Sundþyrstir Hvergerðingar þurfa að leita annað en í Laugaskarð í vetur Atli Ísleifsson skrifar 4. september 2020 13:42 Sundlaugin í Laugaskarði í Hveragerði var opnuð árið 1938, en húsið byggt 1963 eftir teikningu Gísla Halldórssonar arkitekts. Aldís Hafsteinsdóttir er bæjarstjóri Hveragerðisbæjar. Sundlauginni í Laugaskarði í Hveragerði verður lokað fyrsta dag októbermánaðar og mun ekki opna á ný fyrr en í apríl á næsta ári. Til stendur að gera upp búningsklefa laugarinnar í vetur og segir bæjarstjórinn að Hvergerðingar muni því líklega þurfa að leita annað í vetur til að komast í sund. Sunnlenska sagði frá því í dag að til standi að loka lauginni vegna framkvæmda. Aldís Hafsteinsdóttir bæjarstjóri segir í samtali við Vísi að til standi að ráðast í algerar endurbætur á búningsklefum laugarinnar. „Við erum búin taka í gegn efri hæðina og nú er komið að búningsklefunum. Þetta er náttúrulega fimmtíu ára gamalt hús og löngu, löngu tímabært að fara í endurbætur á því,“ segir Aldís og bætir við að áætlaður framkvæmdatími sé til 1. apríl á næsta ári. Þurfa að þreyja þorrann Aldís segir bæjarbúa vita að nauðsynlegt sé að ráðast í framkvæmdirnar. „Það er ekki hægt annað. Og þegar á að taka í gegn búningsklefa í sundlaug þá þarf að loka. Því miður. En ég held að það hlakki öllum til að sjá endurbæturnar.“ Aðspurð um hvað sundþyrstir Hvergerðingar skuli gera á meðan á framkvæmdum standi segir Aldís að þeir verði bara að þreyja þorrann. „Sundlaugin var náttúrulega lokuð í einhverjar vikur út af Kófinu svo fólk er kannski vant þessu. Þetta er náttúrulega ekki gott. Ég vildi óska þess að ég gæti sagt að fólk gæti farið í sund á Heilsustofnuninni, en hún er auðvitað lokuð út af Kófinu. Svo er þriðja laugin í bænum, á Hótel Örk, en hún er ekki opin almenningi. Fólk verður því bara að skutlast á Selfoss eða Þorlákshöfn og láta sig dreyma um betri tíð og blóm í haga þegar þetta er búið.“ Sundlaugin í Laugaskarði í Hveragerði var opnuð árið 1938, en húsið byggt 1963 eftir teikningu Gísla Halldórssonar arkitekts. Hveragerði Sundlaugar Mest lesið Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Frans páfi er látinn Erlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Erlent Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Innlent Fleiri fréttir Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Sjá meira
Sundlauginni í Laugaskarði í Hveragerði verður lokað fyrsta dag októbermánaðar og mun ekki opna á ný fyrr en í apríl á næsta ári. Til stendur að gera upp búningsklefa laugarinnar í vetur og segir bæjarstjórinn að Hvergerðingar muni því líklega þurfa að leita annað í vetur til að komast í sund. Sunnlenska sagði frá því í dag að til standi að loka lauginni vegna framkvæmda. Aldís Hafsteinsdóttir bæjarstjóri segir í samtali við Vísi að til standi að ráðast í algerar endurbætur á búningsklefum laugarinnar. „Við erum búin taka í gegn efri hæðina og nú er komið að búningsklefunum. Þetta er náttúrulega fimmtíu ára gamalt hús og löngu, löngu tímabært að fara í endurbætur á því,“ segir Aldís og bætir við að áætlaður framkvæmdatími sé til 1. apríl á næsta ári. Þurfa að þreyja þorrann Aldís segir bæjarbúa vita að nauðsynlegt sé að ráðast í framkvæmdirnar. „Það er ekki hægt annað. Og þegar á að taka í gegn búningsklefa í sundlaug þá þarf að loka. Því miður. En ég held að það hlakki öllum til að sjá endurbæturnar.“ Aðspurð um hvað sundþyrstir Hvergerðingar skuli gera á meðan á framkvæmdum standi segir Aldís að þeir verði bara að þreyja þorrann. „Sundlaugin var náttúrulega lokuð í einhverjar vikur út af Kófinu svo fólk er kannski vant þessu. Þetta er náttúrulega ekki gott. Ég vildi óska þess að ég gæti sagt að fólk gæti farið í sund á Heilsustofnuninni, en hún er auðvitað lokuð út af Kófinu. Svo er þriðja laugin í bænum, á Hótel Örk, en hún er ekki opin almenningi. Fólk verður því bara að skutlast á Selfoss eða Þorlákshöfn og láta sig dreyma um betri tíð og blóm í haga þegar þetta er búið.“ Sundlaugin í Laugaskarði í Hveragerði var opnuð árið 1938, en húsið byggt 1963 eftir teikningu Gísla Halldórssonar arkitekts.
Hveragerði Sundlaugar Mest lesið Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Frans páfi er látinn Erlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Erlent Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Innlent Fleiri fréttir Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Sjá meira