Fellibylurinn Haishen dynur á Suður-Kóreu Kjartan Kjartansson skrifar 7. september 2020 10:21 Öldurót við strandlengjun við Busan, aðra stærstu borg Suður-Kóreu. Haishen skemmdi byggingar, vatn flæddi yfir götur og inn í hús og rafmagni sló út þegar fellibylurinn gekk á land þar í nótt. AP/Son Hyung-ju Fleiri en þrjú hundruð flugferðir voru felldar niður og lestarsamgöngur liggja sums staðar niðri vegna fellibyljarins Haishen sem gekk á land í Suður-Kóreu í dag. Hundruð þúsunda heimila er án rafmagns í Japan eftir að bylurinn gekk þar yfir um helgina en átta milljónir manna voru beðnir um að yfirgefa heimili sín þar. Haishen gekk á land rétt norður af Busan, annarri stærstu borg Suður-Kóreu. Fellibyljarviðvörun hefur verið gefin út fyrir eyjuna Jeju, sem er vinsæll sumardvalarstaður á syðsta odda Kóreuskagans, og fleiri svæði í sunnanverðu landinu. Efsta mögulega viðbúnaðarstig er vegna skriðuhættu. Um 5.000 manns eru þegar án rafmagns vegna skemmda af völdum veðurofsa, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Um hundrað íbúðarhús þegar eyðilagst eða vatn flætt inn á þau. Eins er saknað eftir að vatn flæddi upp úr niðurfalli í kalksteinsnámu í strandbænum Samcheok á austurströndinni. Einn fannst látinn í Busan en ekki er ljóst hvort að dauða hans megi rekja til fellibyljarins. Um áttatíu fiskiskip hafa sokkið í atganginum og túrbínur tveggja kjarnorkuvera í Gyeongju í sunnanverðri Suður-Kóreu stöðvuðust sjálfkrafa. Ekki hefur orðið vart við að geislavirkt efni leki vegna þess. Talið er að dragi úr afli fellibyljarins þegar hann gengur yfir Suður-Kóreu. AP-fréttastofan segir að hann verði að hitabeltisstormi fljótlega. Haishen fylgir fast á hæla Maysak sem gekk yfir Kóreuskaga og Japan í síðustu viku. Það var öflugasti fellibylur sem gengið hefur yfir svæðið um árabil. Svo virðist sem að Haishen hafi valdið minni skemmdum í Japan en óttast var í fyrstu. Um 430.000 heimili voru enn án rafmagns í nótt. Verksmiðjum, skólum og fyrirtækjum var lokað um vestanvert Japan og samgöngur lömuðust. Þrjátíu og tveir slösuðust í hamförunum, þar á meðal fjórir sem hlutu skurði þegar rúða í neyðarskýli sprakk. Leit að áhöfn skips sem sökk vegna Maysak var frestað vegna aðstæðna. Um borð voru 43 manna áhöfn og 6.000 kýr. Þremur sjómönnum var bjargað en einn þeirra lést. Suður-Kórea Japan Tengdar fréttir Um 800 þúsund gert að flýja heimili sín í Japan Japönsk yfirvöld hafa beint því til 810 þúsund manna í fjórum héruðum í suðvesturhluta landsins að yfirgefa heimili sín og leita skjóls þegar í stað vegna yfirvofandi komu fellibylsins Haishen. 6. september 2020 08:41 Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Óskar eftir fundi með Apple Innlent Fleiri fréttir Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Sjá meira
Fleiri en þrjú hundruð flugferðir voru felldar niður og lestarsamgöngur liggja sums staðar niðri vegna fellibyljarins Haishen sem gekk á land í Suður-Kóreu í dag. Hundruð þúsunda heimila er án rafmagns í Japan eftir að bylurinn gekk þar yfir um helgina en átta milljónir manna voru beðnir um að yfirgefa heimili sín þar. Haishen gekk á land rétt norður af Busan, annarri stærstu borg Suður-Kóreu. Fellibyljarviðvörun hefur verið gefin út fyrir eyjuna Jeju, sem er vinsæll sumardvalarstaður á syðsta odda Kóreuskagans, og fleiri svæði í sunnanverðu landinu. Efsta mögulega viðbúnaðarstig er vegna skriðuhættu. Um 5.000 manns eru þegar án rafmagns vegna skemmda af völdum veðurofsa, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Um hundrað íbúðarhús þegar eyðilagst eða vatn flætt inn á þau. Eins er saknað eftir að vatn flæddi upp úr niðurfalli í kalksteinsnámu í strandbænum Samcheok á austurströndinni. Einn fannst látinn í Busan en ekki er ljóst hvort að dauða hans megi rekja til fellibyljarins. Um áttatíu fiskiskip hafa sokkið í atganginum og túrbínur tveggja kjarnorkuvera í Gyeongju í sunnanverðri Suður-Kóreu stöðvuðust sjálfkrafa. Ekki hefur orðið vart við að geislavirkt efni leki vegna þess. Talið er að dragi úr afli fellibyljarins þegar hann gengur yfir Suður-Kóreu. AP-fréttastofan segir að hann verði að hitabeltisstormi fljótlega. Haishen fylgir fast á hæla Maysak sem gekk yfir Kóreuskaga og Japan í síðustu viku. Það var öflugasti fellibylur sem gengið hefur yfir svæðið um árabil. Svo virðist sem að Haishen hafi valdið minni skemmdum í Japan en óttast var í fyrstu. Um 430.000 heimili voru enn án rafmagns í nótt. Verksmiðjum, skólum og fyrirtækjum var lokað um vestanvert Japan og samgöngur lömuðust. Þrjátíu og tveir slösuðust í hamförunum, þar á meðal fjórir sem hlutu skurði þegar rúða í neyðarskýli sprakk. Leit að áhöfn skips sem sökk vegna Maysak var frestað vegna aðstæðna. Um borð voru 43 manna áhöfn og 6.000 kýr. Þremur sjómönnum var bjargað en einn þeirra lést.
Suður-Kórea Japan Tengdar fréttir Um 800 þúsund gert að flýja heimili sín í Japan Japönsk yfirvöld hafa beint því til 810 þúsund manna í fjórum héruðum í suðvesturhluta landsins að yfirgefa heimili sín og leita skjóls þegar í stað vegna yfirvofandi komu fellibylsins Haishen. 6. september 2020 08:41 Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Óskar eftir fundi með Apple Innlent Fleiri fréttir Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Sjá meira
Um 800 þúsund gert að flýja heimili sín í Japan Japönsk yfirvöld hafa beint því til 810 þúsund manna í fjórum héruðum í suðvesturhluta landsins að yfirgefa heimili sín og leita skjóls þegar í stað vegna yfirvofandi komu fellibylsins Haishen. 6. september 2020 08:41