„Ég varaði hann við því að þetta myndi gerast“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. september 2020 14:30 Novak Djokovic er mikill skaphundur inn á tennisvellinum. EPA-EFE/KERIM OKTEN Þýska tennisgoðsögnin Boris Becker segist hafa reynt að vara Novak Djokovic við þegar hann þjálfaði hann á sínum tíma. Becker fór yfir brottrekstur Djokovic í nýjum pistli. Novak Djokovic bætir ekki við risatitli í safnið á Opna bandaríska mótinu í ár en það var ekki út af því að hann tapaði inn á tennisvellinum. Djokovic var dæmdur úr leik. Djokovic gerðist sekur um að slá tennisbolta í dómara í svekkelsi í leik sínum á móti Pablo Carreño Busta. Boltinn fór í háls línudómarans Lauru Clark. Boris Becker þekkir serbneska tenniskappann Novak Djokovic betur en flestir eftir að hafa þjálfað hann frá 2013 til 2014. Hann gerði á þeim tíma athugasemd við þá slæmu hegðun Serbans að vera að slá boltann í pirringskasti. BORIS BECKER: I feared this was going to happen to Novak Djokovic, I warned him about it... and it DOES bother him that he's not as popular as Nadal or Federer https://t.co/xKRl6r4UH8— MailOnline Sport (@MailSport) September 8, 2020 „Ég óttaðist það að svona myndi gerast hjá Novak,“ skrifaði Boris Becker í pistli sínum hjá Daily Mail. „Ef þú myndir spyrja David Beckham um hvað væri það versta sem gerðist fyrir hann á ferlinum þá væri svarið eflaust rauða spjaldið á móti Argentínu á HM 1998. Ef Novak Djokovic myndi svara þessari spurningu eftir tíu ár það væri það örugglega brottrekstur hans af Opna bandaríska 2020,“ skrifaði Becker. „Ég held að niðurstaðan hafi samt verið rétt. Hann var ekki að reyna að meiða neinn en hann missti stjórn á sér og verður því að taka pokann sinn,“ skrifaði Becker. „Ég varaði hann við því að þetta myndi gerast þegar ég var að þjálfa hann. Ég varaði hann við því að vera alltaf að henda hlutum eða að slá boltann í burtu,“ skrifaði Becker. Dear #NoleFam thank you for your positive messages.. Please also remember the linesperson that was hit by the ball last night needs our community s support too. She s done nothing wrong at all. I ask you to stay especially supportive and caring to her during this time. (1/2)— Novak Djokovic (@DjokerNole) September 7, 2020 „Djokovic er að spila á sama tíma og tennisgoðin Rafael Nadal og Roger Federer. Um leið er einn hans besti kostur hans mesti ókostur. Hann er tilfinningaríkur leikmaður með hugarfar götustráksins og það er sú skapgerð sem hefur hjálpað honum að vinna sautján risatitla,“ skrifaði Becker. „Ég hélt að það angri hann mest að hann er ekki eins vinsæll og þeir Rafa Nadal og Roger Federer,“ skrifaði Becker. „Ég kann mjög vel við hann. Hann er eins hógvær náungi og þú finnur í súperstjörnu og er alltaf að hugsa um fólk sem stendur verra en hann. Hann er mjög gáfaður og mjög trúr fjölskyldu sinni og vinum. Ef þú ert í þeim hópi þá gætir þú hringt klukkan þrjú um nótt og hann kæmi til að hjálpa,“ skrifaði Boris Becker meðal annars en það má sjá allan pistilinn hans hér. Novak Djokovic is 'in pain' after US Open incident, says former coach https://t.co/uFZ26gt1zz pic.twitter.com/bQbCfXrIHr— CNN (@CNN) September 8, 2020 Tennis Mest lesið Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Körfubolti NFL goðsögn féll frá um helgina Sport Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Fótbolti Chelsea pakkaði PSG saman Fótbolti Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Fótbolti Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Enski boltinn Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Fótbolti Leik lokið: England - Wales 6-1 | England flaug áfram Fótbolti Marcus Rashford neitar tilboði frá Sádí-Arabíu Sport Fleiri fréttir Fjögur lið sýnt LeBron áhuga NFL goðsögn féll frá um helgina Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Chelsea pakkaði PSG saman Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Sinner fagnaði sigri á Wimbledon Leik lokið: England - Wales 6-1 | England flaug áfram Leik lokið: Frakkland - Holland 5-2 | Frakkar áfram með fullt hús Björn Daníel: Vonandi fæ ég tvo Múmínbolla Marcus Rashford neitar tilboði frá Sádí-Arabíu Fertugur Cazorla er hvergi nærri hættur Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Endurkoman í þriðja leikhluta ekki nóg fyrir Ísland á U20 EuroBasket Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Lið Arons Einars fær liðsstyrk úr ensku úrvalsdeildinni Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Messi slær enn eitt metið Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða HM félagsliða „farsælasta keppni í heimi“ samkvæmt Infantino Dagskráin í dag: KA fer í Hafnarfjörðinn og golfið heldur áfram Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Konate gæti farið frítt frá Liverpool Elías Már skrifar undir hjá kínversku liði Hákon skoraði tvö í vináttuleik Sjá meira
