Segir að enska landsliðið hafi lært af tapinu fyrir Íslandi Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 4. september 2020 12:36 Þótt Gareth Southgate hafi ekki verið þjálfari enska landsliðsins gegn Íslandi á EM 2016 nýtti hann leikinn og reyndi að læra af honum. getty/Steven Paston Gareth Southgate, landsliðsþjálfari Englendinga, var að sjálfsögðu spurður út í tap Englands fyrir Íslandi á EM 2016 á blaðamannafundi enska landsliðsins í dag. Ísland og England mætast á Laugardalsvelli í Þjóðadeildinni á morgun. Southgate var ekki þjálfari Englands á EM 2016 en segir að hann hafi skoðað leikinn gegn Íslandi og séð hvað Englendingar þurftu að bæta. „Fyrir nokkrum árum kíktum við á 2-3 leiki sem við höfðum spilað og mismunandi þætti í þeim. Það stærsta sem við í þjálfarateyminu tókum út úr leiknum gegn Íslandi var þolinmæðin sem þú þarft að sýna ef þú lendir undir,“ sagði Southgate. England komst yfir í leiknum fræga gegn Íslandi með marki Waynes Rooney úr vítaspyrnu á 4. mínútu. Ragnar Sigurðsson jafnaði tveimur mínútum síðar og Kolbeinn Sigþórsson kom Íslendingum svo í 2-1 á 18. mínútu sem urðu lokatölur leiksins. „Oft undirbýrðu lið undir 0-0 stöðu en vilt ekki tala um hvað gerist ef þú lendir undir. Það getur alltaf gerst, sama hversu vel þú spilar. Andstæðingurinn getur alltaf skorað upp úr þurru. Við höfum bætt ákvarðanatökuna og þolinmæðina undir pressu á síðustu árum,“ sagði Southgate. „Við höfum rætt mikið um þetta. Ef við lendum undir höldum við áfram að spila okkar leik, höldum ró okkar og tökum réttar ákvarðanir. Það er þáttur í framþróun liðsins og við nýttum okkur m.a. reynsluna gegn Íslandi.“ Þjóðadeild UEFA Enski boltinn Mest lesið Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Fótbolti Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Enski boltinn „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Fótbolti Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Íslenski boltinn Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Íslenski boltinn Blikarnir hoppuðu út í á Fótbolti Reyndu að ráða Solskjær áður en þeir réðu svo Heimi Hallgríms Fótbolti Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Handbolti Trump réði sjálfan sig í stórt starf á Ólympíuleikunum Sport Sjáðu Hákon leggja upp mark fyrir Giroud Fótbolti Fleiri fréttir Arsenal tapar fyrstu tveimur leikjum sínum með Gyökeres Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Scott McTominay og níu leikmenn PSG tilnefndir til Ballon d'Or Sjáðu Hákon leggja upp mark fyrir Giroud Maddison frá í að minnsta kosti hálft ár Reyndu að ráða Solskjær áður en þeir réðu svo Heimi Hallgríms Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka Þrjár þjóðir upp fyrir Ísland á FIFA listanum „Ég var í smá sjokki“ Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Blikarnir hoppuðu út í á Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Katla kynnt til leiks í Flórens Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Sjá meira
Gareth Southgate, landsliðsþjálfari Englendinga, var að sjálfsögðu spurður út í tap Englands fyrir Íslandi á EM 2016 á blaðamannafundi enska landsliðsins í dag. Ísland og England mætast á Laugardalsvelli í Þjóðadeildinni á morgun. Southgate var ekki þjálfari Englands á EM 2016 en segir að hann hafi skoðað leikinn gegn Íslandi og séð hvað Englendingar þurftu að bæta. „Fyrir nokkrum árum kíktum við á 2-3 leiki sem við höfðum spilað og mismunandi þætti í þeim. Það stærsta sem við í þjálfarateyminu tókum út úr leiknum gegn Íslandi var þolinmæðin sem þú þarft að sýna ef þú lendir undir,“ sagði Southgate. England komst yfir í leiknum fræga gegn Íslandi með marki Waynes Rooney úr vítaspyrnu á 4. mínútu. Ragnar Sigurðsson jafnaði tveimur mínútum síðar og Kolbeinn Sigþórsson kom Íslendingum svo í 2-1 á 18. mínútu sem urðu lokatölur leiksins. „Oft undirbýrðu lið undir 0-0 stöðu en vilt ekki tala um hvað gerist ef þú lendir undir. Það getur alltaf gerst, sama hversu vel þú spilar. Andstæðingurinn getur alltaf skorað upp úr þurru. Við höfum bætt ákvarðanatökuna og þolinmæðina undir pressu á síðustu árum,“ sagði Southgate. „Við höfum rætt mikið um þetta. Ef við lendum undir höldum við áfram að spila okkar leik, höldum ró okkar og tökum réttar ákvarðanir. Það er þáttur í framþróun liðsins og við nýttum okkur m.a. reynsluna gegn Íslandi.“
Þjóðadeild UEFA Enski boltinn Mest lesið Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Fótbolti Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Enski boltinn „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Fótbolti Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Íslenski boltinn Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Íslenski boltinn Blikarnir hoppuðu út í á Fótbolti Reyndu að ráða Solskjær áður en þeir réðu svo Heimi Hallgríms Fótbolti Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Handbolti Trump réði sjálfan sig í stórt starf á Ólympíuleikunum Sport Sjáðu Hákon leggja upp mark fyrir Giroud Fótbolti Fleiri fréttir Arsenal tapar fyrstu tveimur leikjum sínum með Gyökeres Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Scott McTominay og níu leikmenn PSG tilnefndir til Ballon d'Or Sjáðu Hákon leggja upp mark fyrir Giroud Maddison frá í að minnsta kosti hálft ár Reyndu að ráða Solskjær áður en þeir réðu svo Heimi Hallgríms Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka Þrjár þjóðir upp fyrir Ísland á FIFA listanum „Ég var í smá sjokki“ Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Blikarnir hoppuðu út í á Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Katla kynnt til leiks í Flórens Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Sjá meira