Gagnrýni rignir yfir Róbert Kristín Ólafsdóttir skrifar 6. september 2020 17:48 Róbert Spanó og Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands. Vísir/EPA Heimsókn Róberts Spanó, forseta Mannréttindadómstóls Evrópu, til Tyrklands hefur verið gagnrýnd harðlega úr ýmsum áttum í vikunni. Á meðal þeirra sem furða sig á heimsókn Róberts eru leikmaður í NBA-deildinni, Evrópuþingmenn og tyrkneskur auðkýfingur. Heimsókn Róberts til Tyrklands var í boði dómsmálaráðuneytis landsins. Hann heimsótti þar m.a. dómaraskólann í Ankara og hitti Recep Tayyip Erdogan Tyrklandsforseta í forsetahöllinni. Þegar hefur verið greint frá því að Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, fyrrverandi forstjóri Lýðræðis- og mannréttindastofnunar ÖSE, furðaði sig á heimsókninni í færslu á Facebook sem hún birti í gærkvöldi. Hún kvað Róbert eiga að vita manna best að mannréttindi eigi undir högg að sækja í Tyrklandi og að reglur réttarríkisins séu ekki virtar í landinu. Enn sé verið að fangelsa fólk eftir valdaránstilraun 2016 fyrir þær sakir að vera ósammála stefnu stjórnarflokksins. Og gagnrýnisraddirnar eru fleiri. Kenneth Roth, framkvæmdastjóri mannréttindasamtakanna Human Rights Watch, vekur athygli á heimsókn Róberts á Twitter í morgun. Þar bendir hann á að forseti Mannréttindadómstóls Evrópu hafi þegið heiðursnafnbót við háskólann í Istanbúl, „háskóla sem rak fjölda fræðimanna úr starfi á ólöglegan hátt“. Það grafi undan boðskap Róberts til Erdogan um að virða lög og reglu. The head of the European Court of Human Rights, Robert Spano, accepts an honorary degree from a Turkish university that unlawfully dismissed scores of academics, undercutting his message to Pres Erdogan to respect the rule of law. https://t.co/ncSGvwT4ZF pic.twitter.com/2FaI1PSwhh— Kenneth Roth (@KenRoth) September 6, 2020 Enes Kanter, leikmaður Boston Celtics í NBA-deildinni sem er af tyrkneskum ættum, segir á Twitter-reikningi sínum í gær að Róbert ætti að segja af sér sem forseti Mannréttindadómstólsins fyrir að hafa fundað með Erdogan, manni sem brjóti mannréttindi. „ENGINN ætti að skríða í duftinu fyrir einræðisherra. Svívirðilegt!“ skrifar Kanter. European Court of Human Rights President Robert Spano met w/ HUMAN RIGHTS ABUSER @RTErdogan Out of respect for the thousands of innocent political prisoners in Turkey who DESERVE JUSTICE he should resign from @ECHR_CEDH NO ONE should kowtow to a Dictator.Shameful. pic.twitter.com/6HoYI2iNGc— Enes Kanter (@EnesKanter) September 5, 2020 Rebecca Harms, sem var til ársins 2019 þingmaður á Evrópuþinginu, segir í færslu á Twitter 31. ágúst að það sé „ógeðslegt“ að Róbert skuli þiggja heiðursnafnbót frá háskólanum í Istanbúl. It is really disgusting that the judge Robert Spano would accept an honorary doctorate for a university in Turkey while many academics of this &other universities in Turkey are suffering from the purge, have lost their rights,their jobs&often their freedom. @ECHR_CEDH @P24Punto24 https://t.co/RihTKRvVTr— Rebecca Harms (@RebHarms) August 31, 2020 Akin Ipek, tyrkneskur auðkýfingur sem flúði Tyrkland fyrir fimm árum, skrifar Róbert opið bréf sem hann birti á Twitter síðdegis í dag. Þar segir hann að það gagnist engum að líta fram hjá alvarlegum mannréttindabrotum sem framin séu í Tyrklandi. Avrupa İnsan Hakları Mahkemesi Başkanı Sayın Robert Spano @ECHR_CEDH ; Türkiye ziyaretiniz vesilesi ile size bir sayfalık kısa bir mektup yazdım... Beş dakikanızı ayırıp okuyabilirseniz, belki; "Nefes alamayan", umudu tükenmiş Yüzbinlerce masum insana bir umut ışığı doğacaktır. pic.twitter.com/41FCQAFYsK— Akın İpek (@akinipek01) September 6, 2020 Skúli Magnússon, héraðsdómari og fyrrverandi formaður Dómarafélags Íslands, segir í aðsendri grein á Vísi í dag að það sé skiljanlegt að ýmsir upplifi framgöngu Róberts „ekki sem hlutlausa heldur þvert á móti sem ákveðna pólitíska blessun á ríkjandi ástandi.“ „Hvað sem líður spurningum um hæfi Róberts sem dómara í málum Tyrklands fyrir Mannréttindadómstólnum á næstu misserum verður þetta að teljast óheppilegt fyrir ímynd og trúverðugleika dómstólsins,“ skrifar Skúli. „Auðvitað má segja að hinum unga dómsforseta sé vorkunn að því leyti að heimsókn hans til Tyrklands hlaut óhjákvæmilega að vekja gagnrýni, hvernig svo sem hann hefði haldið á málum. En einmitt í því ljósi hlýtur að vera spurt hvort forseti Mannréttindadómstólsins hefði, a.m.k. við núverandi aðstæður í Tyrklandi, ekki einfaldlega betur heima setið en af stað farið.“ Tyrkland Mannréttindi Íslendingar erlendis Mannréttindadómstóll Evrópu Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fleiri fréttir Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Sjá meira
