Ísland mætir Rúmeníu í umspili um laust sæti á EM í fótbolta í næsta mánuði en bæði lið eiga eftir að spila tvo Þjóðadeildaleiki áður.
Leikur Íslands og Rúmeníu fer fram á Laugardalsvellinum 8. október næstkomandi en það lið sem vinnur þann leik tryggir sér sæti í hreinum úrslitaleik um laust sæti á EM alls staðar sem fer fram sumarið 2021.
Rúmenar eru í B-deildinni og alls verða fjórir leikir spilaðir í henni í dag. Lars Lagerbäck og lærisveinar hans í norska landsliðinu eru líka að spila en þeir fá Austurríki í heimsókn til Osló.
Alls verða sjö leikir sýndir beint í Þjóðadeild UEFA í fótbolta hér á Vísi í kvöld en fyrsti leikur dagsins hófst mun fyrr.
Hægt er að horfa á útsendingar frá leikjunum með því að smella á viðeigandi hlekk hér að neðan. Útsendingarnar birtast neðst í textalýsingu hvers leiks, svo að lesendur gætu þurft að skruna niður í gegnum textalýsinguna til að finna beina útsendingu.
Leikir í beinni á Vísi:
A-deild
Ítalía - Bosnía
Holland - Pólland
B-deild
Rúmenía - Norður-Írland
Skotland - Ísrael
Noregur - Austurríki
Slóvakía - Tékkland
C-deild
Hvíta Rússland - Albanía
Leikirnir hefjast eins og fyrr segir allir kl. 18.45.