Telja ástralska fréttakonu „ógna þjóðaröryggi“ Kína Kjartan Kjartansson skrifar 8. september 2020 11:13 Cheng Lei fæddist í Kína en er ástralskur ríkisborgari. Hún hvarf skyndilega af sjónvarpsskjánum um virtist hafa slitið samskiptum við vini og fjölskyldu um miðjan ágúst. Síðar kom í ljós að kínversk stjórnvöld héldu henni fanginni. AP/Ng Han Guan Stjórnvöld í Beijing halda því fram að áströlsk fréttakona sem þau hafa haldið um margra vikna skeið sé grunuð um glæpi sem ógni þjóðaröryggi Kína. Samskipti Ástralía og Kína hafa farið stirðnandi og tengdu sumir handtöku Cheng við deilurnar. Cheng Lei er viðskiptafréttaritari enskumælandi sjónvarpsstöðvarinnar CGTN í Beijing. Hún var tekin höndum 14. ágúst en engar skýringar hafa verið gefnar á handtökunni fyrr en nú. Talsmaður kínverska utanríkisráðuneytisins sagði að Cheng hefði verið handtekin af þjóðaröryggisástæðum og að rannsókn væri í gangi. Hann veitti engar upplýsingar um hvers kyns glæpi Cheng á að hafa framið, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Ástralskir fréttamenn hafa yfirgefið Kína undanfarið eftir handtökuna að ráðum erindreka stjórnvalda í Canberra. Kínversk stjórnvöld yfirheyrðu þá síðustu áður þeir fóru úr landi. ABC-sjónvarpsstöðin í Ástralíu segir að Bill Birtles, fréttamaður hennar, hafi ekki verið spurður um sín eigin störf eða hegðun í Kína heldur um Cheng. Sjö kínverskir lögreglumenn mættu í íbúð hans þegar hann hélt kveðjuhóf með vinum sínum. Þeir sögðu Birtles að hann gæti ekki farið úr landi og þyrfti að gefa skýrslu um „þjóðaröryggismál“. Áströlsk stjórnvöld hafa sakað kínversk um afskipti af samfélagsmálum þar. Samskipti ríkjanna versnuðu til muna eftir að ástralska ríkisstjórnin lýsti stuðningi við alþjóðlega rannsókn á upptökum kórónuveiruheimsfaraldursins. Veiran blossaði fyrst upp í borginni Wuhan í Kína í vetur. Stjórnvöld í Beijing brugðust við með því að leggja tolla á innfluttar vörur frá Ástralíu, þar á meðal nautakjöt, bygg og vín. Vöruðu þau einnig kínverska ferða- og námsmenn við kynþáttahyggju í Ástralíu. Kína Ástralía Fjölmiðlar Mest lesið Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Gróður farinn að grænka fyrir norðan Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Fleiri fréttir Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Sjá meira
Stjórnvöld í Beijing halda því fram að áströlsk fréttakona sem þau hafa haldið um margra vikna skeið sé grunuð um glæpi sem ógni þjóðaröryggi Kína. Samskipti Ástralía og Kína hafa farið stirðnandi og tengdu sumir handtöku Cheng við deilurnar. Cheng Lei er viðskiptafréttaritari enskumælandi sjónvarpsstöðvarinnar CGTN í Beijing. Hún var tekin höndum 14. ágúst en engar skýringar hafa verið gefnar á handtökunni fyrr en nú. Talsmaður kínverska utanríkisráðuneytisins sagði að Cheng hefði verið handtekin af þjóðaröryggisástæðum og að rannsókn væri í gangi. Hann veitti engar upplýsingar um hvers kyns glæpi Cheng á að hafa framið, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Ástralskir fréttamenn hafa yfirgefið Kína undanfarið eftir handtökuna að ráðum erindreka stjórnvalda í Canberra. Kínversk stjórnvöld yfirheyrðu þá síðustu áður þeir fóru úr landi. ABC-sjónvarpsstöðin í Ástralíu segir að Bill Birtles, fréttamaður hennar, hafi ekki verið spurður um sín eigin störf eða hegðun í Kína heldur um Cheng. Sjö kínverskir lögreglumenn mættu í íbúð hans þegar hann hélt kveðjuhóf með vinum sínum. Þeir sögðu Birtles að hann gæti ekki farið úr landi og þyrfti að gefa skýrslu um „þjóðaröryggismál“. Áströlsk stjórnvöld hafa sakað kínversk um afskipti af samfélagsmálum þar. Samskipti ríkjanna versnuðu til muna eftir að ástralska ríkisstjórnin lýsti stuðningi við alþjóðlega rannsókn á upptökum kórónuveiruheimsfaraldursins. Veiran blossaði fyrst upp í borginni Wuhan í Kína í vetur. Stjórnvöld í Beijing brugðust við með því að leggja tolla á innfluttar vörur frá Ástralíu, þar á meðal nautakjöt, bygg og vín. Vöruðu þau einnig kínverska ferða- og námsmenn við kynþáttahyggju í Ástralíu.
Kína Ástralía Fjölmiðlar Mest lesið Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Gróður farinn að grænka fyrir norðan Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Fleiri fréttir Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Sjá meira