Trump á í vök að verjast vegna meintra ummæla um fallna hermenn Kjartan Kjartansson skrifar 4. september 2020 23:53 Trump ræddi ummælin um fallna hermenn sem hafa verið höfð eftir honum á viðburði í Hvíta húsinu í kvöld. Vísir/EPA Joe Biden, forsetaframbjóðandi Demókrataflokksins, er á meðal þeirra sem hafa deilt hart á Donald Trump Bandaríkjaforseta, vegna ummæla sem forsetinn á að hafa látið falla um að fallnir hermenn væru „minnipokamenn“ og „flón“. Trump og ráðgjafar hans þvertaka fyrir það þrátt fyrir að fjöldi fjölmiðla hafi heimildir fyrir því sem hann á að hafa sagt. Tímaritið The Atlantic var fyrst til að greina frá því að Trump hefði lýst bandarískum hermönnum sem féllu í fyrri heimsstyrjöldinni sem „minnipokamönnum“ og „flónum“ þegar hann var í opinberri heimsókn í Frakklandi í tilefni af því að öld var liðin frá stríðslokum árið 2018. Ritstjóri tímaritsins hafði þetta eftir ónefndum einstaklingum sem stóðu Trump nærri. Síðan þá hafa aðrir fjölmiðlar, þar á meðal Washington Post, New York Times, AP-fréttstofan og Fox-fréttastöðin staðfest frásögn The Atlantic að hluta eða öllu leyti. Trump brást hart við fréttunum og sagði engan fót fyrir þeim. Núverandi og fyrrverandi embættismenn og starfsmenn hans hafa tekið undir það í dag án þess þó að hafna því sérstaklega að Trump hafi látið ummæli af þessu tagi falla. John Bolton, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trump, sem skrifaði harðorða bók um reynslu sína af forsetanum kom honum til varnar í dag og neitaði því að ástæða þess að Trump hætti við heimsókn í grafreit bandarískra hermanna í heimsókn sinni í Frakkland hefði verið að hann teldi ekki ástæðu til að heiðra þá. Ástæðan hefði verið sú að ekki hefði verið hægt að flytja Trump þangað með öruggum hætti vegna veðurs og aðstæðna. Biden, keppinautur Trump í forsetakosningunum í nóvember, ræddi um fréttirnar af ummælum forsetans í ræðu í Delaware í dag. Lýsti hann fréttunum sem „viðbjóðslegum“ ef þær væru sannar. Washington Post segir að Biden hafi verið sjáanlega reiður þegar hann hafnaði því að sonur sinn Beau Biden eða aðrir hermenn hefðu verið „flón“ fyrir að bjóða sig fram til herþjónustu, sérstaklega þeir sem sneru aldrei aftur heim úr stríði. „Trump forseti hefur sýnt fram á að hann hefur enga skyldurækni og enga hollustu við annan málstað en sjálfan sig. Ég er alltaf varaður við því að missa stjórn á skapi mínu. Þetta gæti verið það næsta sem ég hef komist því í þessari kosningabaráttu,“ sagði Biden með fyrirvara um áreiðanleika fréttanna. Ýjaði að því að Kelly væri einn heimildarmannanna Ónefndu heimildarmenn bandarískra fjölmiðla sögðu einnig að Trump hefði látið ónærgætin ummæli falla þegar hann stóð yfir leiði sonar Johns Kelly, þáverandi heimavarnaráðherra hans og síðar starfsmannastjóra Hvíta hússins, í hergrafreitnum í Arlington árið 2017. Trump á að hafa spurt Kelly hvers vegna sonur hans og aðrir hermenn hefðu boðið sig sjálfviljugir fram til herþjónustu og hvað þeir hefðu haft upp úr því. Ber heimildarmönnunum saman um að forsetinn hafi engan skilning á hvers vegna nokkur myndi fara í sjálfboðavinnu fyrir herinn frekar en að græða peninga. Hann líti á þá sem komu sér ekki undan herskyldu eins og hann gerði í Víetnamstríðinu sem „flón“. Á viðburði í Hvíta húsinu í dag ýjaði Trump að því að Kelly gæti hafa verið einn heimildarmanna þeirra fjölmiðla sem sögðu frá meintum ummælum hans um fallna hermenn en sagðist þó ekki vita það fyrir víst. „Þetta er fólk sem er öfundsjúkt. Þetta er fólk sem er reitt yfir því að vera ekki hér lengur,“ sagði Trump og sakaði Kelly um að hafa ekki valdið starfi sínu sem starfsmannastjóri Hvíta hússins. Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Fyrri heimsstyrjöldin Mest lesið Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Fleiri fréttir Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Sjá meira
