Hrósar íslenska liðinu: Segir það bæði klókt og ástríðufullt Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 5. september 2020 11:30 Henry Winter er einn virtasti íþróttablaðamaður Bretlands. Hann talaði við Rikka G fyrir leik Íslands og Englands. Mynd/Stöð 2 Sport Henry Winter, einn virtasti íþróttablaðamaður Bretlandseyja, hafði ekkert nema jákvæða hluti að segja um íslenska liðið fyrir leik liðanna í Þjóðadeildinni í dag. Winter starfar í dag fyrir The Times á Englandi. Hann ræddi við Rikka G fyrir leik en það er ljóst að Winter er mjög hrifinn af landi og þjóð. Leikurinn hefst klukkan 16:00 eins og frægt er orðið. Fyrir leik verður klukkutímalöng upphitun þar sem meðal annars má sjá viðtalið við Winter í heild sinni en hér að neðan má sjá brot úr viðtalinu. Winter hefur eytt síðustu dögum í sóttkví en það kom ekki að sök þar sem hann hefur áður komið til Íslands og segist elska land og þjóð. Hann stefnir á að koma hingað í framtíðinni og eyða dágóðum tíma í að skoða enn betur það sem hann hefur ekki enn séð hér á landi. Old geyser, Geysir, Iceland #eng pic.twitter.com/uOIN3swUgI— Henry Winter (@henrywinter) September 5, 2020 Hvað veistu um íslenska liðið? „Ég er enn að jafna mig eftir Nice [þar sem Ísland sló England út af EM 2016]. Það var mjög sársaukafull upplifun, Hodgson þurfti að fara strax og fólk efaðist um getu leikmanna.“ „Gagnrýnin var rosalega, þetta var stormur. Þið lendið í roki hér á Íslandi en fjölmiðlastormur á Englandi getur verið blóðbað. Svo við berum mikla virðingu fyrir íslenskum fótbolta.“ „Ég veit að það vantar suma af bestu leikmönnum liðsins, eins og Gylfa [Þór] Sigurðsson og Aron [Einar] Gunnarsson, ég held þið berið nöfnin fram svona. Alltaf þegar ég sé Aron spila þá spilar hann með hjartanu en jafnframt heilanum.“ „Miðað við það sem ég hef séð af Íslandi og íslensku samfélagi þá eruð þið mjög gáfuð og vel menntuð þjóð en að sama skapi mjög ástríðufull. Það sést vel í fótboltanum að mínu mati. Sést á hreyfingum Gylfa inn á vellinum en þú sérð einnig ástríðu leikmanna.“ „Mér líkar vel við leikmenn eins og [Kára] Árnason, fyrirliða liðsins. Eða ég reikna með því að hann verði fyrirliði gegn Englandi. Ég held að einn besti leikur sem hann hafi spilað hafi verið gegn Portúgal og Cristiano Ronaldo. Til að spila vel gegn einum besta leikmanni sögunnar þá þarftu að vera mjög klár sem og góður íþróttamaður.“ Hér að neðan má sjá bútinn úr viðtalinu við Henry en við minnum á að viðtalið í heild sinni verður birt í upphitun fyrir leik Íslands og Englands á Stöð 2 Sport. Klippa: Segir íslenska liðið klókt sem og ástríðufullt á velli Sýnt verður beint frá öllum leikjum Íslands í Þjóðadeildinni á Stöð 2 Sport. Riðlakeppnin hefst 5. september og lýkur 18. nóvember á þessu ári. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Ísland - England (Laugardalsvöllur) - 5.9.2020 Belgía - Ísland (Óvíst) - 8.9.2020 Ísland - Danmörk (Laugardalsvöllur) - 11.10.2020 Ísland - Belgía (Laugardalsvölur) - 14.10.2020 Danmörk - Ísland (Parken) - 14.11.2020 England - Ísland (Wembley) - 18.11.2020 Fótbolti Þjóðadeild UEFA Tengdar fréttir Íslenska liðið mun krjúpa fyrir stórleik dagsins Leikmenn íslenska landsliðsins í knattspyrnu munu krjúpa á vellinum fyrir leik Íslands og Englands í Þjóðadeildinni í dag. 5. september 2020 09:30 „Leið eins og þeir væru að horfa niður til okkar í göngunum fyrir leik“ Ragnar Sigurðsson segir að enska landsliðið hafi litið niður á leikmenn Íslands er liðin mættust í 16-liða úrslitum Evrópumótsins í Frakklandi sumarið 2016. 