Hvaða PISA-álegg má bjóða þér? Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar 8. september 2020 18:00 Menntavegurinn svokallaði er vegur sem við göngum öll, enda er sú ganga bundin í lög fyrir börn á aldrinum 6 - 16 ára. Menntavegurinn á að undirbúa okkur fyrir þátttöku í samfélaginu í allri sinni dýrð. Við komum í þessa göngu mismunandi skóuð, í alls konar formi og með fjölbreytt nesti. Enda liggja vegirnir til allra átta og engin með sama áfangastað. Það væri einsleitt og í raun leiðinlegt samfélag ef svo væri. Aðalnámskrá grunnskólanna var fyrst mótuð áður en internetið var orðið að hugmynd - hvað þá bólu. Skólakerfið byggir samt sem áður starf sitt enn á þessari námskrá. Hin svokallaða PISA-könnun er á sama tíma að leggja áherslu á að mæla þætti sem börn og ungmenni áttu að vera góð í fyrir áratugum síðan og útiloka, að mínu mati, færni sem við þurfum í dag og munum nota í framtíðinni. Börn nútímans búa einfaldlega við aðra kunnáttu og færni en byggt var á þegar aðalnámskráin var fyrst mótuð. Eins og flestir vita hafa niðurstöður PISA-könnunar sýnt fram á verri árangur í læsi og náttúrufræði hjá íslenskum börnum og ungmennum. Menntamálaráðherra bregst við með því að leggja til breytingu á viðmiðunarstundarskrá grunnskólanna. Hún vill bæta við kennslustundum í íslensku og náttúrufræði sem á að bæta árangur Íslands í PISA. Með því að fjölga stundum í þessum tveim fögum mun svigrúm skólanna til að ráðstafa kennslutímanum minnka til muna og þar með takmarka stundir í valfögum á borð við skapandi greinar eða aðrar þær greinar sem ýta undir styrkleika hvers nemanda. Við, fulltrúar meirihlutans í Skóla- og frístundaráði Reykjavíkur tókum tillögu menntamálaráðherra fyrir á ráðsfundi í dag. Reykjavík er stærsta sveitarfélagið og er með flesta skóla á sínum snærum. Þess má geta að menntamálaráðherra hafði ekkert samráð Reykjavík við gerð þessarar tillögu. Við í meirihlutanum setjum hér mikinn fyrirvara við þessar breytingar enda stangast þær á við menntastefnu borgarinnar sem ber nafnið; Látum draumana rætast. Í henni er leiðarstefið að menntun byggi á ólíkum áhugasviðum, hæfileikum og færni hvers og eins. Tillaga menntamálaráðherra gerir ekki ráð fyrir þessu og þrengir gönguveginn sjálfan og fækkar áfangastöðum umtalsvert. Það má því eiginlega segja að þessi tillaga láti íslenska nemendur taka mörg skref til baka en ekki áfram á menntaveginum. Höfundur er fulltrúi Viðreisnar í Skóla- og frístundaráði í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla - og menntamál Diljá Ámundadóttir Zoëga Mest lesið Er Kópavogsbær vel rekinn? Bergljót Kristinsdóttir Skoðun Við munum aldrei fela okkur aftur Kári Garðarsson Skoðun NÓG ER NÓG – Heilbrigðiskerfið er í neyðarástandi Ásthildur Kristín Björnsdóttir Skoðun Halldór 17.05.2025 Halldór Torfærur, hossur og hristingar! Magnús Jochum Pálsson Skoðun Friðun Grafarvogs Stefán Jón Hafstein Skoðun Er gagnlegt að kunna að forrita á tímum gervigreindar? Henning Arnór Úlfarsson Skoðun Umdeildasti fríverslunarsamningur sögunnar? Arnar Þór Ingólfsson Skoðun Lýðræðið er farið – er of seint að snúa við? Einar G. Harðarson Skoðun Um sjónarhorn og sannleika Líf Magneudóttir Skoðun Skoðun Skoðun Friðun Grafarvogs Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Torfærur, hossur og hristingar! Magnús Jochum Pálsson skrifar Skoðun NÓG ER NÓG – Heilbrigðiskerfið er í neyðarástandi Ásthildur Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun Við munum aldrei fela okkur aftur Kári Garðarsson skrifar Skoðun Er Kópavogsbær vel rekinn? Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar Skoðun Um sjónarhorn og sannleika Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Lýðræðið er farið – er of seint að snúa við? Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Er gagnlegt að kunna að forrita á tímum gervigreindar? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Málþóf og/eða lýðræði? Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Umdeildasti fríverslunarsamningur sögunnar? Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Ísafjarðarbær í Bestu deild Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð í beinni Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Allt þetta máttu eiga ef þú tilbiður mig Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Atvinnufrelsi! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að mása eða fara í golf Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Leiðréttum kerfisbundið misrétti Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Leikjanámskeið fyrir fullorðna við Austurvöll Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sparnaðarráð fyrir ferðalagið Svandís Edda Jónudóttir skrifar Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Samráðsdagar á Kjalarnesi Ævar Harðarson skrifar Skoðun Skýr og lausnamiðuð afstaða Framsóknar til veiðigjalda Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að mása sig hása til að tefja Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Sjónarspil í Istanbul Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Að vilja meira og meira, meira í dag en í gær Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Sjálfboðaliðinn er hornsteinninn Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar Sjá meira
Menntavegurinn svokallaði er vegur sem við göngum öll, enda er sú ganga bundin í lög fyrir börn á aldrinum 6 - 16 ára. Menntavegurinn á að undirbúa okkur fyrir þátttöku í samfélaginu í allri sinni dýrð. Við komum í þessa göngu mismunandi skóuð, í alls konar formi og með fjölbreytt nesti. Enda liggja vegirnir til allra átta og engin með sama áfangastað. Það væri einsleitt og í raun leiðinlegt samfélag ef svo væri. Aðalnámskrá grunnskólanna var fyrst mótuð áður en internetið var orðið að hugmynd - hvað þá bólu. Skólakerfið byggir samt sem áður starf sitt enn á þessari námskrá. Hin svokallaða PISA-könnun er á sama tíma að leggja áherslu á að mæla þætti sem börn og ungmenni áttu að vera góð í fyrir áratugum síðan og útiloka, að mínu mati, færni sem við þurfum í dag og munum nota í framtíðinni. Börn nútímans búa einfaldlega við aðra kunnáttu og færni en byggt var á þegar aðalnámskráin var fyrst mótuð. Eins og flestir vita hafa niðurstöður PISA-könnunar sýnt fram á verri árangur í læsi og náttúrufræði hjá íslenskum börnum og ungmennum. Menntamálaráðherra bregst við með því að leggja til breytingu á viðmiðunarstundarskrá grunnskólanna. Hún vill bæta við kennslustundum í íslensku og náttúrufræði sem á að bæta árangur Íslands í PISA. Með því að fjölga stundum í þessum tveim fögum mun svigrúm skólanna til að ráðstafa kennslutímanum minnka til muna og þar með takmarka stundir í valfögum á borð við skapandi greinar eða aðrar þær greinar sem ýta undir styrkleika hvers nemanda. Við, fulltrúar meirihlutans í Skóla- og frístundaráði Reykjavíkur tókum tillögu menntamálaráðherra fyrir á ráðsfundi í dag. Reykjavík er stærsta sveitarfélagið og er með flesta skóla á sínum snærum. Þess má geta að menntamálaráðherra hafði ekkert samráð Reykjavík við gerð þessarar tillögu. Við í meirihlutanum setjum hér mikinn fyrirvara við þessar breytingar enda stangast þær á við menntastefnu borgarinnar sem ber nafnið; Látum draumana rætast. Í henni er leiðarstefið að menntun byggi á ólíkum áhugasviðum, hæfileikum og færni hvers og eins. Tillaga menntamálaráðherra gerir ekki ráð fyrir þessu og þrengir gönguveginn sjálfan og fækkar áfangastöðum umtalsvert. Það má því eiginlega segja að þessi tillaga láti íslenska nemendur taka mörg skref til baka en ekki áfram á menntaveginum. Höfundur er fulltrúi Viðreisnar í Skóla- og frístundaráði í Reykjavík.
Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar
Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar
Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar
Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar
Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar