Ein breyting hefur orðið á byrjunarliði Íslands fyrir leikinn gegn Englandi í Þjóðadeildinni. Svo virðist sem Kolbeinn Sigþórsson, framherji AIK í Svíþjóð, hafi orðið fyrir meiðslum í upphitun leiksins. Hann er því ekki í byrjunarliði gegn Englandi í dag.
Í hans stað kemur Albert Guðmundsson, leikmaður AZ Alkmaar.
Eflaust riðlar þetta leikskipulagi Íslands en Kolbeinn og Albert mjög ólíkir á velli.
Leikurinn hefst nú klukkan 16:00 og er í beinni útsendingu Stöðvar 2 Sport.