5. september 2020 08:00 Mest lesið Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Fótbolti Landsliðskonan á von á barni Fótbolti Lögreglan hafi mætt og stöðvað bjórsölu: „Væntanlega til að bjarga mannslífum“ Fótbolti Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Enski boltinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Formúla 1 „Það er spurning fyrir stjórnina“ Sport Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Íslenski boltinn „Þetta er næstum því of gott til þess að vera satt“ Sport Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Körfubolti Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið Handbolti Fleiri fréttir Landsliðskonan á von á barni Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Lögreglan hafi mætt og stöðvað bjórsölu: „Væntanlega til að bjarga mannslífum“ Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Napoli á toppinn eftir sigur í toppslag „Framtíðin er björt hérna á Skaganum“ „Förum eitt skref til baka en tökum svo tvö fram á við“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Andri Lucas tryggði Blackburn þrjú stig í endurkomusigri Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle FH - Fram: 3-4 | Þrenna Sigurðar Bjarts dugði skammt Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Mikael kom Djurgården á bragðið í stórsigri Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Leikurinn mikilvægi verður í Akraneshöllinni Sjáðu mörkin í verstu byrjun Hamranna í hálfa öld Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? Messi skoraði tvö eftir að hafa fengið enn einn gullskóinn Afar stolt eftir tapið gegn Íslandi „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Freyr á erfitt með að lýsa ógleymanlegu kvöldi Leeds afgreiddi West Ham Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Belgarnir hennar Betu fengu skell Byrjunarlið Íslands: Ein breyting frá lokaleiknum á EM en ekkert óvænt Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum Sænska ungstirnið klárt í El Clásico vegna meiðsla Raphinha Sjá meira
Henry Winter, einn virtasti íþróttablaðamaður Bretlandseyja, hafði ekkert nema jákvæða hluti að segja um íslenska liðið fyrir leik liðanna í Þjóðadeildinni í dag. Winter starfar í dag fyrir The Times á Englandi. Hann ræddi við Rikka G fyrir leik en það er ljóst að Winter er mjög hrifinn af landi og þjóð. Leikurinn hefst klukkan 16:00 eins og frægt er orðið. Fyrir leik verður klukkutímalöng upphitun þar sem meðal annars má sjá viðtalið við Winter í heild sinni en hér að neðan má sjá brot úr viðtalinu. Winter hefur eytt síðustu dögum í sóttkví en það kom ekki að sök þar sem hann hefur áður komið til Íslands og segist elska land og þjóð. Hann stefnir á að koma hingað í framtíðinni og eyða dágóðum tíma í að skoða enn betur það sem hann hefur ekki enn séð hér á landi. Old geyser, Geysir, Iceland #eng pic.twitter.com/uOIN3swUgI— Henry Winter (@henrywinter) September 5, 2020 Hvað veistu um íslenska liðið? „Ég er enn að jafna mig eftir Nice [þar sem Ísland sló England út af EM 2016]. Það var mjög sársaukafull upplifun, Hodgson þurfti að fara strax og fólk efaðist um getu leikmanna.“ „Gagnrýnin var rosalega, þetta var stormur. Þið lendið í roki hér á Íslandi en fjölmiðlastormur á Englandi getur verið blóðbað. Svo við berum mikla virðingu fyrir íslenskum fótbolta.“ „Ég veit að það vantar suma af bestu leikmönnum liðsins, eins og Gylfa [Þór] Sigurðsson og Aron [Einar] Gunnarsson, ég held þið berið nöfnin fram svona. Alltaf þegar ég sé Aron spila þá spilar hann með hjartanu en jafnframt heilanum.“ „Miðað við það sem ég hef séð af Íslandi og íslensku samfélagi þá eruð þið mjög gáfuð og vel menntuð þjóð en að sama skapi mjög ástríðufull. Það sést vel í fótboltanum að mínu mati. Sést á hreyfingum Gylfa inn á vellinum en þú sérð einnig ástríðu leikmanna.“ „Mér líkar vel við leikmenn eins og [Kára] Árnason, fyrirliða liðsins. Eða ég reikna með því að hann verði fyrirliði gegn Englandi. Ég held að einn besti leikur sem hann hafi spilað hafi verið gegn Portúgal og Cristiano Ronaldo. Til að spila vel gegn einum besta leikmanni sögunnar þá þarftu að vera mjög klár sem og góður íþróttamaður.“ Hér að neðan má sjá bútinn úr viðtalinu við Henry en við minnum á að viðtalið í heild sinni verður birt í upphitun fyrir leik Íslands og Englands á Stöð 2 Sport. Klippa: Segir íslenska liðið klókt sem og ástríðufullt á velli Sýnt verður beint frá öllum leikjum Íslands í Þjóðadeildinni á Stöð 2 Sport. Riðlakeppnin hefst 5. september og lýkur 18. nóvember á þessu ári. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Ísland - England (Laugardalsvöllur) - 5.9.2020 Belgía - Ísland (Óvíst) - 8.9.2020 Ísland - Danmörk (Laugardalsvöllur) - 11.10.2020 Ísland - Belgía (Laugardalsvölur) - 14.10.2020 Danmörk - Ísland (Parken) - 14.11.2020 England - Ísland (Wembley) - 18.11.2020
