Trump kallar blaðamann óþokka og segir að reka ætti annan Kristín Ólafsdóttir skrifar 5. september 2020 23:30 Donald Trump, Bandaríkjaforseti. Vísir/getty Donald Trump Bandaríkjaforseti beinir spjótum sínum nú að fréttamönnum eftir að hafa átt í vök að verjast undanfarna daga vegna meintra ummæla hans um fallna hermenn. Trump hefur í dag kallað fréttamanninn sem fyrst fjallaði um hin meintu ummæli „óþokka“ og lýst því yfir að reka eigi annan fréttamann sem fjallaði um málið. Tímaritið The Atlantic var fyrst til að greina frá því að Trump hefði lýst bandarískum hermönnum sem féllu í fyrri heimsstyrjöldinni sem „minnipokamönnum“ og „flónum“ þegar hann var í opinberri heimsókn í Frakklandi í tilefni af því að öld var liðin frá stríðslokum árið 2018. Ritstjóri tímaritsins hafði þetta eftir ónefndum einstaklingum sem stóðu Trump nærri. Síðan þá hafa aðrir fjölmiðlar, þar á meðal Washington Post, New York Times, AP-fréttstofan og Fox-fréttastöðin staðfest frásögn The Atlantic að hluta eða öllu leyti. Deilt hefur verið hart á forsetann vegna hinna meintu ummæla, m.a. úr herbúðum Joe Biden, andstæðings Trumps í forsetakosningum í nóvember. Trump birti færslur um málið á Twitter-reikningi sínum í dag. Hann nafngreindi ekki Jeffrey Goldberg, ritstjóra The Atlantic sem fyrstur fjallaði um hin meintu ummæli forsetans, í tístum sínum en ljóst þykir að orðin beinist að honum. Trump hóf tíst sitt á því að hreykja sér af því að hafa endurreist Bandaríkjaher, sem Barack Obama og varaforseta hans, Joe Biden, hefðu gjöreyðilagt í stjórnartíð þeirra. „En svo skáldar óþokkablaðamaður [e. slimeball reporter], ef til vill í samvinnu við óánægt fólk, svona hryllilega ásökun,“ skrifaði Trump. You work so hard for the military, from completely rebuilding a depleted mess that was left by OBiden, to fixing a broken V.A. and fighting for large scale military pay raises, and then a slimeball reporter, maybe working with disgruntled people, makes up such a horrible charge..— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) September 5, 2020 Þá beindi Trump spjótum sínum einnig að Jennifer Griffin, fréttamanni Fox News. Stöðin hefur hingað til verið í sérstöku uppáhaldi hjá forsetanum. En hann reyndist ekki hrifinn af umfjöllun Griffin, sem kveðst hafa fengið það staðfest frá nafnlausum heimildarmönnum að Trump hafi látið falla ósæmileg ummæli um fallna hermenn. Umfjöllun hennar má sjá hér fyrir neðan. „Það ætti að reka Jennifer Griffin fyrir svona blaðamennsku. Hringdi ekki einu sinni í okkur til að fá viðbrögð. Fox-fréttastofan er búin að vera!“ skrifaði Trump á Twitter í nótt. Jennifer Griffin of Fox News Did Not Confirm ‘Most Salacious‘ Part of Atlantic Story https://t.co/rUpbSWhHac via @BreitbartNews All refuted by many witnesses. Jennifer Griffin should be fired for this kind of reporting. Never even called us for comment. @FoxNews is gone!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) September 5, 2020 Sjálfur hafnar Trump því alfarið að hafa látið nokkuð illt út úr sér um fallna hermenn. Donald Trump Bandaríkin Tengdar fréttir Trump á í vök að verjast vegna meintra ummæla um fallna hermenn Joe Biden, forsetaframbjóðandi Demókrataflokksins, er á meðal þeirra sem hafa deilt hart á Donald Trump Bandaríkjaforseta, vegna ummæla sem forsetinn á að hafa látið falla um að fallnir hermenn væru „minnipokamenn“ og „flón“. 4. september 2020 23:53 Vara við „Rauðri hillingu“ á kjördag Sérfræðingar eru byrjaðir að vara við því að niðurstöður forsetakosninganna í Bandaríkjunum í nóvember, gætu tekið miklum breytingum eftir kosninganóttina sjálfa. 4. september 2020 11:05 Fallnir hermenn „minnipokamenn“ og „flón“ að mati Trump Donald Trump Bandaríkjaforseti er sagður hafa gert lítið úr bandarískum hermönnum sem hafa fallið í stríðum á bak við tjöldin ítrekað. Þá er hann sagður hafa beðið um að særðir hermenn tækju ekki þátt í hersýningum. 