Sjö lögregluþjónum vikið úr starfi vegna dauða Daniel Prude Samúel Karl Ólason skrifar 4. september 2020 08:57 Mótmæli fóru fram í Rochester í nótt og kom til átaka milli mótmælenda og lögreglu. AP/Adrian Kraus Borgarstjóri Rochester í New York í Bandaríkjunum hefur vikið sjö lögregluþjónum frá störfum vegna dauða Daniel Prude, þeldökks manns sem dó vegna köfnunar í haldi lögreglu í mars. FJölskylda hans opinberaði nýverið myndbönd sem sýna að lögregluþjónar settu hettu á hann og þrýstu honum niður í götuna í tvær mínútur. Fjölskylda Prude hefur kallað eftir því að lögregluþjónarnir verði handteknir og ákærðir og til mótmæla koma í miðborg Rochester í gær. „Ég hringdi eftir hjálp fyrir bróður minn. Ekki svo hann yrði tekinn af lífi,“ sagði Joe, bróðir Prude, á blaðamannafundi á miðvikudaginn. Prude hafði þá átt við geðræn vandamál að stríða og hljóp nakinn eftir götum Rochester. Lovely Warren, borgarstjóri Rochester, bað fjölskyldu Prude afsökunar á blaðamannafundi í gær og sagði lögregluna hafa brugðist Prude. Geðheilsukerfið, samfélagið og hún sjálf hefðu einnig brugðist honum. Hún sagði kerfisbundin rasisma hafa leitt til dauða Prude. Warren hefur verið gagnrýnd vegna þess að ekki hafi verið gripið til aðgerða fyrr en nú. Hún gaf ekki upp af hverju rannsókn á dauða Prude hefur tekið svo langan tíma en gaf í skyn, samkvæmt frétt New York Times, að lögreglustjóri Rochester hafi afvegaleitt hana. „Það að þjást og deyja í haldi lögreglu vegna of stórs skammts fíkniefna, eins og lögreglustjórinn sagði mér, er ekki það sem ég sá á myndbandinu,“ sagði Warren. Lögreglustjórinn, La’Ron D. Singletary, brást reiður við. Hann sagði að ekki hefði verið reynt að hylma yfir eitt né neitt. Hann hefði sjálfur skipað fyrir að rannsókn væri fram nokkrum klukkustundum eftir atvikið. Þá lýsti hann yfir stuðningi við vinnubrögð lögregluþjónanna. Þeir hefðu verið að reyna að hjálpa Prude. Bandaríkin Dauði George Floyd Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Erlent Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli Erlent Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Erlent Fleiri fréttir Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Sjá meira
Borgarstjóri Rochester í New York í Bandaríkjunum hefur vikið sjö lögregluþjónum frá störfum vegna dauða Daniel Prude, þeldökks manns sem dó vegna köfnunar í haldi lögreglu í mars. FJölskylda hans opinberaði nýverið myndbönd sem sýna að lögregluþjónar settu hettu á hann og þrýstu honum niður í götuna í tvær mínútur. Fjölskylda Prude hefur kallað eftir því að lögregluþjónarnir verði handteknir og ákærðir og til mótmæla koma í miðborg Rochester í gær. „Ég hringdi eftir hjálp fyrir bróður minn. Ekki svo hann yrði tekinn af lífi,“ sagði Joe, bróðir Prude, á blaðamannafundi á miðvikudaginn. Prude hafði þá átt við geðræn vandamál að stríða og hljóp nakinn eftir götum Rochester. Lovely Warren, borgarstjóri Rochester, bað fjölskyldu Prude afsökunar á blaðamannafundi í gær og sagði lögregluna hafa brugðist Prude. Geðheilsukerfið, samfélagið og hún sjálf hefðu einnig brugðist honum. Hún sagði kerfisbundin rasisma hafa leitt til dauða Prude. Warren hefur verið gagnrýnd vegna þess að ekki hafi verið gripið til aðgerða fyrr en nú. Hún gaf ekki upp af hverju rannsókn á dauða Prude hefur tekið svo langan tíma en gaf í skyn, samkvæmt frétt New York Times, að lögreglustjóri Rochester hafi afvegaleitt hana. „Það að þjást og deyja í haldi lögreglu vegna of stórs skammts fíkniefna, eins og lögreglustjórinn sagði mér, er ekki það sem ég sá á myndbandinu,“ sagði Warren. Lögreglustjórinn, La’Ron D. Singletary, brást reiður við. Hann sagði að ekki hefði verið reynt að hylma yfir eitt né neitt. Hann hefði sjálfur skipað fyrir að rannsókn væri fram nokkrum klukkustundum eftir atvikið. Þá lýsti hann yfir stuðningi við vinnubrögð lögregluþjónanna. Þeir hefðu verið að reyna að hjálpa Prude.
Bandaríkin Dauði George Floyd Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Erlent Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli Erlent Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Erlent Fleiri fréttir Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Sjá meira