Vildu gefa innflytjendum og flóttafólki á Íslandi sterkari rödd Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 8. september 2020 16:30 Julius Pollux Rothlaender og Claire Paugham vildu með verkefninu Vestur í bláinn, heyra meira í röddum, manneskjum og tungumálum sem ekki heyrist nógu mikið í hér á landi. Hvorki í listaheiminum né á opinberum vettvangi. Aðsend mynd Listasýningin og tónlistarverkefnið Vestur í bláinn fer fram núna í september en útgangspunkturinn er tilraunarkennt tónlistarverkefni sem kemur út í dag og tengir saman tónlist og raddir, tungumál og sögur innflytjenda og flóttafólks á Íslandi. Út frá því varð síðan til listsýningin þar sem myndlistarfólki var boðið að eiga í samtali við tónlistarverkið og viðfangsefnið, og afrakstur þess eru þau tíu listaverk sem verða sýnd á sýningunni. Sýningarstjórar eru þau Claire Paugam og Julius Pollux Rothlaender. „Verkefnið Vestur í bláinn fjallar um innflytjendur á Íslandi og byrjaði sem tónlistarverkefni. Ég hef verið forvitinn um að blanda tónlist og röddum og mig langaði að heyra í þeim röddum, manneskjum og tungumálum sem mér finnst heyrist ekki nógu mikið í, hvorki í listaheiminum né á opinberum vettvangi,“ segir Julius í samtali við Vísi. „Markmiðið með að víkka tónlistarverkefnið út og gera listsýningu úr því var það að gera verkefnið og raddirnar í því meira sýnilegt, og tengja þær við borgina og samfélagið sem við öll búum í hér. Okkur fannst mikilvægt að sýna fram á að þessar raddir sem heyrist í tónlistinni eru ekki ósýnilegar manneskjur í samfélaginu heldur þær manneskjur sem keyra Strætisvagninn sem við sitjum í, eru að afgreiða okkur eða baka brauðið sem við borðum, mæta okkur alls staðar þegar við löbbum í gegnum borgina. Þess vegna fannst okkur Claire, sem er sýningarstjóri sýningarinnar með mér, líka mikilvægt að sýningin muni eiga sér stað á tíu mismunandi opinberum stöðum, ekki einungis á stöðum sem tengjast listaheiminum heldur líka á stöðum eins og Hlemmi, Mjódd, Vesturbæjarlaug, Borgarbókasafni Gerðubergi og Andrými. Einnig fannst okkur spennandi og mikilvægt að fá fleiri raddir og viðhorf inn í verkefnið. Við vorum að bjóða listafólkinu sem tekur þátt í sýningunni að búa til listaverkin sem tengjast lögum úr verkefninu og eiga í samtali við verkefnið, við raddir og sögur í því.“ Frá sýningunni í Hörpu - Kundo Sýningarnar opnuðu fyrir helgi og er hægt að kynna sér verkin og tónlistina á vefsíðunni Vestur í bláinn. „Við byrjuðum að plana og undirbúa verkefnið í janúar eða febrúar 2020. Auðvitað er það svolítið öðruvísi og mikil óvissa að undirbúa listsýningu á tímum eins og núna, en við erum heppin að konseptið okkar með að sýna listaverkin og lögin á opinberum stöðum passar vel saman við Covid takmarkanir – það að upplifa sýninguna krefst ekki samkomu eða snertingar. Við vildum auðvitað vera ábyrg og varkár og ákváðum þess vegna að fella niður opnunina, og einnig ákváðum við að sleppa að hafa heyrnartól við hliðina á listaverkunum, en við erum þess í staðinn að hvetja fólkið að koma með sín eigin heyrnartól og bjóðum upp á að tengja þau við snúrum á staðnum til að hlusta á lögin, eða að skanna QR kóða til að hlusta á lagið í gegnum síma sinn.“ Framlag allra sem koma fram í verkefninu, hvort það sé í tónlistarverkefninu eða í listsýningunni, felst ef til vill aðallega í því að hlusta að mati skipuleggjanda. „Hreyfingar eins og Black Lives Matter sýna okkur enn og aftur hversu mikilvægt og nauðsynlegt það er að vera tilbúin að hlusta og læra. Við þurfum ekki að skilja öll tungumál eða öll orð, en ég held að við tengjumst öll við að heyra rödd; við finnum til með öðrum, tengjumst við það að vera manneskja. Þar er margt hægt að læra og uppgötva.