Sýnt verður beint frá öllum leikjum Íslands í Þjóðadeildinni á Stöð 2 Sport. Riðlakeppnin hefst 5. september og lýkur 18. nóvember á þessu ári. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Ísland - England (Laugardalsvöllur) - 5.9.2020 Belgía - Ísland (Óvíst) - 8.9.2020 Ísland - Danmörk (Laugardalsvöllur) - 11.10.2020 Ísland - Belgía (Laugardalsvölur) - 14.10.2020 Danmörk - Ísland (Parken) - 14.11.2020 England - Ísland (Wembley) - 18.11.2020
Fótbolti Þjóðadeild UEFA Tengdar fréttir Íslenska liðið mun krjúpa fyrir stórleik dagsins Leikmenn íslenska landsliðsins í knattspyrnu munu krjúpa á vellinum fyrir leik Íslands og Englands í Þjóðadeildinni í dag. 5. september 2020 09:30 „Leið eins og þeir væru að horfa niður til okkar í göngunum fyrir leik“ Ragnar Sigurðsson segir að enska landsliðið hafi litið niður á leikmenn Íslands er liðin mættust í 16-liða úrslitum Evrópumótsins í Frakklandi sumarið 2016. 5. september 2020 08:00 Mest lesið Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Fótbolti Landsliðskonan á von á barni Fótbolti Lögreglan hafi mætt og stöðvað bjórsölu: „Væntanlega til að bjarga mannslífum“ Fótbolti Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Enski boltinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Formúla 1 „Það er spurning fyrir stjórnina“ Sport Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Íslenski boltinn „Þetta er næstum því of gott til þess að vera satt“ Sport Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Körfubolti Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið Handbolti Fleiri fréttir Landsliðskonan á von á barni Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Lögreglan hafi mætt og stöðvað bjórsölu: „Væntanlega til að bjarga mannslífum“ Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Napoli á toppinn eftir sigur í toppslag „Framtíðin er björt hérna á Skaganum“ „Förum eitt skref til baka en tökum svo tvö fram á við“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Andri Lucas tryggði Blackburn þrjú stig í endurkomusigri Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle FH - Fram: 3-4 | Þrenna Sigurðar Bjarts dugði skammt Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Mikael kom Djurgården á bragðið í stórsigri Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Leikurinn mikilvægi verður í Akraneshöllinni Sjáðu mörkin í verstu byrjun Hamranna í hálfa öld Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? Messi skoraði tvö eftir að hafa fengið enn einn gullskóinn Afar stolt eftir tapið gegn Íslandi „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Freyr á erfitt með að lýsa ógleymanlegu kvöldi Leeds afgreiddi West Ham Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Belgarnir hennar Betu fengu skell Byrjunarlið Íslands: Ein breyting frá lokaleiknum á EM en ekkert óvænt Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum Sænska ungstirnið klárt í El Clásico vegna meiðsla Raphinha Sjá meira
Íslenska liðið mun krjúpa fyrir stórleik dagsins Leikmenn íslenska landsliðsins í knattspyrnu munu krjúpa á vellinum fyrir leik Íslands og Englands í Þjóðadeildinni í dag. 5. september 2020 09:30
„Leið eins og þeir væru að horfa niður til okkar í göngunum fyrir leik“ Ragnar Sigurðsson segir að enska landsliðið hafi litið niður á leikmenn Íslands er liðin mættust í 16-liða úrslitum Evrópumótsins í Frakklandi sumarið 2016. 5. september 2020 08:00