. 9. apríl 2020 17:10 Grípi til nauðsynlegra aðgerða til að koma í veg fyrir þjóðarmorð á Róhingjum Alþjóðadómstóllinn í Haag hefur fyrirskipað að yfirvöld í Mjanmar ráðist í allar nauðsynlegar aðgerðir til að koma í veg fyrir þjóðarmorð á Rohingjum, minnihlutahópi múslima, í landinu. 23. janúar 2020 13:02 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Lést í snjóflóði í Ölpunum Erlent Fleiri fréttir Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Sjá meira
Eitt prósent mannkyns stendur frammi fyrir nauðungarflutningum Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna biðlar til ríkja um allan heim að leggja sig betur fram við að finna heimili handa milljónum flóttafólks og vegalausra einstaklinga sem flýja átök, ofsóknir eða aðstæður sem ógna almannaöryggi. 17. júlí 2020 13:52
Bangladess lokar af flóttamannabúðir Róhingja vegna kórónuveirunnar Yfirvöld í Bangladess hafa lokað af landssvæði í suðurhluta landsins þar sem flóttamannabúðir Róhingja eru staðsettar. Meira en milljón Róhingjamúslima sem flúið hafa Mjanmar búa þar og er þetta gert í von um að koma í veg fyrir útbreiðslu kórónuveirunnar. 9. apríl 2020 17:10
Grípi til nauðsynlegra aðgerða til að koma í veg fyrir þjóðarmorð á Róhingjum Alþjóðadómstóllinn í Haag hefur fyrirskipað að yfirvöld í Mjanmar ráðist í allar nauðsynlegar aðgerðir til að koma í veg fyrir þjóðarmorð á Rohingjum, minnihlutahópi múslima, í landinu. 23. janúar 2020 13:02