Kveðst hugsi yfir tvískinnungnum sem hún telur birtast í baráttunni við Covid-19 Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 7. september 2020 10:31 Valgerður Rúnarsdóttir er framkvæmdastjóri lækninga hjá SÁÁ. Vísir/Baldur Valgerður Rúnarsdóttir, framkvæmdastjóri lækninga hjá SÁÁ, kveðst hugsi yfir tvískinnungnum sem hún telur birtast í baráttu heimsins gegn kórónuveirufaraldrinum og Covid-19. Hún segir að hin miklu viðbrögð við faraldrinum kalli á að fólk vakni líka af sinnuleysi gagnvart ýmsum vímugjöfum sem leggi fleiri að velli en Covid-19 á ári hverju. Þetta kemur fram í viðtali við Valgerði í nýjasta tölublaði Læknablaðsins sem er nýkomið út en fyrst var fjallað um málið á vef RÚV. Valgerður bendir á að það sem af er ári hafi 800 þúsund manns látist af völdum Covid-19. „Heimurinn hefur snúist á hvolf vegna veirunnar. Á ári hverju deyja 8 milljónir af tóbaksreykingum og þrjár milljónir úr ofneyslu áfengis samkvæmt tölum frá Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni. En við erum samdauna því og afar lítil stemmning til að taka á þeim vanda með samtakamætti heimsins,“ segir Valgerður. Þá séu fleiri á miðjum aldri í daglegri áfengisneyslu nú en fyrir faraldurinn og metfjöldi fá nú lyf við ópíóðafíkn. Að sögn Valgerðar eru nú 185 einstaklingar í lyfjameðferð við ópíóðafíkn á göngudeildinni á Vogi og hafa þeir aldrei verið fleiri. Valgerður hvetur heilbrigðisstarfsfólk til að vera á varðbergi gagnvart lyfja- og áfengisneyslu skjólstæðinga sinna. „Fleira fólk glímir við vanda vegna sterkra verkjalyfja: contalgíns, oxycontíns, tramadóls og kódeinlyfja. Flestir taka lyfin inn en við sjáum merki þess að fleiri reyki þau en áður,“ segir Valgerður. Viðtalið við Valgerði má lesa í heild sinni á vef Læknablaðsins. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Fíkn Mest lesið Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Erlent Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Innlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent „Draumar geta ræst“ Innlent Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Innlent Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Innlent Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur Innlent Fleiri fréttir Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Sjá meira
Valgerður Rúnarsdóttir, framkvæmdastjóri lækninga hjá SÁÁ, kveðst hugsi yfir tvískinnungnum sem hún telur birtast í baráttu heimsins gegn kórónuveirufaraldrinum og Covid-19. Hún segir að hin miklu viðbrögð við faraldrinum kalli á að fólk vakni líka af sinnuleysi gagnvart ýmsum vímugjöfum sem leggi fleiri að velli en Covid-19 á ári hverju. Þetta kemur fram í viðtali við Valgerði í nýjasta tölublaði Læknablaðsins sem er nýkomið út en fyrst var fjallað um málið á vef RÚV. Valgerður bendir á að það sem af er ári hafi 800 þúsund manns látist af völdum Covid-19. „Heimurinn hefur snúist á hvolf vegna veirunnar. Á ári hverju deyja 8 milljónir af tóbaksreykingum og þrjár milljónir úr ofneyslu áfengis samkvæmt tölum frá Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni. En við erum samdauna því og afar lítil stemmning til að taka á þeim vanda með samtakamætti heimsins,“ segir Valgerður. Þá séu fleiri á miðjum aldri í daglegri áfengisneyslu nú en fyrir faraldurinn og metfjöldi fá nú lyf við ópíóðafíkn. Að sögn Valgerðar eru nú 185 einstaklingar í lyfjameðferð við ópíóðafíkn á göngudeildinni á Vogi og hafa þeir aldrei verið fleiri. Valgerður hvetur heilbrigðisstarfsfólk til að vera á varðbergi gagnvart lyfja- og áfengisneyslu skjólstæðinga sinna. „Fleira fólk glímir við vanda vegna sterkra verkjalyfja: contalgíns, oxycontíns, tramadóls og kódeinlyfja. Flestir taka lyfin inn en við sjáum merki þess að fleiri reyki þau en áður,“ segir Valgerður. Viðtalið við Valgerði má lesa í heild sinni á vef Læknablaðsins.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Fíkn Mest lesið Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Erlent Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Innlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent „Draumar geta ræst“ Innlent Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Innlent Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Innlent Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur Innlent Fleiri fréttir Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Sjá meira
Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum