Körfubolti

Denver og Toronto jöfnuðu einvígin

Ísak Hallmundarson skrifar
Jamal Murray og Ivica Zubac.
Jamal Murray og Ivica Zubac. getty/Douglas P. DeFelice

Tveir leikir fóru fram í hinni mögnðu úrslitakeppni NBA-deildarinnar í nótt.

Toronto Raptors, sem voru hálfri sekúndu frá því að lenda 3-0 undir í seríunni gegn Boston Celtics síðasta fimmtudag, jöfnuðu einvígi liðanna í 2-2 í nótt. Lokatölur 100-93. 

Pascal Siakam og Kyle Lowry voru atkvæðamestir hjá Toronto með 23 stig og 22 stig. Hjá Celtics var Jayson Tatum stigahæstur með 24 stig. 

Denver Nuggets sigraði LA Clippers, 110-101, og jafnaði þar með einvígið í 1-1. 

Denver setti tóninn í fyrsta leikhluta, liðið var með 71% skotnýtingu og vann leikhlutann 44-25. Clippers unnu alla hina leikhlutanna en það dugði ekki til, níu stiga sigur Denver staðreynd.

Jamal Murray skoraði 27 stig og Nikola Jokic 26 stig fyrir Denver. Kawhi Leonard, einn sá besti í heimi, skoraði aðeins 13 stig í leiknum með 23% skotnýtingu, en Denver vörnin var svaðaleg í leiknum og hleypti Kawhi lítið að körfunni. 

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×