“ Þann 24. september verður farin rútuferð á alla staði sýningarinnar og verður boðið upp á leiðsögn og spjall með listamönnunum. Takmörkun er á fjölda en skráning fer fram á heimasíðunni Vestur í bláinn. Sýningin endar svo með tónleikunum af verkefninu, 2. október, ef samkomutakmarkanir leyfa. Frá sýningunni í Mjódd - Lola EvaAðsend mynd Listamenn sem taka þátt eru ÚaVon, Hugo Llanes, Melanie Ubaldo, Bára Bjarnadóttir, Eva Bjarnadóttir, Ewa Marcinek, Claire Paugam og Julius Pollux Rothlaender Sýningarstaðir eru Hlemmur, Nýlistasafnið, Harpa, Mjódd, Andrými, Vesturbæjarlaug, Borgarbókasafnið Gerðubergi, Ráðhúsið, Kaffi Laugalækur og Listasafn Reykjavíkur og Hafnarhúsið. Aðgangur er ókeypis og munu sýningarnar standa opnar til 30. september næstkomandi. Tónlist Myndlist Innflytjendamál Flóttafólk á Íslandi Mest lesið Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals Lífið Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Tíska og hönnun Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Lífið Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Bíó og sjónvarp Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Tíska og hönnun Seldist upp á einni mínútu Lífið „Dorrit var eiginlega Séð og heyrt stúlkan“ Lífið Drengurinn skal heita Ezra Lífið Halla forseti rokkar svart og hvítt Tíska og hönnun Fleiri fréttir Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals „Dorrit var eiginlega Séð og heyrt stúlkan“ Drengurinn skal heita Ezra Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Syngur Cha Cha Cha á Söngvakeppninni Séð og heyrt gæti átt framhaldslíf Hvers vegna karpa menn í þartilgerðu húsi? Seldist upp á einni mínútu Var tilbúinn með tapræðu í matarboðinu Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Víkingur Heiðar vann til Grammy-verðlauna Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar „Mig langaði að segja þessar sögur“ Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Merzedes Club snýr aftur Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Þungarokkarar komast ekki til Íslands Sjá meira
Listasýningin og tónlistarverkefnið Vestur í bláinn fer fram núna í september en útgangspunkturinn er tilraunarkennt tónlistarverkefni sem kemur út í dag og tengir saman tónlist og raddir, tungumál og sögur innflytjenda og flóttafólks á Íslandi. Út frá því varð síðan til listsýningin þar sem myndlistarfólki var boðið að eiga í samtali við tónlistarverkið og viðfangsefnið, og afrakstur þess eru þau tíu listaverk sem verða sýnd á sýningunni. Sýningarstjórar eru þau Claire Paugam og Julius Pollux Rothlaender. „Verkefnið Vestur í bláinn fjallar um innflytjendur á Íslandi og byrjaði sem tónlistarverkefni. Ég hef verið forvitinn um að blanda tónlist og röddum og mig langaði að heyra í þeim röddum, manneskjum og tungumálum sem mér finnst heyrist ekki nógu mikið í, hvorki í listaheiminum né á opinberum vettvangi,“ segir Julius í samtali við Vísi. „Markmiðið með að víkka tónlistarverkefnið út og gera listsýningu úr því var það að gera verkefnið og raddirnar í því meira sýnilegt, og tengja þær við borgina og samfélagið sem við öll búum í hér. Okkur fannst mikilvægt að sýna fram á að þessar raddir sem heyrist í tónlistinni eru ekki ósýnilegar manneskjur í samfélaginu heldur þær manneskjur sem keyra Strætisvagninn sem við sitjum í, eru að afgreiða okkur eða baka brauðið sem við borðum, mæta okkur alls staðar þegar við löbbum í gegnum borgina. Þess vegna fannst okkur Claire, sem er sýningarstjóri sýningarinnar með mér, líka mikilvægt að sýningin muni eiga sér stað á tíu mismunandi opinberum stöðum, ekki einungis á stöðum sem tengjast listaheiminum heldur líka á stöðum eins og Hlemmi, Mjódd, Vesturbæjarlaug, Borgarbókasafni Gerðubergi og Andrými. Einnig fannst okkur spennandi og mikilvægt að fá fleiri raddir og viðhorf inn í verkefnið. Við vorum að bjóða listafólkinu sem tekur þátt í sýningunni að búa til listaverkin sem tengjast lögum úr verkefninu og eiga í samtali við verkefnið, við raddir og sögur í því.