„Hræðileg tilfinning að vera fastur úti í vatni“ Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 3. september 2020 17:31 Skotveiðimaðurinn sem var hætt kominn eftir að hafa fest sig í leðju í Sandvatni á Haukadalsheiði í nótt segir það hafa verið hræðilegt að verða jafn bjargarlaus og raun bar vitni. Hann segir að þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir hafi honum ekki með nokkru móti náð að losa sig og þakkar björgunarsveitum fyrir að hafa komið sér til bjargar. „Atvik sem þetta minnir mann á að hætturnar leynast víða sama hversu vel undirbúinn maður er. Sem betur fer var ég ekki einn á ferð og vorum við tveir með fullhlaðna síma, en það var heppni að símasamband var á staðnum,“ segir maðurinn, sem vill ekki láta nafn síns getið. Skórnir sem maðurinn var í. „Þetta var eitthvað annað“ „Það er hræðileg tilfinning að vera fastur úti í vatni og vera algjörlega bjargarlaus. Þeir sem þekkja til vita að botninn í Sandvatni er leðjukenndur en þetta var eitthvað annað,“ bætir hann við, en hátt í þrjátíu björgunarsveitarmenn auk Landhelgisgæslunnar tóku þátt í að losa manninn úr leðjunni. Aðgerðirnar tóku hátt í þrjár klukkustundir. „Ég steig í holu fulla af leir sem að varð við það eins og steypuklumpur utanum vöðluskóinn. Ég var fastur, gat ekki farið úr vöðlunum og var mikið vatn komið inná mig þar sem ég reyndi að teygja mig niður og klóra mig útúr aðstæðum. Það hafði lítið uppá sig og því ekkert annað í stöðunni en að kalla eftir aðstoð. Það verður að teljast þvílík gæfa og forréttindi að eiga jafn öflugar björgunarsveitir og viðbragðsaðila, sem stóðu sig öll eins og hetjur.“ Manninn sakaði ekki en hann var þó orðinn kaldur og þreyttur. Hann ítrekar þakkir sínar í garð björgunarfólks, sem hafi sýnt mikla fagmennsku í erfiðum aðstæðum. Með vatnsyfirborðið upp á höku klukkutímunum saman Guðmundur R. Magnússon, stýrimaður og sigmaður hjá Landhelgisgæslunni, var einn þeirra sem tók þátt í aðgerðunum. Hann segir að um hafi verið að ræða krefjandi, og raunar afar hættulegar aðstæður. „Við vorum kölluð út vegna strandaglóps – en það kom í ljós að maðurinn var ekki bara strandaglópur heldur fastur í leðju. Þegar við komum á staðinn voru björgunarsveitarmenn með slöngubáta og mannskap og byrjaðir að reyna að grafa hann upp. Hann var í rauninni bara fastur fyrir neðan ökkla og í jökulleir sem var búinn að setjast fast að fætinum og bara eins og steypa,“ segir Guðmundur. „Þetta var svolítið krefjandi. Maður þurfti að vera á hnjánum með vatnsyfirborðið upp á höku, að róta frá bæði með skóflum og fingrunum og menn voru búnir að vinna sig í gegnum nokkra vettlinga til að róta í sandinum.“ Aðspurður segir Guðmundur að björgunarfólki líði ágætlega í svona aðstæðum, enda þrautþjálfað og vant erfiðum aðstæðum. „Við erum þjálfuð til þess að gera það sem maður þarf að gera þannig að í sjálfu sér líður manni bara vel. Maður er kannski pínu stressaður yfir velferð skjólstæðingsins. Það var greinilegt að honum leið illa, enda búinn að vera fastur lengi.“ Guðmundur Ragnar Magnússon, stýrimaður og sigmaður hjá Landhelgisgæslunni, tók þátt í aðgerðunum í dag.Vísir/Stöð 2 Landhelgisgæslan Bláskógabyggð Tengdar fréttir Björguðu manni sem hafði sokkið djúpt með annan fótinn í sand Lögreglan á Suðurlandi var kölluð út um klukkan tíu í gærkvöldi vegna skotveiðimanns sem hafði sokkið í sandinn í Sandvatni á Haukadalsheiði, sunnan Langjökuls. 3. september 2020 08:57 Mest lesið Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Innlent Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Innlent Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Innlent Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Erlent Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Innlent Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Innlent Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent Áhugi á Valhöll Innlent Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Innlent Fer ekki í formanninn Innlent Fleiri fréttir „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Ætla ekki að slíta samstarfinu við Anthropic Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Bein útsending: Niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Íslendingar strauja kortin og hverfandi líkur á vaxtalækkun Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Grindvískum börnum líður verr en jafnöldrum þeirra Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Sjá meira