4. september 2020 08:00 Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Fleiri fréttir Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti beinir spjótum sínum nú að fréttamönnum eftir að hafa átt í vök að verjast undanfarna daga vegna meintra ummæla hans um fallna hermenn. Trump hefur í dag kallað fréttamanninn sem fyrst fjallaði um hin meintu ummæli „óþokka“ og lýst því yfir að reka eigi annan fréttamann sem fjallaði um málið. Tímaritið The Atlantic var fyrst til að greina frá því að Trump hefði lýst bandarískum hermönnum sem féllu í fyrri heimsstyrjöldinni sem „minnipokamönnum“ og „flónum“ þegar hann var í opinberri heimsókn í Frakklandi í tilefni af því að öld var liðin frá stríðslokum árið 2018. Ritstjóri tímaritsins hafði þetta eftir ónefndum einstaklingum sem stóðu Trump nærri. Síðan þá hafa aðrir fjölmiðlar, þar á meðal Washington Post, New York Times, AP-fréttstofan og Fox-fréttastöðin staðfest frásögn The Atlantic að hluta eða öllu leyti. Deilt hefur verið hart á forsetann vegna hinna meintu ummæla, m.a. úr herbúðum Joe Biden, andstæðings Trumps í forsetakosningum í nóvember. Trump birti færslur um málið á Twitter-reikningi sínum í dag. Hann nafngreindi ekki Jeffrey Goldberg, ritstjóra The Atlantic sem fyrstur fjallaði um hin meintu ummæli forsetans, í tístum sínum en ljóst þykir að orðin beinist að honum. Trump hóf tíst sitt á því að hreykja sér af því að hafa endurreist Bandaríkjaher, sem Barack Obama og varaforseta hans, Joe Biden, hefðu gjöreyðilagt í stjórnartíð þeirra. „En svo skáldar óþokkablaðamaður [e. slimeball reporter], ef til vill í samvinnu við óánægt fólk, svona hryllilega ásökun,“ skrifaði Trump. You work so hard for the military, from completely rebuilding a depleted mess that was left by OBiden, to fixing a broken V.A. and fighting for large scale military pay raises, and then a slimeball reporter, maybe working with disgruntled people, makes up such a horrible charge..— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) September 5, 2020 Þá beindi Trump spjótum sínum einnig að Jennifer Griffin, fréttamanni Fox News. Stöðin hefur hingað til verið í sérstöku uppáhaldi hjá forsetanum. En hann reyndist ekki hrifinn af umfjöllun Griffin, sem kveðst hafa fengið það staðfest frá nafnlausum heimildarmönnum að Trump hafi látið falla ósæmileg ummæli um fallna hermenn. Umfjöllun hennar má sjá hér fyrir neðan. „Það ætti að reka Jennifer Griffin fyrir svona blaðamennsku. Hringdi ekki einu sinni í okkur til að fá viðbrögð. Fox-fréttastofan er búin að vera!“ skrifaði Trump á Twitter í nótt. Jennifer Griffin of Fox News Did Not Confirm ‘Most Salacious‘ Part of Atlantic Story https://t.co/rUpbSWhHac via @BreitbartNews All refuted by many witnesses. Jennifer Griffin should be fired for this kind of reporting. Never even called us for comment. @FoxNews is gone!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) September 5, 2020 Sjálfur hafnar Trump því alfarið að hafa látið nokkuð illt út úr sér um fallna hermenn.
Donald Trump Bandaríkin Tengdar fréttir Trump á í vök að verjast vegna meintra ummæla um fallna hermenn Joe Biden, forsetaframbjóðandi Demókrataflokksins, er á meðal þeirra sem hafa deilt hart á Donald Trump Bandaríkjaforseta, vegna ummæla sem forsetinn á að hafa látið falla um að fallnir hermenn væru „minnipokamenn“ og „flón“. 4. september 2020 23:53 Vara við „Rauðri hillingu“ á kjördag Sérfræðingar eru byrjaðir að vara við því að niðurstöður forsetakosninganna í Bandaríkjunum í nóvember, gætu tekið miklum breytingum eftir kosninganóttina sjálfa. 4. september 2020 11:05 Fallnir hermenn „minnipokamenn“ og „flón“ að mati Trump Donald Trump Bandaríkjaforseti er sagður hafa gert lítið úr bandarískum hermönnum sem hafa fallið í stríðum á bak við tjöldin ítrekað. Þá er hann sagður hafa beðið um að særðir hermenn tækju ekki þátt í hersýningum. 4. september 2020 08:00 Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Fleiri fréttir Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Sjá meira
Trump á í vök að verjast vegna meintra ummæla um fallna hermenn Joe Biden, forsetaframbjóðandi Demókrataflokksins, er á meðal þeirra sem hafa deilt hart á Donald Trump Bandaríkjaforseta, vegna ummæla sem forsetinn á að hafa látið falla um að fallnir hermenn væru „minnipokamenn“ og „flón“. 4. september 2020 23:53
Vara við „Rauðri hillingu“ á kjördag Sérfræðingar eru byrjaðir að vara við því að niðurstöður forsetakosninganna í Bandaríkjunum í nóvember, gætu tekið miklum breytingum eftir kosninganóttina sjálfa. 4. september 2020 11:05
Fallnir hermenn „minnipokamenn“ og „flón“ að mati Trump Donald Trump Bandaríkjaforseti er sagður hafa gert lítið úr bandarískum hermönnum sem hafa fallið í stríðum á bak við tjöldin ítrekað. Þá er hann sagður hafa beðið um að særðir hermenn tækju ekki þátt í hersýningum. 4. september 2020 08:00