“ Frá sýningunni í Hörpu - Kundo Sýningarnar opnuðu fyrir helgi og er hægt að kynna sér verkin og tónlistina á vefsíðunni Vestur í bláinn. „Við byrjuðum að plana og undirbúa verkefnið í janúar eða febrúar 2020. Auðvitað er það svolítið öðruvísi og mikil óvissa að undirbúa listsýningu á tímum eins og núna, en við erum heppin að konseptið okkar með að sýna listaverkin og lögin á opinberum stöðum passar vel saman við Covid takmarkanir – það að upplifa sýninguna krefst ekki samkomu eða snertingar. Við vildum auðvitað vera ábyrg og varkár og ákváðum þess vegna að fella niður opnunina, og einnig ákváðum við að sleppa að hafa heyrnartól við hliðina á listaverkunum, en við erum þess í staðinn að hvetja fólkið að koma með sín eigin heyrnartól og bjóðum upp á að tengja þau við snúrum á staðnum til að hlusta á lögin, eða að skanna QR kóða til að hlusta á lagið í gegnum síma sinn.“ Framlag allra sem koma fram í verkefninu, hvort það sé í tónlistarverkefninu eða í listsýningunni, felst ef til vill aðallega í því að hlusta að mati skipuleggjanda. „Hreyfingar eins og Black Lives Matter sýna okkur enn og aftur hversu mikilvægt og nauðsynlegt það er að vera tilbúin að hlusta og læra. Við þurfum ekki að skilja öll tungumál eða öll orð, en ég held að við tengjumst öll við að heyra rödd; við finnum til með öðrum, tengjumst við það að vera manneskja. Þar er margt hægt að læra og uppgötva.“ Þann 24. september verður farin rútuferð á alla staði sýningarinnar og verður boðið upp á leiðsögn og spjall með listamönnunum. Takmörkun er á fjölda en skráning fer fram á heimasíðunni Vestur í bláinn. Sýningin endar svo með tónleikunum af verkefninu, 2. október, ef samkomutakmarkanir leyfa. Frá sýningunni í Mjódd - Lola EvaAðsend mynd Listamenn sem taka þátt eru ÚaVon, Hugo Llanes, Melanie Ubaldo, Bára Bjarnadóttir, Eva Bjarnadóttir, Ewa Marcinek, Claire Paugam og Julius Pollux Rothlaender Sýningarstaðir eru Hlemmur, Nýlistasafnið, Harpa, Mjódd, Andrými, Vesturbæjarlaug, Borgarbókasafnið Gerðubergi, Ráðhúsið, Kaffi Laugalækur og Listasafn Reykjavíkur og Hafnarhúsið. Aðgangur er ókeypis og munu sýningarnar standa opnar til 30. september næstkomandi.
Tónlist Myndlist Innflytjendamál Flóttafólk á Íslandi Mest lesið Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals Lífið Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Tíska og hönnun Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Lífið Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Bíó og sjónvarp Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Tíska og hönnun Seldist upp á einni mínútu Lífið „Dorrit var eiginlega Séð og heyrt stúlkan“ Lífið Drengurinn skal heita Ezra Lífið Halla forseti rokkar svart og hvítt Tíska og hönnun Fleiri fréttir Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals „Dorrit var eiginlega Séð og heyrt stúlkan“ Drengurinn skal heita Ezra Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Syngur Cha Cha Cha á Söngvakeppninni Séð og heyrt gæti átt framhaldslíf Hvers vegna karpa menn í þartilgerðu húsi? Seldist upp á einni mínútu Var tilbúinn með tapræðu í matarboðinu Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Víkingur Heiðar vann til Grammy-verðlauna Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar „Mig langaði að segja þessar sögur“ Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Merzedes Club snýr aftur Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Þungarokkarar komast ekki til Íslands Sjá meira