Þýska tennisgoðsögnin Boris Becker segist hafa reynt að vara Novak Djokovic við þegar hann þjálfaði hann á sínum tíma. Becker fór yfir brottrekstur Djokovic í nýjum pistli. Novak Djokovic bætir ekki við risatitli í safnið á Opna bandaríska mótinu í ár en það var ekki út af því að hann tapaði inn á tennisvellinum. Djokovic var dæmdur úr leik. Djokovic gerðist sekur um að slá tennisbolta í dómara í svekkelsi í leik sínum á móti Pablo Carreño Busta. Boltinn fór í háls línudómarans Lauru Clark. Boris Becker þekkir serbneska tenniskappann Novak Djokovic betur en flestir eftir að hafa þjálfað hann frá 2013 til 2014. Hann gerði á þeim tíma athugasemd við þá slæmu hegðun Serbans að vera að slá boltann í pirringskasti. BORIS BECKER: I feared this was going to happen to Novak Djokovic, I warned him about it... and it DOES bother him that he's not as popular as Nadal or Federer https://t.co/xKRl6r4UH8— MailOnline Sport (@MailSport) September 8, 2020 „Ég óttaðist það að svona myndi gerast hjá Novak,“ skrifaði Boris Becker í pistli sínum hjá Daily Mail. „Ef þú myndir spyrja David Beckham um hvað væri það versta sem gerðist fyrir hann á ferlinum þá væri svarið eflaust rauða spjaldið á móti Argentínu á HM 1998. Ef Novak Djokovic myndi svara þessari spurningu eftir tíu ár það væri það örugglega brottrekstur hans af Opna bandaríska 2020,“ skrifaði Becker. „Ég held að niðurstaðan hafi samt verið rétt. Hann var ekki að reyna að meiða neinn en hann missti stjórn á sér og verður því að taka pokann sinn,“ skrifaði Becker. „Ég varaði hann við því að þetta myndi gerast þegar ég var að þjálfa hann. Ég varaði hann við því að vera alltaf að henda hlutum eða að slá boltann í burtu,“ skrifaði Becker. Dear #NoleFam thank you for your positive messages.. Please also remember the linesperson that was hit by the ball last night needs our community s support too. She s done nothing wrong at all. I ask you to stay especially supportive and caring to her during this time. (1/2)— Novak Djokovic (@DjokerNole) September 7, 2020 „Djokovic er að spila á sama tíma og tennisgoðin Rafael Nadal og Roger Federer. Um leið er einn hans besti kostur hans mesti ókostur. Hann er tilfinningaríkur leikmaður með hugarfar götustráksins og það er sú skapgerð sem hefur hjálpað honum að vinna sautján risatitla,“ skrifaði Becker. „Ég hélt að það angri hann mest að hann er ekki eins vinsæll og þeir Rafa Nadal og Roger Federer,“ skrifaði Becker. „Ég kann mjög vel við hann. Hann er eins hógvær náungi og þú finnur í súperstjörnu og er alltaf að hugsa um fólk sem stendur verra en hann. Hann er mjög gáfaður og mjög trúr fjölskyldu sinni og vinum. Ef þú ert í þeim hópi þá gætir þú hringt klukkan þrjú um nótt og hann kæmi til að hjálpa,“ skrifaði Boris Becker meðal annars en það má sjá allan pistilinn hans hér. Novak Djokovic is 'in pain' after US Open incident, says former coach https://t.co/uFZ26gt1zz pic.twitter.com/bQbCfXrIHr— CNN (@CNN) September 8, 2020
Tennis Mest lesið Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Körfubolti NFL goðsögn féll frá um helgina Sport Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Fótbolti Chelsea pakkaði PSG saman Fótbolti Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Fótbolti Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Enski boltinn Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Fótbolti Leik lokið: England - Wales 6-1 | England flaug áfram Fótbolti Marcus Rashford neitar tilboði frá Sádí-Arabíu Sport Fleiri fréttir Fjögur lið sýnt LeBron áhuga NFL goðsögn féll frá um helgina Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Chelsea pakkaði PSG saman Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Sinner fagnaði sigri á Wimbledon Leik lokið: England - Wales 6-1 | England flaug áfram Leik lokið: Frakkland - Holland 5-2 | Frakkar áfram með fullt hús Björn Daníel: Vonandi fæ ég tvo Múmínbolla Marcus Rashford neitar tilboði frá Sádí-Arabíu Fertugur Cazorla er hvergi nærri hættur Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Endurkoman í þriðja leikhluta ekki nóg fyrir Ísland á U20 EuroBasket Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Lið Arons Einars fær liðsstyrk úr ensku úrvalsdeildinni Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Messi slær enn eitt metið Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða HM félagsliða „farsælasta keppni í heimi“ samkvæmt Infantino Dagskráin í dag: KA fer í Hafnarfjörðinn og golfið heldur áfram Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Konate gæti farið frítt frá Liverpool Elías Már skrifar undir hjá kínversku liði Hákon skoraði tvö í vináttuleik Sjá meira