„Ef þetta er skilgreining á húðlit, hvernig er þá mín húð á litin?“ Ása Ninna Pétursdóttir skrifar 8. september 2020 16:42 Brynju Dan svelgdist á morgunkaffinu þegar hún las tískusíðuna í Fréttablaðinu. Aldís Pálsdóttir „Mér hefði fundist þetta í lagi ef þetta væru allskonar litir af húðlitum sem átt er við í þessari grein en þetta voru allt ljósbrúnir og beige tónar. Það er auðvitað algjörlega absúrt að það sé ennþá verið að tala um húðlitaðan,“ segir Brynja Dan Gunnarsdóttir í samtali við Vísi. Brynja gagnrýndi harðlega orðaval Fréttablaðsins í dag á samfélagsmiðlum sínum og vísar hún til tískugreinar þar sem talað er um vinsæla liti fyrir haustið og orðið húðlitur notað yfir ljós brúna tóna. Brynja birtir mynd af greininni á samfélagsmiðlum sínum og skrifar: „Lærðum við bara ekkert síðustu mánuði? Skita dagsins.“ https://www.facebook.com/brynja.d.gunnarsdottir/posts/10158457599677978 „Húðlitur er eitt af þessum orðum sem við erum að reyna að taka úr umferð. Ef þetta er skilgreining á húðlit hvernig er þá mín húð á litin?“ Orðið Nude á ensku hefur lengi verið notað í tískuheiminum yfir liti sem eru ljósbrúnir og beige litaðir en aðspurð segir Brynja að það sé ekki með réttu hægt að kalla eingöngu einhverja ákveðna ljósa tóna húðliti. „Ég hef aldrei séð eða heyrt dökkbrúna eða svarta liti vera kallaða húðliti en þeir eru það svo sannarlega líka." Brynja segist hafa fengið mikil viðbrögð eftir gagnrýni sína á greinina og borist ótal skilaboð frá fólki sem undri sig á orðanotkun Fréttablaðsins. „Af hverju erum við ekki komin lengra í allri þessari baráttu sem er að eiga sér stað? Hvernig getur svona stór miðill látið svona grein frá sér. Mér finnst þetta til skammar. Þetta fer væntanlega í prófarkalestur og er lesið yfir af fleiri en einum aðila áður en þetta fer í prent.“ Kristján Kormákur Guðjónsson, fyrrverandi fréttastjóri á Fréttablaðinu, svarar Brynju í Facebook-færslu hennar. Hann segist þekkja viðkomandi blaðamann vel og geta fullyrt að um mistök sé að ræða sem blaðamaðurinn sjái eftir. „Þetta hefði aldrei átt að fara á prent og fréttastjórar nú eða ritstjóri hefðu átt að grípa í taumana, það er þeirra hlutverk. Sökin liggur því ekki eingöngu hjá blaðamanni. Það geta allir gert mistök í vinnunni og ég treysti og trúi því að starfsmenn Fréttablaðsins læri af þessu og biðjist afsökunar í blaðinu sem kemur út á morgun.“ Fjölmiðlar Kynþáttafordómar Mest lesið „Ég hef gert mig þannig tilbúna fyrir þetta að ég eigi titilinn skilið“ Lífið Rikki G skilar lyklunum að FM957 Lífið Segir gott að elska Ara Lífið Skuggavaldið: Popúlískir samsærisórar nú stjórnarhættir stórveldis Lífið Elísabet fær uppreist æru Gagnrýni Hvað er eðlilegt að stunda kynlíf oft í mánuði? Lífið „Nei, við mælum þetta krabbamein í mánuðum“ Lífið Svona varð fimm hundruð milljóna Volcano Express til Lífið „Litagleðin er að springa út“ Lífið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið Fleiri fréttir Segir gott að elska Ara Ómótstæðilegir pistasíumolar undir áhrifum frá Dúbaí Skuggavaldið: Popúlískir samsærisórar nú stjórnarhættir stórveldis Kisurnar fögnuðu afmælinu með stæl Krakkarnir sjúkir í silfurlitað á öskudaginn Svona varð fimm hundruð milljóna Volcano Express til „Litagleðin er að springa út“ Rikki G skilar lyklunum að FM957 „Ég hef gert mig þannig tilbúna fyrir þetta að ég eigi titilinn skilið“ „Nei, við mælum þetta krabbamein í mánuðum“ Hvað er eðlilegt að stunda kynlíf oft í mánuði? Stórmyndir í útrýmingarhættu Sturla elti Tinder-ástina til paradísarstrandar í Mexíkó Ævintýrapar selur fallega fyrstu eign „Samband okkar hefur alltaf verið flókið“ Eiginmaður Dolly Parton er látinn Var mjög heit fyrir lýtalækninum Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Hefndi kossins með kossi Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Maskadagur á Ísafirði Auddi og Steindi í BDSM Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Aukatónleikar Bryan Adams Mikil áhugi á stjörnunum úr Alheimsdraumnum Stjörnulífið: Kærleiksríkir menn á Bessastöðum Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Sjá meira
„Mér hefði fundist þetta í lagi ef þetta væru allskonar litir af húðlitum sem átt er við í þessari grein en þetta voru allt ljósbrúnir og beige tónar. Það er auðvitað algjörlega absúrt að það sé ennþá verið að tala um húðlitaðan,“ segir Brynja Dan Gunnarsdóttir í samtali við Vísi. Brynja gagnrýndi harðlega orðaval Fréttablaðsins í dag á samfélagsmiðlum sínum og vísar hún til tískugreinar þar sem talað er um vinsæla liti fyrir haustið og orðið húðlitur notað yfir ljós brúna tóna. Brynja birtir mynd af greininni á samfélagsmiðlum sínum og skrifar: „Lærðum við bara ekkert síðustu mánuði? Skita dagsins.“ https://www.facebook.com/brynja.d.gunnarsdottir/posts/10158457599677978 „Húðlitur er eitt af þessum orðum sem við erum að reyna að taka úr umferð. Ef þetta er skilgreining á húðlit hvernig er þá mín húð á litin?“ Orðið Nude á ensku hefur lengi verið notað í tískuheiminum yfir liti sem eru ljósbrúnir og beige litaðir en aðspurð segir Brynja að það sé ekki með réttu hægt að kalla eingöngu einhverja ákveðna ljósa tóna húðliti. „Ég hef aldrei séð eða heyrt dökkbrúna eða svarta liti vera kallaða húðliti en þeir eru það svo sannarlega líka." Brynja segist hafa fengið mikil viðbrögð eftir gagnrýni sína á greinina og borist ótal skilaboð frá fólki sem undri sig á orðanotkun Fréttablaðsins. „Af hverju erum við ekki komin lengra í allri þessari baráttu sem er að eiga sér stað? Hvernig getur svona stór miðill látið svona grein frá sér. Mér finnst þetta til skammar. Þetta fer væntanlega í prófarkalestur og er lesið yfir af fleiri en einum aðila áður en þetta fer í prent.“ Kristján Kormákur Guðjónsson, fyrrverandi fréttastjóri á Fréttablaðinu, svarar Brynju í Facebook-færslu hennar. Hann segist þekkja viðkomandi blaðamann vel og geta fullyrt að um mistök sé að ræða sem blaðamaðurinn sjái eftir. „Þetta hefði aldrei átt að fara á prent og fréttastjórar nú eða ritstjóri hefðu átt að grípa í taumana, það er þeirra hlutverk. Sökin liggur því ekki eingöngu hjá blaðamanni. Það geta allir gert mistök í vinnunni og ég treysti og trúi því að starfsmenn Fréttablaðsins læri af þessu og biðjist afsökunar í blaðinu sem kemur út á morgun.“
Fjölmiðlar Kynþáttafordómar Mest lesið „Ég hef gert mig þannig tilbúna fyrir þetta að ég eigi titilinn skilið“ Lífið Rikki G skilar lyklunum að FM957 Lífið Segir gott að elska Ara Lífið Skuggavaldið: Popúlískir samsærisórar nú stjórnarhættir stórveldis Lífið Elísabet fær uppreist æru Gagnrýni Hvað er eðlilegt að stunda kynlíf oft í mánuði? Lífið „Nei, við mælum þetta krabbamein í mánuðum“ Lífið Svona varð fimm hundruð milljóna Volcano Express til Lífið „Litagleðin er að springa út“ Lífið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið Fleiri fréttir Segir gott að elska Ara Ómótstæðilegir pistasíumolar undir áhrifum frá Dúbaí Skuggavaldið: Popúlískir samsærisórar nú stjórnarhættir stórveldis Kisurnar fögnuðu afmælinu með stæl Krakkarnir sjúkir í silfurlitað á öskudaginn Svona varð fimm hundruð milljóna Volcano Express til „Litagleðin er að springa út“ Rikki G skilar lyklunum að FM957 „Ég hef gert mig þannig tilbúna fyrir þetta að ég eigi titilinn skilið“ „Nei, við mælum þetta krabbamein í mánuðum“ Hvað er eðlilegt að stunda kynlíf oft í mánuði? Stórmyndir í útrýmingarhættu Sturla elti Tinder-ástina til paradísarstrandar í Mexíkó Ævintýrapar selur fallega fyrstu eign „Samband okkar hefur alltaf verið flókið“ Eiginmaður Dolly Parton er látinn Var mjög heit fyrir lýtalækninum Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Hefndi kossins með kossi Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Maskadagur á Ísafirði Auddi og Steindi í BDSM Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Aukatónleikar Bryan Adams Mikil áhugi á stjörnunum úr Alheimsdraumnum Stjörnulífið: Kærleiksríkir menn á Bessastöðum Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Sjá meira