Heimsókn Róberts Spanó, forseta Mannréttindadómstóls Evrópu, til Tyrklands hefur verið gagnrýnd harðlega úr ýmsum áttum í vikunni. Á meðal þeirra sem furða sig á heimsókn Róberts eru leikmaður í NBA-deildinni, Evrópuþingmenn og tyrkneskur auðkýfingur. Heimsókn Róberts til Tyrklands var í boði dómsmálaráðuneytis landsins. Hann heimsótti þar m.a. dómaraskólann í Ankara og hitti Recep Tayyip Erdogan Tyrklandsforseta í forsetahöllinni. Þegar hefur verið greint frá því að Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, fyrrverandi forstjóri Lýðræðis- og mannréttindastofnunar ÖSE, furðaði sig á heimsókninni í færslu á Facebook sem hún birti í gærkvöldi. Hún kvað Róbert eiga að vita manna best að mannréttindi eigi undir högg að sækja í Tyrklandi og að reglur réttarríkisins séu ekki virtar í landinu. Enn sé verið að fangelsa fólk eftir valdaránstilraun 2016 fyrir þær sakir að vera ósammála stefnu stjórnarflokksins. Og gagnrýnisraddirnar eru fleiri. Kenneth Roth, framkvæmdastjóri mannréttindasamtakanna Human Rights Watch, vekur athygli á heimsókn Róberts á Twitter í morgun. Þar bendir hann á að forseti Mannréttindadómstóls Evrópu hafi þegið heiðursnafnbót við háskólann í Istanbúl, „háskóla sem rak fjölda fræðimanna úr starfi á ólöglegan hátt“. Það grafi undan boðskap Róberts til Erdogan um að virða lög og reglu. The head of the European Court of Human Rights, Robert Spano, accepts an honorary degree from a Turkish university that unlawfully dismissed scores of academics, undercutting his message to Pres Erdogan to respect the rule of law. https://t.co/ncSGvwT4ZF pic.twitter.com/2FaI1PSwhh— Kenneth Roth (@KenRoth) September 6, 2020 Enes Kanter, leikmaður Boston Celtics í NBA-deildinni sem er af tyrkneskum ættum, segir á Twitter-reikningi sínum í gær að Róbert ætti að segja af sér sem forseti Mannréttindadómstólsins fyrir að hafa fundað með Erdogan, manni sem brjóti mannréttindi. „ENGINN ætti að skríða í duftinu fyrir einræðisherra. Svívirðilegt!“ skrifar Kanter. European Court of Human Rights President Robert Spano met w/ HUMAN RIGHTS ABUSER @RTErdogan Out of respect for the thousands of innocent political prisoners in Turkey who DESERVE JUSTICE he should resign from @ECHR_CEDH NO ONE should kowtow to a Dictator.Shameful. pic.twitter.com/6HoYI2iNGc— Enes Kanter (@EnesKanter) September 5, 2020 Rebecca Harms, sem var til ársins 2019 þingmaður á Evrópuþinginu, segir í færslu á Twitter 31. ágúst að það sé „ógeðslegt“ að Róbert skuli þiggja heiðursnafnbót frá háskólanum í Istanbúl. It is really disgusting that the judge Robert Spano would accept an honorary doctorate for a university in Turkey while many academics of this &other universities in Turkey are suffering from the purge, have lost their rights,their jobs&often their freedom. @ECHR_CEDH @P24Punto24 https://t.co/RihTKRvVTr— Rebecca Harms (@RebHarms) August 31, 2020 Akin Ipek, tyrkneskur auðkýfingur sem flúði Tyrkland fyrir fimm árum, skrifar Róbert opið bréf sem hann birti á Twitter síðdegis í dag. Þar segir hann að það gagnist engum að líta fram hjá alvarlegum mannréttindabrotum sem framin séu í Tyrklandi. Avrupa İnsan Hakları Mahkemesi Başkanı Sayın Robert Spano @ECHR_CEDH ; Türkiye ziyaretiniz vesilesi ile size bir sayfalık kısa bir mektup yazdım... Beş dakikanızı ayırıp okuyabilirseniz, belki; "Nefes alamayan", umudu tükenmiş Yüzbinlerce masum insana bir umut ışığı doğacaktır. pic.twitter.com/41FCQAFYsK— Akın İpek (@akinipek01) September 6, 2020 Skúli Magnússon, héraðsdómari og fyrrverandi formaður Dómarafélags Íslands, segir í aðsendri grein á Vísi í dag að það sé skiljanlegt að ýmsir upplifi framgöngu Róberts „ekki sem hlutlausa heldur þvert á móti sem ákveðna pólitíska blessun á ríkjandi ástandi.“ „Hvað sem líður spurningum um hæfi Róberts sem dómara í málum Tyrklands fyrir Mannréttindadómstólnum á næstu misserum verður þetta að teljast óheppilegt fyrir ímynd og trúverðugleika dómstólsins,“ skrifar Skúli. „Auðvitað má segja að hinum unga dómsforseta sé vorkunn að því leyti að heimsókn hans til Tyrklands hlaut óhjákvæmilega að vekja gagnrýni, hvernig svo sem hann hefði haldið á málum. En einmitt í því ljósi hlýtur að vera spurt hvort forseti Mannréttindadómstólsins hefði, a.m.k. við núverandi aðstæður í Tyrklandi, ekki einfaldlega betur heima setið en af stað farið.“
Tyrkland Mannréttindi Íslendingar erlendis Mannréttindadómstóll Evrópu Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fleiri fréttir Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Sjá meira