Sir Mo Farah og Sifan Hassan settu heimsmet í kvöld Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 4. september 2020 23:30 Sir Mo Farah setti heimsmet í kvöld. Gregory Van Gansen/Getty Images Sir Mo Farah var meðal keppenda á Demantsmóti í frjálsum íþróttum í Brussel í kvöld. Gerði hann sér lítið fyrir og sló heimsmet. Er þetta hans fyrsta heimsmet á ferlinum. Sömu sögu er að segja af Sifan Hassan sem sló metið í sömu grein kvennamegin. WORLD RECORD Mo #Farah sets a new WR of 21.330km in the One Hour. #BrusselsDL pic.twitter.com/kPyYTNLReh— Wanda Diamond League (@Diamond_League) September 4, 2020 Hinn 37 ára gamli Farah er einn virtasti langhlaupari sögunnar. Segir það sitt að hann hafi hlotið nafnbótina „Sir.“ Hann hætti brautarhlaupum árið 2017 og snéri sér alfarið að maraþonhlaupum. Hann dró ákvörðun sína til baka og stefndi á Ólympíuleikana í Tókýó sem fram áttu að fara á þessu ári. Hann hefur greinilega haldið sér við en í kvöld setti hann heimsmet í svokölluðu klukkustundarhlaupi. Þar hlaupa keppendur einfaldlega jafn mikið og þeir geta á einum klukkutíma. Alls hljóp Farah 21,330 metra eða 21.3 kílómeter, sem er heimsmet. Farah er sigursælasti frjálsíþróttamaður Breta á Ólympíuleikum frá upphafi en þetta var hans fyrsta heimsmet. Sannast þar með gamalkunna vísan að lengi lifir í gömlum glæðum. Sifan Hassan of the Netherlands broke the rarely run one-hour world record on Friday by covering 18.930 kilometres https://t.co/CkY7TVa61j— CBC Olympics (@CBCOlympics) September 4, 2020 Þá féll heimsmetið einnig í sömu grein kvennamegin. Hin hollenska Sifan Hassan gerði sér lítið fyrir og hljóp 18,930 metra á einum klukkutíma. BBC greindi frá. Frjálsar íþróttir Hlaup Mest lesið Hatar hvítu stuttbuxurnar Handbolti Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Handbolti Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Fótbolti Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Enski boltinn Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Körfubolti Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Körfubolti Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sport Greip bolta sem gæti verið meira en þrjú hundruð milljóna króna virði Sport Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Enski boltinn Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Golf Fleiri fréttir Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Eiður dásamaði Caicedo í beinni á Brúnni „Ákveðið sjokk“ „Heiður að fá að vera í sama flokki og hann“ Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Guðrún líklegust til að koma til bjargar í eyðimörk „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Tekur við af læriföður sínum Hatar hvítu stuttbuxurnar Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Dagskráin: Big Ben og Skiptiborðið en líka Hákon, Albert og Blikar í Evrópu Greip bolta sem gæti verið meira en þrjú hundruð milljóna króna virði Mun líklegast aldrei komast yfir þetta „Ég ætla kenna þreytu um“ Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Bayern og Real Madrid í hóp liðanna með fullt hús Chelsea bauð upp á markaveislu á Brúnni Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Matthías endar ferilinn á laugardag: „Sérstök og svolítið skrýtin tilfinning“ Allt jafnt í bikarslag íslensku stelpnanna Sjá meira
Sir Mo Farah var meðal keppenda á Demantsmóti í frjálsum íþróttum í Brussel í kvöld. Gerði hann sér lítið fyrir og sló heimsmet. Er þetta hans fyrsta heimsmet á ferlinum. Sömu sögu er að segja af Sifan Hassan sem sló metið í sömu grein kvennamegin. WORLD RECORD Mo #Farah sets a new WR of 21.330km in the One Hour. #BrusselsDL pic.twitter.com/kPyYTNLReh— Wanda Diamond League (@Diamond_League) September 4, 2020 Hinn 37 ára gamli Farah er einn virtasti langhlaupari sögunnar. Segir það sitt að hann hafi hlotið nafnbótina „Sir.“ Hann hætti brautarhlaupum árið 2017 og snéri sér alfarið að maraþonhlaupum. Hann dró ákvörðun sína til baka og stefndi á Ólympíuleikana í Tókýó sem fram áttu að fara á þessu ári. Hann hefur greinilega haldið sér við en í kvöld setti hann heimsmet í svokölluðu klukkustundarhlaupi. Þar hlaupa keppendur einfaldlega jafn mikið og þeir geta á einum klukkutíma. Alls hljóp Farah 21,330 metra eða 21.3 kílómeter, sem er heimsmet. Farah er sigursælasti frjálsíþróttamaður Breta á Ólympíuleikum frá upphafi en þetta var hans fyrsta heimsmet. Sannast þar með gamalkunna vísan að lengi lifir í gömlum glæðum. Sifan Hassan of the Netherlands broke the rarely run one-hour world record on Friday by covering 18.930 kilometres https://t.co/CkY7TVa61j— CBC Olympics (@CBCOlympics) September 4, 2020 Þá féll heimsmetið einnig í sömu grein kvennamegin. Hin hollenska Sifan Hassan gerði sér lítið fyrir og hljóp 18,930 metra á einum klukkutíma. BBC greindi frá.
Frjálsar íþróttir Hlaup Mest lesið Hatar hvítu stuttbuxurnar Handbolti Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Handbolti Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Fótbolti Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Enski boltinn Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Körfubolti Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Körfubolti Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sport Greip bolta sem gæti verið meira en þrjú hundruð milljóna króna virði Sport Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Enski boltinn Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Golf Fleiri fréttir Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Eiður dásamaði Caicedo í beinni á Brúnni „Ákveðið sjokk“ „Heiður að fá að vera í sama flokki og hann“ Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Guðrún líklegust til að koma til bjargar í eyðimörk „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Tekur við af læriföður sínum Hatar hvítu stuttbuxurnar Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Dagskráin: Big Ben og Skiptiborðið en líka Hákon, Albert og Blikar í Evrópu Greip bolta sem gæti verið meira en þrjú hundruð milljóna króna virði Mun líklegast aldrei komast yfir þetta „Ég ætla kenna þreytu um“ Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Bayern og Real Madrid í hóp liðanna með fullt hús Chelsea bauð upp á markaveislu á Brúnni Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Matthías endar ferilinn á laugardag: „Sérstök og svolítið skrýtin tilfinning“ Allt jafnt í bikarslag íslensku stelpnanna Sjá meira