Joe Biden, forsetaframbjóðandi Demókrataflokksins, er á meðal þeirra sem hafa deilt hart á Donald Trump Bandaríkjaforseta, vegna ummæla sem forsetinn á að hafa látið falla um að fallnir hermenn væru „minnipokamenn“ og „flón“. Trump og ráðgjafar hans þvertaka fyrir það þrátt fyrir að fjöldi fjölmiðla hafi heimildir fyrir því sem hann á að hafa sagt. Tímaritið The Atlantic var fyrst til að greina frá því að Trump hefði lýst bandarískum hermönnum sem féllu í fyrri heimsstyrjöldinni sem „minnipokamönnum“ og „flónum“ þegar hann var í opinberri heimsókn í Frakklandi í tilefni af því að öld var liðin frá stríðslokum árið 2018. Ritstjóri tímaritsins hafði þetta eftir ónefndum einstaklingum sem stóðu Trump nærri. Síðan þá hafa aðrir fjölmiðlar, þar á meðal Washington Post, New York Times, AP-fréttstofan og Fox-fréttastöðin staðfest frásögn The Atlantic að hluta eða öllu leyti. Trump brást hart við fréttunum og sagði engan fót fyrir þeim. Núverandi og fyrrverandi embættismenn og starfsmenn hans hafa tekið undir það í dag án þess þó að hafna því sérstaklega að Trump hafi látið ummæli af þessu tagi falla. John Bolton, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trump, sem skrifaði harðorða bók um reynslu sína af forsetanum kom honum til varnar í dag og neitaði því að ástæða þess að Trump hætti við heimsókn í grafreit bandarískra hermanna í heimsókn sinni í Frakkland hefði verið að hann teldi ekki ástæðu til að heiðra þá. Ástæðan hefði verið sú að ekki hefði verið hægt að flytja Trump þangað með öruggum hætti vegna veðurs og aðstæðna. Biden, keppinautur Trump í forsetakosningunum í nóvember, ræddi um fréttirnar af ummælum forsetans í ræðu í Delaware í dag. Lýsti hann fréttunum sem „viðbjóðslegum“ ef þær væru sannar. Washington Post segir að Biden hafi verið sjáanlega reiður þegar hann hafnaði því að sonur sinn Beau Biden eða aðrir hermenn hefðu verið „flón“ fyrir að bjóða sig fram til herþjónustu, sérstaklega þeir sem sneru aldrei aftur heim úr stríði. „Trump forseti hefur sýnt fram á að hann hefur enga skyldurækni og enga hollustu við annan málstað en sjálfan sig. Ég er alltaf varaður við því að missa stjórn á skapi mínu. Þetta gæti verið það næsta sem ég hef komist því í þessari kosningabaráttu,“ sagði Biden með fyrirvara um áreiðanleika fréttanna. Ýjaði að því að Kelly væri einn heimildarmannanna Ónefndu heimildarmenn bandarískra fjölmiðla sögðu einnig að Trump hefði látið ónærgætin ummæli falla þegar hann stóð yfir leiði sonar Johns Kelly, þáverandi heimavarnaráðherra hans og síðar starfsmannastjóra Hvíta hússins, í hergrafreitnum í Arlington árið 2017. Trump á að hafa spurt Kelly hvers vegna sonur hans og aðrir hermenn hefðu boðið sig sjálfviljugir fram til herþjónustu og hvað þeir hefðu haft upp úr því. Ber heimildarmönnunum saman um að forsetinn hafi engan skilning á hvers vegna nokkur myndi fara í sjálfboðavinnu fyrir herinn frekar en að græða peninga. Hann líti á þá sem komu sér ekki undan herskyldu eins og hann gerði í Víetnamstríðinu sem „flón“. Á viðburði í Hvíta húsinu í dag ýjaði Trump að því að Kelly gæti hafa verið einn heimildarmanna þeirra fjölmiðla sem sögðu frá meintum ummælum hans um fallna hermenn en sagðist þó ekki vita það fyrir víst. „Þetta er fólk sem er öfundsjúkt. Þetta er fólk sem er reitt yfir því að vera ekki hér lengur,“ sagði Trump og sakaði Kelly um að hafa ekki valdið starfi sínu sem starfsmannastjóri Hvíta hússins.
Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Fyrri heimsstyrjöldin Mest lesið Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Fleiri fréttir Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Sjá meira