Skotveiðimaðurinn sem var hætt kominn eftir að hafa fest sig í leðju í Sandvatni á Haukadalsheiði í nótt segir það hafa verið hræðilegt að verða jafn bjargarlaus og raun bar vitni. Hann segir að þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir hafi honum ekki með nokkru móti náð að losa sig og þakkar björgunarsveitum fyrir að hafa komið sér til bjargar. „Atvik sem þetta minnir mann á að hætturnar leynast víða sama hversu vel undirbúinn maður er. Sem betur fer var ég ekki einn á ferð og vorum við tveir með fullhlaðna síma, en það var heppni að símasamband var á staðnum,“ segir maðurinn, sem vill ekki láta nafn síns getið. Skórnir sem maðurinn var í. „Þetta var eitthvað annað“ „Það er hræðileg tilfinning að vera fastur úti í vatni og vera algjörlega bjargarlaus. Þeir sem þekkja til vita að botninn í Sandvatni er leðjukenndur en þetta var eitthvað annað,“ bætir hann við, en hátt í þrjátíu björgunarsveitarmenn auk Landhelgisgæslunnar tóku þátt í að losa manninn úr leðjunni. Aðgerðirnar tóku hátt í þrjár klukkustundir. „Ég steig í holu fulla af leir sem að varð við það eins og steypuklumpur utanum vöðluskóinn. Ég var fastur, gat ekki farið úr vöðlunum og var mikið vatn komið inná mig þar sem ég reyndi að teygja mig niður og klóra mig útúr aðstæðum. Það hafði lítið uppá sig og því ekkert annað í stöðunni en að kalla eftir aðstoð. Það verður að teljast þvílík gæfa og forréttindi að eiga jafn öflugar björgunarsveitir og viðbragðsaðila, sem stóðu sig öll eins og hetjur.“ Manninn sakaði ekki en hann var þó orðinn kaldur og þreyttur. Hann ítrekar þakkir sínar í garð björgunarfólks, sem hafi sýnt mikla fagmennsku í erfiðum aðstæðum. Með vatnsyfirborðið upp á höku klukkutímunum saman Guðmundur R. Magnússon, stýrimaður og sigmaður hjá Landhelgisgæslunni, var einn þeirra sem tók þátt í aðgerðunum. Hann segir að um hafi verið að ræða krefjandi, og raunar afar hættulegar aðstæður. „Við vorum kölluð út vegna strandaglóps – en það kom í ljós að maðurinn var ekki bara strandaglópur heldur fastur í leðju. Þegar við komum á staðinn voru björgunarsveitarmenn með slöngubáta og mannskap og byrjaðir að reyna að grafa hann upp. Hann var í rauninni bara fastur fyrir neðan ökkla og í jökulleir sem var búinn að setjast fast að fætinum og bara eins og steypa,“ segir Guðmundur. „Þetta var svolítið krefjandi. Maður þurfti að vera á hnjánum með vatnsyfirborðið upp á höku, að róta frá bæði með skóflum og fingrunum og menn voru búnir að vinna sig í gegnum nokkra vettlinga til að róta í sandinum.“ Aðspurður segir Guðmundur að björgunarfólki líði ágætlega í svona aðstæðum, enda þrautþjálfað og vant erfiðum aðstæðum. „Við erum þjálfuð til þess að gera það sem maður þarf að gera þannig að í sjálfu sér líður manni bara vel. Maður er kannski pínu stressaður yfir velferð skjólstæðingsins. Það var greinilegt að honum leið illa, enda búinn að vera fastur lengi.“ Guðmundur Ragnar Magnússon, stýrimaður og sigmaður hjá Landhelgisgæslunni, tók þátt í aðgerðunum í dag.Vísir/Stöð 2
Landhelgisgæslan Bláskógabyggð Tengdar fréttir Björguðu manni sem hafði sokkið djúpt með annan fótinn í sand Lögreglan á Suðurlandi var kölluð út um klukkan tíu í gærkvöldi vegna skotveiðimanns sem hafði sokkið í sandinn í Sandvatni á Haukadalsheiði, sunnan Langjökuls. 3. september 2020 08:57 Mest lesið Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Innlent Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Innlent Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Innlent Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Erlent Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Innlent Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Innlent Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent Áhugi á Valhöll Innlent Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Innlent Fer ekki í formanninn Innlent Fleiri fréttir „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Ætla ekki að slíta samstarfinu við Anthropic Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Bein útsending: Niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Íslendingar strauja kortin og hverfandi líkur á vaxtalækkun Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Grindvískum börnum líður verr en jafnöldrum þeirra Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Sjá meira
Björguðu manni sem hafði sokkið djúpt með annan fótinn í sand Lögreglan á Suðurlandi var kölluð út um klukkan tíu í gærkvöldi vegna skotveiðimanns sem hafði sokkið í sandinn í Sandvatni á Haukadalsheiði, sunnan Langjökuls. 3. september 2020 08:57
Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent
Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“
Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent